bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

320d e46 Vélin hitnar ekki ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59853
Page 1 of 1

Author:  arnarb [ Wed 30. Jan 2013 21:10 ]
Post subject:  320d e46 Vélin hitnar ekki ?

Var að fá í hendurnar 320d 2003 model. Það er sama hvað hann er lengi í gangi, hann bara hitnar ekki, nálin fer píkuhári hærra en bláa strikið á mælinum þegar hann er sem "heitastur" er annars bara í bláa svæðinu. Það kemur volgur ilur úr miðstöðinni, en engin alvöru hiti

Það er víst búið að skipta um vatnslás í honum. TB létu mig athuga hvort það væri loft á kerfinu, en svo var ekki. Er þetta spurning með kúpplinguna á milli viftu og vélar eða hvað....Einhverjar hugmyndir ???

Author:  GudmundurGeir [ Wed 30. Jan 2013 22:43 ]
Post subject:  Re: 320d e46 Vélin hitnar ekki ?

Taktu viftukúplinguna af með spaðanum og öllu ... ekkert mál og hann funhitnar og er fínn :) ég henti henni í bara því ég var að skipta. Hann ofhitnaði aldrei svoleiðis, en samt þarf auðvitað að fylgjast betur með hitanum á honum.

( hendi króknum í póst sem fyrst, er ekki búinn að því :oops: )

Author:  Dóri- [ Wed 30. Jan 2013 22:47 ]
Post subject:  Re: 320d e46 Vélin hitnar ekki ?

er ekki búnaður í þessu sem er eins og rúllugardína sem lokar fyrir vatnskassann þegar honum er kalt ?

nr 3

http://realoem.com/bmw/showparts.do?mod ... g=17&fg=05

Author:  Garðar Rafns [ Fri 01. Feb 2013 18:56 ]
Post subject:  Re: 320d e46 Vélin hitnar ekki ?

Lenti í þessu sama , þá stóð vatnslásinn fyrir ERG ventilin opin og hann gekk skítkaldur. vatnslásinn er no 8 á síðunni sem linkurinn vísar á.

http://bmwfans.info/parts/catalog/E46/T ... n_cooling/

Author:  Alpina [ Sat 02. Feb 2013 10:37 ]
Post subject:  Re: 320d e46 Vélin hitnar ekki ?

Er henni ekki bara kalt ........... :mrgreen:

Author:  Orri Þorkell [ Sat 02. Feb 2013 14:20 ]
Post subject:  Re: 320d e46 Vélin hitnar ekki ?

Garðar Rafns wrote:
Lenti í þessu sama , þá stóð vatnslásinn fyrir ERG ventilin opin og hann gekk skítkaldur. vatnslásinn er no 8 á síðunni sem linkurinn vísar á.

http://bmwfans.info/parts/catalog/E46/T ... n_cooling/


mundi líka giska á þetta, lang algengasta vandamálið í kælikerfinu á diesel bmw, mjög sjaldan sem aðal vatnslásinn klikkar. Mjög easy að skipta um þetta, minnir að þetta hafi kostað eitthvað í kringum 8 þús hjá BL

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/