bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60798
Page 1 of 1

Author:  Jón Ragnar [ Wed 03. Apr 2013 16:29 ]
Post subject:  Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Það eru örugglega allir með allt meira og minna brotið þarna að framan.

Hvernig hafa menn verið að festa stefnuljósin :lol:

Author:  eiddz [ Wed 03. Apr 2013 16:34 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Hvort ertu að tala um "sliderinn" eða pinnann sem fer í brettið?
Ef það er pinninn, þá er hægt að skrúfa bara skrúfu í stefnuljósið sem fer svo í gatið í brettinu.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 03. Apr 2013 16:36 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Sliderinn er brotinn :thdown:

Var búinn að finna út með að setja skrúfu á hitt :lol:

Author:  bjarkibje [ Wed 03. Apr 2013 21:22 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Jón Ragnar wrote:
Sliderinn er brotinn :thdown:

Var búinn að finna út með að setja skrúfu á hitt :lol:


ég hef nú bara rennt þessu í annan sliderinn (efri eða neðri því annar er alltaf brotinn á öllum ljósum haha) og svo fundið mér vír eða spotta, og fest það eitthvernveginn í ljósið og hinn endann í aðalljósið eða eitthvað þarna fyrir innan sem heldur þessu :lol:

ég veit ruglingslegt en þetta þarf maður bara að mixa og ég held að þetta sé auðveld og fín leið :D

Author:  iar [ Thu 04. Apr 2013 22:33 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

bjarkibje wrote:
Jón Ragnar wrote:
Sliderinn er brotinn :thdown:

Var búinn að finna út með að setja skrúfu á hitt :lol:


ég hef nú bara rennt þessu í annan sliderinn (efri eða neðri því annar er alltaf brotinn á öllum ljósum haha) og svo fundið mér vír eða spotta, og fest það eitthvernveginn í ljósið og hinn endann í aðalljósið eða eitthvað þarna fyrir innan sem heldur þessu :lol:

ég veit ruglingslegt en þetta þarf maður bara að mixa og ég held að þetta sé auðveld og fín leið :D


Ruglingslegt eða ekki, hljómar samt svipað og ég gerði þetta á mínum gamla. :-) Náði að festa þetta ágætlega með smá bút af rafmagnsvír. Minnir líka að ég hafi borað smá gat á einhvern plastflipa aftan á stefnuljósinu til að fá betra tak fyrir vírinn. Það var svo auðveldara að finna stað á aðalljósinu til að festa vírinn þeim megin.

Author:  gardara [ Fri 05. Apr 2013 00:06 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Bora lítið gat í plastflipann á stefnuljósinu og strappa ljósið niður í eitt af gotunum sem eru þarna rétt hjá stefnuljósinu. Svínvirkar :thup:

Author:  Hreiðar [ Wed 17. Apr 2013 17:25 ]
Post subject:  Re: Brotnar stefnuljósafestingar að framan E36

Lenti í þessu hjá mér, var að reyna einhver skítamix sem var ekkert að virka. Það var svo bent mér á að fara með þetta í plastviðgerðir, í drangahrauni hfj. Mæli með því, hann lagaði festinguna fyrir mig og gerði nýjan "pinna" fyrir stefnuljósið mitt. Virkar fínt og tók ekki langan tíma hjá honum! :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/