bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

allir vökvar á e30 m3
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60727
Page 1 of 1

Author:  Mazi! [ Sat 30. Mar 2013 01:46 ]
Post subject:  allir vökvar á e30 m3

Sælir

Það stendur til að skipta og setja alla vökva á bílinn minn,

Ég er svona að spá í hvaða sull ég á að kaupa og hvað er best

Mótor: 10w60 Valvoline
Frostlögur: blár N1 sull
Gírkassi (G420): Hvað á ég að kaupa?
Drif (lsd): Hvað á ég að kaupa?
Bremsuvökvi: hvað er best?


Væri gaman að fá smá ráð

Author:  gardara [ Sat 30. Mar 2013 04:20 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

Setur ekki 10/60 á þennan mótor. Það á að fara 10/40 eða 0/40 á hann. Myndi svo persónulega taka Royal Purple en það eru skiptar skoðanir á því

Synchromax á kassann og Max-gear á drifið.

Author:  fart [ Sat 30. Mar 2013 05:22 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

gardara wrote:
Setur ekki 10/60 á þennan mótor. Það á að fara 10/40 eða 0/40 á hann. Myndi svo persónulega taka Royal Purple en það eru skiptar skoðanir á því

Synchromax á kassann og Max-gear á drifið.

Síðan hvenær fer ekki 10w60 á þennan mótor Garðar?

10w60 Castrol er nákvæmlega sú olía sem BMW selur í þessa mótora, sem og aðra ///M

Ég notaði síðan BMW ATF vökvann á G420 en hef heyrt að menn fái hljóðlátari kassa með öðrum vökva, sérstaklega ef menn eru komnir með léttara Kasthjól (þig vantar ekkert þannig?)

Author:  slapi [ Sat 30. Mar 2013 08:22 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

Reyndar þá er official ekki 10/60 á þennan mótor þar sem hún byrjar ekki fyrr en S62 og seinna.
En menn hafa notað með miklum ágætum á S50.
Það er 10W/40 official á hana ef ég man rétt.

Author:  fart [ Sat 30. Mar 2013 08:37 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

slapi wrote:
Reyndar þá er official ekki 10/60 á þennan mótor þar sem hún byrjar ekki fyrr en S62 og seinna.
En menn hafa notað með miklum ágætum á S50.
Það er 10W/40 official á hana ef ég man rétt.

Ok.. Ég hef alltaf fegið afgreidda 10W60 hja BMW á þennan ásamt aðra M mótora, aldrei 10W40. Mögulega hefur þetta verið revised ?

Ég veit að BMW mælir með 10W40 á marga aðra mótora, en 10W60 á S54B32 t.d. sem er í eðli sínu eins og S50B32.

Author:  sh4rk [ Sat 30. Mar 2013 09:30 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

Það er nú bara annað hvort ATF á gírkassann hjá þér eða þú getur farið niðrí BL og fengið MTF-LT4 væntanlega á 7000 eða meira líterinn, annars er MTF olían bara 75W-80 fully synthetic gír olía

Author:  Svezel [ Sat 30. Mar 2013 12:29 ]
Post subject:  Re: allir vökvar á e30 m3

Ég hef alltaf notað Mobil1 0w40 á s50b32 og það hefur verið gert síðan bíllinn fór á götuna 1998.

Ég er með BMW MTF LT2 á kassanum en síðast þegar ég skipti um á honum þá mæltu allir með að nota OEM vökvann.

Loks nota ég Mobil 75w140 olíu ásamt brúsa af læsingarvökva á drifið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/