bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Rúðupiss + skoðun https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59453 |
Page 1 of 1 |
Author: | Páll Ágúst [ Sun 06. Jan 2013 07:32 ] |
Post subject: | Rúðupiss + skoðun |
Hefur það áhrif á skoðun ef að rúðupiss gæjarnir eru stíflaðir/bilaðir? |
Author: | Danni [ Sun 06. Jan 2013 08:05 ] |
Post subject: | Re: Rúðupiss + skoðun |
Þeir geta sett útá það já. Það hefur veirð misjafnt hvort skoðunarmennirnir hafa athugað rúðupissið á bílum hjá mér. |
Author: | srr [ Sun 06. Jan 2013 13:03 ] |
Post subject: | Re: Rúðupiss + skoðun |
Þeir geta nú varla mikið sagt ef rúðupissdunkurinn er tómur ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sun 06. Jan 2013 22:01 ] |
Post subject: | Re: Rúðupiss + skoðun |
srr wrote: Þeir geta nú varla mikið sagt ef rúðupissdunkurinn er tómur ![]() Jú, þeir geta gefa þér athugasemd út á það sem getur leitt til endurskoðunnar ef aðrar athugasemdir bætast með í hópinn. |
Author: | srr [ Sun 06. Jan 2013 23:03 ] |
Post subject: | Re: Rúðupiss + skoðun |
Réttilega getið hjá Arnari,,,,,,, Skv reglugerð er þetta svona: http://www.us.is/files/Sto%C3%B0rit%201%202012.pdf Blaðsíða 4: 1.2 RÚÐUSPRAUTA 1.2.1 Reglugerðarákvæði 1.2.1.1 Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 09.10 Bifreið. (3) Á bifreið skulu vera rúðusprautur til þess að væta framrúðu þannig að rúðuþurrkur geti hreinsað hana. 09.11 Fólksbifreið. (5) Búnaður til þess að hreinsa framrúðu fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/318 með síðari breytingum. 1.2.2 Túlkanir og athugasemdir: 1.2.2.1 Varðar rúðusprautur Ákvæði um rúðusprautu tók gildi í fyrsta sinn 1. mars 1988. Bifreiðir sem skráðar eru fyrir þann tíma og eru búnar rúðusprautum skulu hafa búnaðinn í lagi, þ.e. dæma skal í samræmi við Skoðunarhandbók þrátt fyrir að ekki sé gerð krafa um slíkan búnað í bifreiðum fyrir þann tíma. 1.2.3 Verklýsingar 1.2.3.1 Virkni Rofi fyrir rúðusprautu athugaður. 1.2.4 Skilgreiningar á dæmingum Sjá skoðunaratriðahluta Skoðunarhandbókar |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |