bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Óþekkur e39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60929
Page 1 of 1

Author:  Ómar_18 [ Wed 10. Apr 2013 22:05 ]
Post subject:  Óþekkur e39

Vantar smá hjálp með blómið mitt.

Þetta er 99 model 523 e39.

Ég byrja að taka eftir því að hann gengur asnalega í lausagangi, já og titrar örlítið. Ég keyri af stað og finn að bíllinn er ekki eins og hann á að vera. Eftir að hafa keyrt í smá stund og prófað að keyra á alls kyns máta er niðustan þessi.

Þegar ég er á leiðinni upp í hraða er hann mjúkur og fínn, en þó örlítið máttlaus.
Nú er ég kominn uppí 80 og ætla að keyra á 80. Umleið og ég hætti að auka hraðann byrjar hann aftur. Titrar og er skrýtinn.
Þegar ég tek svo fótinn af inngjöfinni verður hann aftur eðlilegur. Mjúkur og fínn.

Svona lét hann í nokkra klukkutíma. Um kvöldið sama dag og hann byrjar á þessu fer ég austur fyrir fjall. Er á leiðinni niður kambana þegar ég finn að hann er allt í einu orðin eins og hann á að vera. Ég keyri heim(50 km) og allt í góðu.. Ég vakna daginn eftir og keyri í vinnu(30 km), allt í góðu. Þarna stendur bíllinn í viku á meðan ég er að vinna á Klaustri. Ég kem aftur uppí vinnu og keyri af stað heim og finn að hann er aftur orðinn svona og hefur hann verið svona síðan þá. Ég hef ekki mikið keyrt hann að vísu, er í útlöndum og bíllinn númerslaus inní skúr.

Hugmyndin var að eitthver snillingurinn gæti sagt mér hvað væri að svo ég gæti hjólað í það að laga bílinn um leið og kem heim..

Gleymdi að taka það fram að þegar ég stíg bensínið í botn finnst mér bíllinn ekki eins sprækur og hann var..

Góður maður sagði að þetta hljómaði eins og hjöruliðurinn væri að fara, en hvað veit hann?

Author:  Joibs [ Wed 10. Apr 2013 22:33 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

ef þetta væri hjöruliður þá ætti vélin nú ekki að ganga asnalega í lausagangi :?

mér dettur bara í hug að loftflæðiskinjarinn sé að klikka
þá allavena er lausagangurinn alveg hrikalega óeðlilegur vegna þess að kerfið er ekki að halda loftflæðinu réttu
og það orsakar m.a. miklu meiri eiðslu

gáfulegt að kíkja á hann, altaf betra að vera með loftflæðið 100% :thup:

Author:  Aron [ Wed 10. Apr 2013 22:44 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

lesa bílinn allt annað eru bara skot út í loftið.

Author:  Ómar_18 [ Wed 10. Apr 2013 22:57 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Allt svona ætti að koma fram í lestri eða hvað?

Author:  BMW_Owner [ Thu 11. Apr 2013 00:42 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Mér langar að segja þér að þetta sé rakatengt, s.s að kertaþræðirnir séu orðnir lélegir. Ef hann missir neistann á einum stað þá getur hann farið að ganga leiðinlega í lausagangi og orðið máttlaus en þú fyndir lítið fyrir því á ferð og þegar þú ert að hægja á þér. Ef hann er verri þegar það er rigning úti þá myndi ég skjóta beint á þræðina, sérstaklega ef hann batnar þegar þú ert búinn að keyra einhvern x tíma þá hitnar allt, rakinn fer og þræðirnir ná "contact". Svona eins og þú nefndir að hann hefði allt í einu jafnað sig niður kambana eftir einhverja keyrslu. :wink:

p.s þetta ætti að koma fram í tölvulestri eitthvað misfire cyl x .

Author:  Eggert [ Thu 11. Apr 2013 10:22 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Ég lenti í svipuðu um daginn með mína M52 vél, en þá dró vélin falskt loft (framhjá MAF), og hegðaði sér svona - og var eðlileg inn á milli. Þetta eru tvær hosur sem eiga það til að morkna, frá MAF(loftsíubox og skynjara) og í vél.

Author:  Einarsss [ Thu 11. Apr 2013 11:13 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Ef þetta er vélartengdur hristingur þá myndi ég skjóta á falskt loft, gömul kerti, háspennukefli

Author:  Bandit79 [ Thu 11. Apr 2013 20:19 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Einarsss wrote:
Ef þetta er vélartengdur hristingur þá myndi ég skjóta á falskt loft, gömul kerti, háspennukefli


x2

Félagi minn átti alveg eins nema bara 1996 árgerð.

Þetta er nánast nákvæmlega sama sem var að hjá honum eins og þú lýsir því.

Og þar var farið 1 háspennukefli. Hann skipti því út og bíllinn var fínn eftir það.

Fjarlægir hlífina og aftengir svo 1 kefli í einu með bílinn í gangi. Það kefli sem breytir vélarganginum minnst meðan það er aftengt er vandamálið.

Author:  BMW_Owner [ Fri 12. Apr 2013 02:02 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Ég trúi ekki að ég hafi stungið upp á kertaþráðum þegar ég veit vel að það eru stök háspennukefli í þessum bíl og þar með engin kertaþræðir. #-o

note to self ekki bilanagreina bíla eftir 1 á næturnar. :biggrin:

Author:  Angelic0- [ Fri 12. Apr 2013 22:40 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

Enginn sem að fattar að það er TWIN MASS swinghjól í bílnum :?:

Er nánast öruggur á því að þetta er swinghólið að syngja sitt síðasta...

Var eins í VT193 M5 þegar að swinghjólið var að fara....

Það endaði með því að swinghjólið losnaði sundur, með þeim afleðingum að input shaftið eyðilagðist og kúplingshúsið rispaðist allt að innan...

Address this problem sooner than later..

Author:  eiddz [ Fri 12. Apr 2013 22:45 ]
Post subject:  Re: Óþekkur e39

BMW_Owner wrote:
Ég trúi ekki að ég hafi stungið upp á kertaþráðum þegar ég veit vel að það eru stök háspennukefli í þessum bíl og þar með engin kertaþræðir. #-o

note to self ekki bilanagreina bíla eftir 1 á næturnar. :biggrin:


Það eru samt "kertaþræðir" frá keflum niður í kerti :thup:
Hjá mér var hann ekki að ganga á öllum, þá var einn þráðurinn ónýtur, ekkert að keflunum

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/