bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60499
Page 1 of 1

Author:  Jökull94 [ Thu 14. Mar 2013 20:59 ]
Post subject:  Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

Fyrir stuttu datt allt í einu út rafmagnið á báðum framrúðunum í bílnum hjá mér og á sama tíma fór rafmagnið af sígarettukveikjaranum..

Datt í hug að það hefði farið öryggi og skoðaði öryggjaboxið en sýndist öll öryggi þar vera í lagi, what to do?

Ooog já, hvar fæ ég sígarettukveikjara plug í þennan bíl sem er ekki með sambandsleysi? :)

Edit: Svona fyrst ég er að gera þráð útaf þessu rafmagns veseni.. afhverju þegar ég sting lyklinum í skránna á hurðinni til að læsa þarf ég alltaf að læsa 2svar vegna þess að hann opnar alltaf sjálfur aftur? :roll:

Author:  bjarkibje [ Thu 14. Mar 2013 21:43 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

Ég er með sama ves a samlæsingunum, of mikið bras að fara laga þetta held eg , eg bara geri þetta 2x hehe...

Rúðurnar er mjög liklega öryggi ef allt fór á sama tíma, annað er mjög ólíklegt einsog vír í sundur og svona.

Sígarettukveikjarinn er ekki á sama öryggi og ruðurnar þannig það á ekki að vera tengt þetta sambandsleysi á ruðum og sigokveikjara

Og ef eg skil rett a eg sigarettukveikjarann sjalfann ef þig vantar

Author:  Jökull94 [ Thu 14. Mar 2013 22:59 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

bjarkibje wrote:
Ég er með sama ves a samlæsingunum, of mikið bras að fara laga þetta held eg , eg bara geri þetta 2x hehe...

Rúðurnar er mjög liklega öryggi ef allt fór á sama tíma, annað er mjög ólíklegt einsog vír í sundur og svona.

Sígarettukveikjarinn er ekki á sama öryggi og ruðurnar þannig það á ekki að vera tengt þetta sambandsleysi á ruðum og sigokveikjara

Og ef eg skil rett a eg sigarettukveikjarann sjalfann ef þig vantar

Gæti svosem verið að sígarettukveikjarinn hafi farið endanlega bara á svipuðum tíma, búinn að vera leiðinlegur og hefur farið versnandi..
Óþolandi að heyra radarvarann detta inn og út í hvert skipti sem ég skipti um gír eða fer yfir hraðahrindrun :D

Hvaða öryggi væri það fyrir rúðurnar, skoðaði að ég held öll og virtust öll vera í lagi.. googlaði þetta vandamál og þar var lausnin hjá einum þessi:
"it was the automatic cut-out switch (lower right on dash below steering wheel). Apparently only older BMW models have that one..."

Nema hvað ég skil ekkert hvað hann er að meina :shock:

Edit: ooog já, hvað villtu fá fyrir sígarettukveikjarann? :D

Author:  bjarkibje [ Thu 14. Mar 2013 23:24 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

getur opnað hlífina undir stýrinu og athugað þar, þar eru fullt af tengingum, engin öryggi samt.
hann talar um einhvern rofa, er ekki alveg klár á því, man ekki eftir neinu svona þegar ég reif gamla rauða minn.

mátt fá hann bara á þúsund kall

Author:  Jökull94 [ Sat 16. Mar 2013 02:09 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

bjarkibje wrote:
getur opnað hlífina undir stýrinu og athugað þar, þar eru fullt af tengingum, engin öryggi samt.
hann talar um einhvern rofa, er ekki alveg klár á því, man ekki eftir neinu svona þegar ég reif gamla rauða minn.

mátt fá hann bara á þúsund kall

Skoða þetta vesen með rúðurnar um helgina.. fæ að heyra í þér við tækifæri eftir mánaðarmót með sígarettukveikjarann ;)

Hvernig er það, var ég ekki að tala við þig um daginn um notaða framdempara í e36? ef svo er þá kannski fæ ég að kíkja á þá hjá þér við sama tækifæri.
Einnig vantar mig rærnar báðum megin í endan á balans stönginni sem heldur henni við stífurnar, nú eða bara stærðina á þeim þannig ég geti keypt mér svoleiðis :D

Author:  bjarkibje [ Sun 17. Mar 2013 14:30 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

Passar, heyrðu i mer sem. Fyrst annars fer eg að henda drasli

Author:  HaffiG [ Sun 17. Mar 2013 18:11 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

Nú man ég ekki hvernig þetta system virkar í e36 en ef þú læsir með hurðina opna, opnar hann sig þá ekki sjálfur eins og þú ert að lýsa? Ef svo er, þá er nóg að klippa á vírinn sem fer í sensorinn í læsingunni sem segir bílnum hvort hurðin sé opin eða lokuð.

Author:  Jökull94 [ Sun 17. Mar 2013 20:14 ]
Post subject:  Re: Vesen með rafmagn í rúðum á E36 ofl..

bjarkibje wrote:
Passar, heyrðu i mer sem. Fyrst annars fer eg að henda drasli

Vantar sígarettukveikjarann ekki, tókst að laga hann :)

En demparana gæti ég viljað.. hef samt ekki tök á að borga fyrir neina varahluti fyrr en eftir mánaðarmót :roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/