bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 10:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 08. Jan 2013 20:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 08. Jan 2013 18:25
Posts: 1
Location: Copenhagen, Denmark
Sæl öll, ég hef ekki skrifað hér áður ee ákvað að láta á það reyna hvort svar við vandamáli mínu finnist á Íslandinu.

Þannig er að ég er með E36 bíl árgerð 1994 og var hann upphaflega 316i en ég skipti um mótor þar sem sá fyrri gaf sig og setti 318is mótor í staðin út 1995 bíl. Frábærar breytingar hvað kraft varðar og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.

Svo byrjar smá vandamál, núna rétt fyrir jólinn er ég að bakka út úr innkeyrsluni og hálfa leið út þá dó bíllinn og vildi ekki í gang aftur. Þar sem ég var á leið til Íslands yfir jólinn (er búsettur í Danmörk) þá ákvað ég að láta þetta bíða þar til ég kæmi til baka, nú er ég kominn og vandamálið er ennþá...... :)

Það lýsir sér svona, engin straumur kemur að bensín pumpuni, ég er búinn að beintengja hana og hún er í lagi (við beintengingu þá fer bíllinn í gang og allt virkar), öryggið er í lagi (Fuse nr. 18 (15A)) en engin straumur á því við mælingu, Fuel pump relayið er í lagi og Engine control relay (bæði testuð í öðrum bíl). Straumleiðningin frá öryggja boxt og að pumpu er í lagi en samt er engin straumur á pumpuna.

Er eitthver sem hefur lent í svipuðu ???


Bestu kveðjur frá Danmörk.
Hörður Helgason


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 09. Jan 2013 00:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Mar 2005 16:35
Posts: 2042
hef lent í svona með ónýtt fuel pump reley, ertu búinn að próf að beintengja það og sjá hvað skeður. þá ertu búinn að útiloka það. væri líka sniðugt að skipta um öryggi, stundum er eins og þau séu í lagi en eru samt ónýt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 09. Jan 2013 18:58 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
útleiðsla eða léleg jörð ?

er með relay (glow plug) í höndunum sem hagaði sér svipað, allt í lagi, spenna 12V að kertum en enginn straumur, öryggi í lagi og allar mælingar fínar, tók allt í sundur og þá var klemmdur vír að kertum og skammhlaup en samt brann öryggið ekki yfir, relayið sló inn og út einsog á að vera en svo virðist að þegar skammhlaupið var við lokun relaysins að það sjálft hafi smollið út, einhverskonar vörn.

just a thought.....

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group