bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ræðum aðeins olíuleka N42
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59561
Page 1 of 1

Author:  BirkirB [ Sat 12. Jan 2013 22:07 ]
Post subject:  Ræðum aðeins olíuleka N42

Hef lesið að þessi vél haldi ekki olíu á ýmsum stöðum. O-hringir á vacuumdælu, ventlalokspakkning, o-hringur á vatnsdælu, áfylling fyrir smurolíu, pönnupakkning og jafnvel sveifaráspakkning.
Hefur einhver hérna lent í þessu og var eitthvað gert til að fyrirbyggja þetta?

Það var olíusmit á vél hjá mér á allri pönnunni og upp að ventlalokinu og í kringum öll trissuhjól, gírkassinn var líka olíusmitaður við converterinn. Ég þreif hana og keyrði smá en hef ekki séð neitt ennþá nema í kringum pönnuna og gírkassa. Vesen...var að vonast til þess að þetta væri bara þessi vacuumdæla.

Author:  Axel Jóhann [ Sat 12. Jan 2013 22:17 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Allar þessar vélar sem ég hef átt við hafa verið míglekar

Author:  BirkirB [ Sat 12. Jan 2013 22:19 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Það virðist vera rétt... Sá að sumir eru ekkert að skipta sé mikið af þessu, bæta bara á olíu reglulega...

Author:  Alpina [ Sat 12. Jan 2013 23:01 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Þetta nýja dót,,,, :biggrin: :whistle:

Author:  Axel Jóhann [ Sun 13. Jan 2013 02:32 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Alpina wrote:
Þetta nýja dót,,,, :biggrin: :whistle:




Segðu!........

Author:  Navigator [ Sun 13. Jan 2013 10:29 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

fyrst þessi þráður er mættur þá á bróðir minn 2003 árgerð af 318i og það hefur farið olía inná vaccumkútinn, (við skiptum um hann í fyrra eftir að bremsurnar voru orðnar leiðinlegar) og ég var ekki að átta mig á að það væri vaccumdæla á bensínbíl svo það fór bara á hold.

getur verið að leka smurolía gegnum vaccumdæluna eða réttara sagt, er það eitthvað sem þið kannist við vélamenn ?

Eðalbílar amk könnuðust ekki við svona vandamál.

Author:  BirkirB [ Sun 13. Jan 2013 14:53 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Já, það er víst algengt vesen á n42. Það eru tveir o-hringir sem fara að leka, annar þéttir dæluna sjálfa saman og hinn þéttir hana við heddið.

http://www.bmwland.co.uk/forums/viewtopic.php?f=4&t=134590&p=1128575

Author:  bErio [ Sun 13. Jan 2013 16:28 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins olíuleka N42

Allir þessir hringir eru til i BL

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/