bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Facelift lykill batteríslaus
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59647
Page 1 of 1

Author:  Manace [ Fri 18. Jan 2013 11:49 ]
Post subject:  Facelift lykill batteríslaus

Er einhver önnur leið til þess að geta notast við takkana til að nota við samlæsingarnar heldur en að kaupa nýjann lykil í BL á 52.000?
ath. Lykillinn virkar fínt til að opna í sílsinum og keyra.

Takktakk

Author:  rockstone [ Fri 18. Jan 2013 12:43 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

þessi?
Image

það er sagt að það sé ekki hægt að skipta um batterí, hann er allavega ekki opnanlegur nema kannski saga hann í sundur :S

Author:  ppp [ Fri 18. Jan 2013 17:44 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Þessir lyklar eiga að hlaðast í svissinum.

Er þetta varalykill sem er búinn að sitja ónotaður lengi? Ef svo er þá veistu hvað þú getur prufað.

Author:  Manace [ Fri 18. Jan 2013 23:40 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Já lykilinn á að hlaðast í svissinum en eftir x mikinn tíma þá hættir hann að hlaðast og þá þarf að kaupa nýjann.
Ég sá eitt DIY myndband á youtube en satt að segja þá er ég ekki hrifinn af því að opna lykilinn uppá annað inn í honum og
sitja svo kannski uppi með ónýtan lykil og bílinn kyrrstæðan á meðan ég bíð eftir nýjum lykli.

Vita menn um einhverja farsæla lausn á þessu án þess að tapa handlegg?

Author:  srr [ Sat 19. Jan 2013 00:04 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Er ekkert óþægilegt að þurfa að beygja sig alltaf til að opna í sílsinum ? :D

Author:  eiddz [ Sat 19. Jan 2013 01:28 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Einhverntíman las ég að það væri hægt að hafa lykilinn í yfir nótt eða aðeins lengur með svissað á pos. 1

Author:  AH 83 [ Sat 19. Jan 2013 16:29 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Þessa lykla er hægt að opna en þegar búið er að opna þá er þar hleðslubatterí sem er með áfastri spöng á, lóðuð í prentlötuna hehehe voða gaman en það er gæi sem ég þekki lítillega sem sagðist vera að fá svona batterí en hann verður að gera þetta soldið mikil míkró vinna, mig minnir að hann sé neðst á suðurlandsbrautinni eða þar sem laugarvegurinn tekur við. lykillinn þarf ekki að vera ónýtur ekki nema senderunit sé toast en þú finnur ekki útúr því nema fá batt hehe

Author:  gunnar695 [ Sat 19. Jan 2013 21:47 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus


Author:  Jón_Stef [ Tue 22. Jan 2013 04:49 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Sæll,
Þetta gerðist með aukalykill hjá mér, það sem að ég gerði var að ég keyrði með lykilinn í dágóðan tíma og svo kóðaði ég hann aftur við bílinn og virkaði hann flott eftir það;)
Ég man ekki alveg hvernig ég kóðaði hann en þetta var einhvað opna , læsa halda takka inni og starta ekkert mál, googlaðu hvernig á að kóða lykilinn áður en þú ferð að opna og kanski skemma lykilinn;)
vona að þetta hjálpi einhvað.
kv
Jón Stefán

Author:  ömmudriver [ Tue 22. Jan 2013 04:52 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Jón_Stef wrote:
Sæll,
Þetta gerðist með aukalykill hjá mér, það sem að ég gerði var að ég keyrði með lykilinn í dágóðan tíma og svo kóðaði ég hann aftur við bílinn og virkaði hann flott eftir það;)
Ég man ekki alveg hvernig ég kóðaði hann en þetta var einhvað opna , læsa halda takka inni og starta ekkert mál, googlaðu hvernig á að kóða lykilinn áður en þú ferð að opna og kanski skemma lykilinn;)
vona að þetta hjálpi einhvað.
kv
Jón Stefán



Jón Stefán klikkar ekki á því :thup:

Author:  Jón_Stef [ Tue 22. Jan 2013 16:02 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

\:D/ Auðvitað ekki :D

Author:  Manace [ Wed 23. Jan 2013 20:31 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

Takk kærlega, ég ætla að prufa þetta.

srr wrote:
Er ekkert óþægilegt að þurfa að beygja sig alltaf til að opna í sílsinum ? :D


Jú þetta er alveg hrikalegt ástand...
Það er samt mest pirrandi við þetta þegar sílsinn er stífur í kuldanum miðað við að ýta bara á takka.

Author:  íbbi_ [ Wed 23. Jan 2013 20:49 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

ef fyrra svar þitt er kaldhæðni biðst ég forláts.

ef ekki benti ég þér á að að þú ert að rugla saman hurðacylinder (skrá) og sílsaImage

Author:  Manace [ Fri 25. Jan 2013 16:28 ]
Post subject:  Re: Facelift lykill batteríslaus

:santa:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/