bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stólpúðafóðring!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6006
Page 1 of 1

Author:  Ibzen [ Thu 13. May 2004 17:38 ]
Post subject:  Stólpúðafóðring!!

Er mikið mál að skipta um stólpúðafóðringu að aftan á e36 bíl?

Author:  Ibzen [ Thu 13. May 2004 22:01 ]
Post subject: 

Hvað seggiði enginn sem veit nokkuð um þetta?

Author:  Jonni s [ Thu 13. May 2004 22:44 ]
Post subject: 

Ég varð vitni af því þegar skipt var um svona fóðringu í bílnum mínum, virtist ekkert rosalega flókið, held að það þetta sé meira spurning um réttu græjurnar. Lyftu og svol..

Author:  Ibzen [ Thu 13. May 2004 22:50 ]
Post subject: 

Ætli það sé ekki nóg að hafa bara tjakk?

Author:  Bjarki [ Thu 13. May 2004 23:42 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei heyrt þetta nafn áður! En ég hef skipt um öll gúmmí/fóðringar sem hægt er að skipta um að aftan í E36 og það er ekkert voðalega mikið mál en maður þarf að eiga pressu eða fara með draslið og láta pressa í fyrir sig. Maggi í start hefur pressað í fyrir mig og TB líka.

Author:  jonthor [ Fri 14. May 2004 07:06 ]
Post subject: 

Eru þetta ekki fóðringarnar sem festast á "wishbone" að aftan? Eins og ég segi myndi ég láta gera þetta fyrir mig ef þú átt ekki góðar græjur. Það er erfitt að ná gömlu fóðringunum út.

Author:  Bjarki [ Fri 14. May 2004 08:26 ]
Post subject: 

Það er nú minnsta málið að ná þessu úr, það er bara járnsög og borvél sem þarf í það og svo pússar maður yfir með grófum sandpappír og þá er allt tilbúið fyrir nýju fóðringuna.

Author:  jonthor [ Fri 14. May 2004 08:32 ]
Post subject: 

ok

Author:  Ibzen [ Fri 14. May 2004 18:17 ]
Post subject: 

ég er búinn að kaupa nýja fóðring og er að vinna í þessu núna og ég er bara með tjakk. En gæinn uppí TB sagði að það væri alveg hægt bara slá fóðringuna úr með hamri!! So wish me luck!

Author:  Ibzen [ Fri 14. May 2004 21:59 ]
Post subject: 

jæja nú er ég búinn að rífa þetta í sundur, og taka gömlu fóðringuna úr en váá það er fokk erfitt að koma nýja draslinu í!!! Eikker ráð við því????

Author:  Ibzen [ Sat 15. May 2004 15:54 ]
Post subject: 

Haldiði að kallin sé ekki búin að þessu og þetta virkar sona vel!!
Sparaði þarna góðan 5000 kall sem hefði kostað að láta setja þetta í sem er mjög gott! :D

Author:  RA [ Sat 15. May 2004 16:59 ]
Post subject: 

Til hamingju með sjálfskaparviðleitnina :clap: og haltu í hana, hún er fágæt í dag :-({|=

Author:  mmccolt [ Fri 28. May 2004 09:07 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Ég hef aldrei heyrt þetta nafn áður! En ég hef skipt um öll gúmmí/fóðringar sem hægt er að skipta um að aftan í E36 og það er ekkert voðalega mikið mál en maður þarf að eiga pressu eða fara með draslið og láta pressa í fyrir sig. Maggi í start hefur pressað í fyrir mig og TB líka.


þessi fóðring er einnig kölluð boddýpúði, TB kallar þetta stólpúða fóðringu, persónulega hafði ég aldrei heyrt um þetta minnst fyrr en á heimasíðuni þeirra

Author:  Friðrik [ Fri 28. May 2004 16:54 ]
Post subject: 

ég þarf einmitt að fara gera þetta í e30inum mínum en er að spá hvort að þetta sé ekki mjög svipað. annars væri mjög þægilegt ef einhver gæti lýst verkinu skref fyrir skref.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/