bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fyrir og Eftir :)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5992
Page 1 of 2

Author:  gunnar [ Wed 12. May 2004 23:34 ]
Post subject:  Fyrir og Eftir :)

Mig langaði bara að pósta 2 myndum hérna af húddinu hjá mér :) Margir kvörtuðu um vélarþvott og þetta er afreksturinn, ekki nóg þrifið útaf tímaleysi en þetta ætti að gefa smá sýn á muninn! ( hann var nefnilega orðinn VEL skítugur! :)


FYRIR!

Image

EFTIR!

Image

Author:  Chrome [ Wed 12. May 2004 23:35 ]
Post subject: 

hahaha það munar soldið ;) vel gert :clap:

Author:  BMW3 [ Wed 12. May 2004 23:37 ]
Post subject: 

hahahahaha ég sé bara helvíti vel í gegnum smásjána hahaha

Author:  gunnar [ Wed 12. May 2004 23:45 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
hahahahaha ég sé bara helvíti vel í gegnum smásjána hahaha


huh ?

Author:  BMW3 [ Wed 12. May 2004 23:47 ]
Post subject: 

hei cool maður takk fyrir að stækka myndina þetta er helvíti vel þrifið hjá þér gunnar og haltu bílnum svona hreinum :)

Author:  jonthor [ Thu 13. May 2004 07:08 ]
Post subject: 

Glæs, svona á þetta að vera :D

Author:  XenzeR [ Thu 13. May 2004 14:18 ]
Post subject: 

Segðu okkur svo hvaða efni þú notaðir ?

Author:  fart [ Thu 13. May 2004 14:19 ]
Post subject: 

ég hefði aldrei sýnt "fyrir" myndina.. helvítis sóði ertu gunni.

Author:  XenzeR [ Thu 13. May 2004 14:39 ]
Post subject: 

fart wrote:
ég hefði aldrei sýnt "fyrir" myndina.. helvítis sóði ertu gunni.


hehe,

Þú myndir þá fá áfafall ef þú sæjir vélarhúsið mitt

Author:  gunnar [ Thu 13. May 2004 14:56 ]
Post subject: 

XenzeR wrote:
Segðu okkur svo hvaða efni þú notaðir ?


Ég breiddi yfir það mikilvægasta með matarfilmu, úðai svo tjöruhreinsi á vélina og nuddaði svo aðeins.. Svo sprautaði ég af með háþrýstidælu..

og fart, ég var að fá þennan bíl, og hann var svona þegar ég fékk hann..

Author:  bebecar [ Thu 13. May 2004 16:32 ]
Post subject: 

ISSSSS - maður á að nota bílana - ekki vera í sífellum þrifum :naughty:

Author:  Heizzi [ Thu 13. May 2004 16:51 ]
Post subject: 

Ég hef nú bara einu sinni strokið af vélinni hjá mér, hún verður bara ekkert skítug hjá mér.

Kannski keyri ég svona lítið... hmm já þegar ég fer að hugsa út í það þá er ég búinn að keyra svona 11.000-12.000 km síðasta árið, það er nú ágætlega undir meðallagi er það ekki...

Author:  gunnar [ Thu 13. May 2004 16:57 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
ISSSSS - maður á að nota bílana - ekki vera í sífellum þrifum :naughty:


Það er nú ekki eins og það taki langann tíma að strjúka aðeins af vélinni.. + Hann er sætari svona :)

Author:  Stefan325i [ Thu 13. May 2004 19:33 ]
Post subject: 

ég hef tekið hluti af vélin hjá mer til að pólera þá og þrífa með tannbusta :?

Já maður getur verið svoldið klikkaður.

Sandpappír slipol og þolinmæði :roll:
Image

Og þegar maður er búinn þá getur maður opnað huddið til að sína stoltur :)
Image

Author:  gunnar [ Thu 13. May 2004 20:10 ]
Post subject: 

Helvíti flott hjá þér ! :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/