bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Miðjuhringir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5935
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Mon 10. May 2004 10:50 ]
Post subject:  Miðjuhringir

Mig vantaði miðjuhringi til þess að setja felgur með 74mm innanmál á bíl "sem vill" felgur með 72,5mm í innanmál. Þ.e. e39 felgur á e34/e32. Ég fór í fyrirtæki sem heitir Renniverkstæði Ægis, Lynghálsi 11, 110 Rvk. En þeir smíða svona hringi í einhverju magni m.a. fyrir Hjólbarðahöllina. Uppgefið verð var 400-500kr pr stk og þeir gátu klárað þetta samdægurs. Ég kom daginn eftir og hringirnir voru tilbúnir og þeir vildu 1000kr fyrir alla fjóra hringina.
Ég var mjög sáttur og gekk út með bros á vör. Veit ekki hvort þeir voru í svona góðu skapi eða hvað en þetta er góð þjónusta.
B&L eru víst að selja þessa hringi (4 stk) á 3000 kr með Kraftsafslætti :?

Ég vil taka það fram að ég tengist þessu fyrirtæki ekki á neinn hátt og hef ekki neina hagsmuni af þessum pósti bara að benda mönnum á þessu þjónustu.

Author:  Jss [ Mon 10. May 2004 11:59 ]
Post subject: 

Að vísu kosta hringirnir hjá okkur 2700 kr. með afslættinum, virðist eitthvað hafa skolast til í tölvunni hjá mér þegar ég sendi þér verðið á þeim, en mjöög góður prís á þessu hjá þeim núna. :?

Author:  srr [ Mon 10. May 2004 20:10 ]
Post subject: 

Hmm, 3000 kr. er soldið mikið eingöngu fyrir hringina.
Við erum að selja AEZ felgur í vinnunni og settið sem fylgir þeim (rær+hringir) kostar um 3000 kr, það er allavega með rónnum....

Author:  srr [ Mon 10. May 2004 20:10 ]
Post subject: 

Getur hann smíðað hringi fyrir hvaða felgur sem er og fyrir hvaða hub sem er?

Author:  Bjarki [ Mon 10. May 2004 20:27 ]
Post subject: 

srr wrote:
Getur hann smíðað hringi fyrir hvaða felgur sem er og fyrir hvaða hub sem er?

Það finnst mér líklegt ég gaf þeim bara innan- og utanmál. Þeir hljóta að gera þetta í tölvustýrðum rennibekk.

Author:  Svezel [ Mon 10. May 2004 21:07 ]
Post subject: 

Mig vantar einmitt svona hringi, best að kíkja á þetta.

Alltaf gott að fá góðar upplýsingar

Author:  Twincam [ Tue 11. May 2004 05:51 ]
Post subject: 

Vitiði hvað málið er á E30?

Láta gamla karlinn þá renna svona fyrir mig snöggvast... FRÍTT! 8)

Author:  Svezel [ Tue 11. May 2004 07:49 ]
Post subject: 

Það er 57.1mm á E30 (ekki M3)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/