bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Timakeðjuskipti á e46 320d https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61144 |
Page 1 of 1 |
Author: | ViggiRS [ Tue 23. Apr 2013 00:08 ] |
Post subject: | Timakeðjuskipti á e46 320d |
Kvöldið Er að panta varahluti í bílinn minn og langaði að kaupa tímakeðju í hann í leiðinni. Hef aldrei látið skipta um keðju á bíl sem ég hef átt, hvað meira er maður að versla með þessu en bara keðju??? Þetta er 320 touring diesel 2003 árgerð |
Author: | slapi [ Tue 23. Apr 2013 07:13 ] |
Post subject: | Re: Timakeðjuskipti á e46 320d |
Það þarf í raun ekkert að skipta um tímakeðju í þessum mótor fyrr en það fer að koma hljóð í hana. Það byrjar örugglega í 500.000 |
Author: | rockstone [ Tue 23. Apr 2013 09:56 ] |
Post subject: | Re: Timakeðjuskipti á e46 320d |
ViggiRS wrote: Kvöldið Er að panta varahluti í bílinn minn og langaði að kaupa tímakeðju í hann í leiðinni. Hef aldrei látið skipta um keðju á bíl sem ég hef átt, hvað meira er maður að versla með þessu en bara keðju??? Þetta er 320 touring diesel 2003 árgerð Hvað er hann ekinn? Annars eru helling meira en bara keðjan sjálf. |
Author: | ViggiRS [ Tue 23. Apr 2013 10:38 ] |
Post subject: | Re: Timakeðjuskipti á e46 320d |
Hann var að rúlla í 351.000 km En hann hefur alltaf verið smurður á réttum tíma með Castrol og viðhald verið eins og í flugvél ![]() Hef bara ekki hugmynd um hvað skal kaupa með keðjunni en hef bara alltaf látið skipta um reimar í bílunum og geri mér ekki grein fyrir hlutunum sem þarf að versla og ég sé hvergi svona "kit" sem maður getur verslað með öllu úti. |
Author: | slapi [ Tue 23. Apr 2013 13:25 ] |
Post subject: | Re: Timakeðjuskipti á e46 320d |
Man ekki betur en að það sé heddið af til að skipta um keðjurnar. |
Author: | Angelic0- [ Tue 23. Apr 2013 13:27 ] |
Post subject: | Re: Timakeðjuskipti á e46 320d |
Algjörlega óþarft að skipta um tímakeðjurnar, bara steypa að vera að spandera pening og vinnu í það... Skiptu bara um tímakeðjusleðana og strekkjarann, þá ertu safe næstu 350.000km ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |