bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

réttingarkallar, klesstir e46.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60457
Page 1 of 2

Author:  auðun [ Mon 11. Mar 2013 21:14 ]
Post subject:  réttingarkallar, klesstir e46.

sælir strákar, þannig er mál með vexti að ég er með 2 klessta e46 og ætla að gera úr þeim einn flottann. nú hef ég aldrei komið nálægt réttingum og vil ég að fróðari menn svari. ég veit að það er erfitt að segja til um þetta út frá myndum en þetta kannski gefur mér hugmynd.
einnig vil ég að það komi fram að ég mun fá einhvern í réttingarverkefnið ef einhver er tilbúinn í það.
tvær skelljar.

grái er ssk 320 m52tub20. ekki með topplúgu. né cruise control, digital miðstöð eða hita í sætum. en er tjónaður á afturbretti.

svarti er bsk 330 m54b30. með öllu þessu.

haldið þið að sá svarti sé viðgerðarhæfur ef þeim gráa yrði slátrað í þetta eða á ég að færa allt á milli og gera gráa beinskiptan og reyna að færa allt rafkerfi yfir. sem þýðir að það þyrfti að laga afturbrettið á þeim gráa.

einnig annað sem ég er að spá í er að spá í. ég er svo óheyrilega lélegur í ensku en kallarnir úti segja að hægt sé að swappa mótornum
en þá þurfi að nota throttle body af 320 útaf drive by wire sem eg er ekki sáttur með. kunnið Þið einhver ráð.
get ég kannski bara haft hann ssk með þessari skiptingu.
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  auðun [ Mon 11. Mar 2013 21:15 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

af hverju virka myndirnar ekki, hafa alltaf virkað af þessari síðu.

Author:  auðun [ Mon 11. Mar 2013 23:04 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

ég verð þá bara að láta þessar duga og finna aðra af gráa en hann var líka á uppboðinu fyrir um mánuði.
Image
Image

Author:  ///MR HUNG [ Tue 12. Mar 2013 00:02 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

Þetta er eitthvað sem maður rífur!

Author:  bjarkibje [ Tue 12. Mar 2013 00:48 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

ekkert að þessu tjóni, hvaða hvaða
dunda sér í þessum svarta allan daginn, ekki margir bsk 330 !

Author:  BMW_Owner [ Tue 12. Mar 2013 01:27 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

skera framnefið af gráa og sjóða framan á svarta, s.s ná öllu burtu sem er beyglað og komast á stað þar sem engin beygja er í járninu og skera þar og sama á gráa síðan sjóða saman og út að spóla.
gætir verið að þú þurfir samt að láta laga hann í bekk áður en þú færir í svona æfingar og líka er örugglega betra að taka vélina úr áður.

Author:  srr [ Tue 12. Mar 2013 02:45 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

Bíða eftir vélarvana E46 og swappa öllu í hann úr 330 :thup:

Author:  slapi [ Tue 12. Mar 2013 07:06 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

Þessi 330 ætlar greinilega ekki að fá breik

Author:  ///MR HUNG [ Tue 12. Mar 2013 10:55 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

BMW_Owner wrote:
skera framnefið af gráa og sjóða framan á svarta, s.s ná öllu burtu sem er beyglað og komast á stað þar sem engin beygja er í járninu og skera þar og sama á gráa síðan sjóða saman og út að spóla.
gætir verið að þú þurfir samt að láta laga hann í bekk áður en þú færir í svona æfingar og líka er örugglega betra að taka vélina úr áður.

Það fer vin númerið með :lol:
Vélin þarf að fara úr og þetta er hellingstjón sama hvað þið segið og ef það væri árið 2002 þá mætti hugsa um þetta en það er 2013 í dag.
Hann þarf að fara í bekk já,grindarbitinn horfir til himins og sé ekki betur en hann sé gengin yfir líka og þetta er bara gamall og lúinn Bmw sem á bara að jarða!

Author:  íbbi_ [ Tue 12. Mar 2013 11:11 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

ef ég ætlaði að standa í þessu, þá myndi ég færa allt úr svarta yfir í alveg heila skel,

þá bókstaflega allt. ekkert að mixa hlutunum saman eða neitt slíkt

Author:  Angelic0- [ Tue 12. Mar 2013 18:34 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

slapi wrote:
Þessi 330 ætlar greinilega ekki að fá breik


Ég veit ekki hvað er búið að ganga á með hann síðan sumarið 2011... en þá var hann allavega í mjög góðum höndum...

Væri gaman að vita hvað varð um ACS felgurnar undan honum :!:

Author:  Gudni85 [ Tue 12. Mar 2013 23:34 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

eg er ad vinna vid rettingar og eg er alveg sammala theim herna ad ofan. thad borgar sig ekki ad gera vid then og nan 330. Auk thess ad ef thu ert ekki med reynslu i rettingum og ætlar ad laga hann tha ertu komin i adeins of stort verk ekkert illa meint :-) en ef hinn er létttjonadur tha er bara swappa ollu a milli og laga tjonid a hinum.

Author:  BMW_Owner [ Wed 13. Mar 2013 00:06 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

///MR HUNG wrote:
BMW_Owner wrote:
skera framnefið af gráa og sjóða framan á svarta, s.s ná öllu burtu sem er beyglað og komast á stað þar sem engin beygja er í járninu og skera þar og sama á gráa síðan sjóða saman og út að spóla.
gætir verið að þú þurfir samt að láta laga hann í bekk áður en þú færir í svona æfingar og líka er örugglega betra að taka vélina úr áður.

Það fer vin númerið með :lol:
Vélin þarf að fara úr og þetta er hellingstjón sama hvað þið segið og ef það væri árið 2002 þá mætti hugsa um þetta en það er 2013 í dag.
Hann þarf að fara í bekk já,grindarbitinn horfir til himins og sé ekki betur en hann sé gengin yfir líka og þetta er bara gamall og lúinn Bmw sem á bara að jarða!


ég var að skoða myndirnar betur og ég fer að vera sammála þér, þetta er helvíti leiðinlegt tjón og líklega væri "auðveldast" að finna bara aðra skel og henda þessu dóti í hana :P

Author:  arntor [ Wed 13. Mar 2013 07:49 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

tjón uppá lágmark milljón-1200þús ef það á að laga almennilega, segi eins og hinir finndu betri skel til að flytja þetta í. sennilega mun betra að skipta um eða rétta afturbretti á hinum bílnum.

Author:  auðun [ Wed 13. Mar 2013 11:42 ]
Post subject:  Re: réttingarkallar, klesstir e46.

ánægður með þessar umræður. er í miklum pælingum. og nei ég færi aldrei í það að rétta sjálfur., enda algjört noob í bodyviðgerðum.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/