bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bensíneyðsla. N42B20 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59758 |
Page 1 of 1 |
Author: | íbbi_ [ Thu 24. Jan 2013 10:56 ] |
Post subject: | Bensíneyðsla. N42B20 |
Eitthvað finnst mér nú minn kæri 318 bíll farinn að verða helst til drykkfelldur. mér hefur skylist á öðrum eigendum slíkra bíla að undir 10l sé ekki óraunhæft innanbæjar í rvk, í langkeyrslu hef ég mælt hann í um 7.5l ég spáði lítið í eyðsluni á honum til að byrja með, og fannst hún lítil að undanförnu hefur mér hinsvegar farið að rýrna dáldið kílómetratalan sem ég er að ná. en ég er að fara rúma 450km innanbæjar á tanknum (60l) en það erum 13l 13l er 2l meira en E39 bíllinn minn var í og 4l meira en CLK200 og getur nú ekki talist í lagi, það er ekki hægt að kenna aksturslagi um, get talið skiptin á fingrum annarar handar sem ég hef gefið honum eitthvað inn af ráði. hafa menn heyrt um N42 með drykkjustæla sem þessa? kerti/loftsía virðast í fínu lagi, engin vélarljós. bíllinn gengur óaðfinnanlega mbk ívar |
Author: | reynirdavids [ Thu 24. Jan 2013 12:15 ] |
Post subject: | Re: Bensíneyðsla. N42B20 |
ég keypti rándýrann innspýtingarhreinsi á e90 hjá stillingu um daginn, kostaði alveg um 4þ en gerði það að verkum að vélarljósið slökknaði (oxygen skynjari) og er ekki frá því að eyðslan hafi minnkað aðeins. |
Author: | íbbi_ [ Thu 24. Jan 2013 12:32 ] |
Post subject: | Re: Bensíneyðsla. N42B20 |
engin vélarljós hjá mér. engin ógangur, |
Author: | reynirdavids [ Thu 24. Jan 2013 13:21 ] |
Post subject: | Re: Bensíneyðsla. N42B20 |
íbbi_ wrote: engin vélarljós hjá mér. engin ógangur, Nei engin ógangur hjá mér heldur, lét lesa bílinn og vélarljósið var logandi útaf því að oxygen skynjarinn var orðin "slappur" Annars vinnur innspýtingarhreinsirinn á spíssa og inntaksventla. gæti hreinsað eitthvað til hjá þér ![]() |
Author: | Navigator [ Sat 26. Jan 2013 21:01 ] |
Post subject: | Re: Bensíneyðsla. N42B20 |
við skiptum um kerti og vatnslás í 318i 2003 bíl bróður minns um daginn, aksturstölvan segir um lítranum minni eyðslu (11L/100km) og mun sneggri að hitna, þetta tók 2 klst með blaðri og kostaði tæpar 20þkr (vatnslás 13þkr í TB og kerti 5þkr ca). money well spent I´d say ![]() og svo moli dagsins; 80-90% af sliti vélar gerast fyrstu mínúturnar meðan vélin er köld, fyrst að það eru svo margir sem vita þetta, eru menn ekki almennt með vélahitara í bílnum sínum ? (leoemm.com og Siggi sía vélfræðikennari vélskólans) |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |