bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 523i vatnsvesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61042
Page 1 of 1

Author:  Grétar G. [ Wed 17. Apr 2013 17:47 ]
Post subject:  E39 523i vatnsvesen

Vinur er í smá vandamáli með vatnskassa á E39

Lýsir sér þannig að bíllinn tapar af sér vatni hægt og rólega einhversstaðar hjá forðabúrinu heldur hann.
Hann lét annan notaðann vatnskassa í bílinn og setti nýjann vatnslás, en vandamálið var ekki leyst. Hann tapar ennþá vatni niður á götu hjá forðabúrinu.

Þegar bíllinn er orðinn heitur þá tekur hann eftir því að slangan nær forðabúrinu er miklu heitari en slangan hinumeginn við vatnslásinn (eðlilegt?).
Stundum kemur vatn upp úr tappanum þar sem maður bætir á hann (suða??).

P.s. Ekkert vatn í olíunni að sjá.

Eruði með einhver ráð eða lausnir ?

Author:  íbbi_ [ Wed 17. Apr 2013 18:15 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

er nokkuð sprunga í forðabúrinu?

Author:  Einarsss [ Wed 17. Apr 2013 21:36 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

Mögulega farin blokk,hedd eða heddpakkning?

Þannig að hann er að blása þrýsting inná kælikerfi og myndar þrýsting sem veldur því að tappinn á forðabúrinu hleypir vatni út. Það var þannig á m20 hjá mér þegar MLS pakkning var ekki að þétta en getur auðvitað gerst líka ef að það er sprunga í blokk eða heddi.

Author:  Alpina [ Wed 17. Apr 2013 22:00 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

Einarsss wrote:
Mögulega farin blokk,hedd eða heddpakkning?

Þannig að hann er að blása þrýsting inná kælikerfi og myndar þrýsting sem veldur því að tappinn á forðabúrinu hleypir vatni út. Það var þannig á m20 hjá mér þegar MLS pakkning var ekki að þétta en getur auðvitað gerst líka ef að það er sprunga í blokk eða heddi.


MJÖG GÓÐ ágiskun að mínu mati...........

Author:  Haffer [ Wed 17. Apr 2013 22:04 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

lenti í svipuðu um daginn (reyndar á 540), þá var lítil sprunga aftan á forðabúrinu, en það lak ekkert fyrr að vélin/kæluvatnið var orðið heitt

Author:  slapi [ Wed 17. Apr 2013 22:05 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

Er hann örugglega að hringrása vatninu ?

Author:  Alpina [ Wed 17. Apr 2013 22:21 ]
Post subject:  Re: E39 523i vatnsvesen

slapi wrote:
Er hann örugglega að hringrása vatninu ?


Plast-spaðarnir farnir í dælunni ???????,, góð athugasemd líka :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/