bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Húdd opnast ekki á pre-facelift e38
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60486
Page 1 of 1

Author:  1349B [ Thu 14. Mar 2013 03:01 ]
Post subject:  Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Sælir , er með 94 árgerðina af e38 740

Vandamálið er að það er eins og að barkinn sé laus því þegar ég toga í haldfangið inní bílnum þá gerist ekkert. Hef þegar prufað að losa haldfangið af og togað í vírinn manually með töng en ekkert gerist. Svo mín spurning er á þessa leið: Með hvaða krókaleiðum get ég opnað húddið? Hef þegar fjarlægt bæði nýrun en er engu nær.

Takk fyrir

Author:  1349B [ Thu 14. Mar 2013 03:04 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Kannski best að taka það fram að það er engin spenna á vírnum. Get hreyft hann fram og til baka með fingrunum.

Author:  Eggert [ Thu 14. Mar 2013 11:29 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Það eru tveir lásar sem grípa húddið og þú ættir að komast að þeim í gegn um nýrun... verður að opna báða í einu ef húddið á að losna.

Author:  1349B [ Fri 15. Mar 2013 02:44 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Eggert wrote:
Það eru tveir lásar sem grípa húddið og þú ættir að komast að þeim í gegn um nýrun... verður að opna báða í einu ef húddið á að losna.


Hmm , húddið virðist vera laust farþegamegin en pikkfast bílstjóramegin. Hvernig fer ég að því að opna lásinn?

Author:  Angelic0- [ Fri 15. Mar 2013 13:22 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

BASIC... þú þarft að brjóta plöstin á lásnum bílstjóramegin til þess að komast í trigger takkann... verður að hafa mjög svert og sterkt flatt skrúfjárn...

Author:  1349B [ Thu 21. Mar 2013 18:24 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Er einhver snillingurinn hérna sem gæti reddað þessu fyrir mig fyrir smá aur? Get komið með bílinn hvert sem er.

Author:  alpina.b10 [ Thu 21. Mar 2013 21:24 ]
Post subject:  Re: Húdd opnast ekki á pre-facelift e38

Kúbein og slaghamar :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/