bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skynjaravesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=60108
Page 1 of 1

Author:  AronT1 [ Mon 18. Feb 2013 09:57 ]
Post subject:  Skynjaravesen

Ég er í smá veseni með sveifarásskynjarann..

Bílinn var erfiður í október á síðasta ári og lét ég lesa af honum, þá kom i ljós að þetta sé sveifarrásskynjarinn, ég skipti um hann og billinn var góður i um 2 og halfan mánuð þá kom upp sama vandamál. Missir afl og leiðinlegur í gang og svona... for til Barteks og hann las af honum og aftur kom þetta svefarásskynjara vesen, let mig hafa það og skipti aftur um skynjara, virkaði í um 2 vikur þá fór allt í sama ferli, for i gær aftur til Barteks og sama villa... sveifarásskynjari. Keypti báða skynjarana í TB sem eru ekki OEM skynjarar, hefur það eitthvað að segja eða veit einhver hvað er að valda þessu rugli?

Author:  rockstone [ Mon 18. Feb 2013 10:04 ]
Post subject:  Re: Skynjaravesen

Maður veit aldrei með þetta aftermarket dót hvað það endist lengi....

Author:  Danni [ Mon 18. Feb 2013 11:12 ]
Post subject:  Re: Skynjaravesen

Ég keypti einusinni aftermarket súrefnisskynjara í TB og þeir settu hann í. Entist í nokkrar vikur. Keypti aftermarket frá N1 og sá skynjari var ennþá í lagi nokkrum árum seinna þegar bíllinn tjónaðist hjá eflaust þriðja eiganda eftir mér.

Author:  ömmudriver [ Mon 18. Feb 2013 17:47 ]
Post subject:  Re: Skynjaravesen

Frá hvaða framleiðanda eru þessir sveifarásskynjarar hjá T.B.?
Og hver framleiðir OEM skynjaran?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/