bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá hjálp
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5920
Page 1 of 2

Author:  gunnar [ Sun 09. May 2004 18:37 ]
Post subject:  Smá hjálp

Sælir drengir, það er eitt að hrella mig varðandi nýja bílinn hjá mér, hann lekur eitthverri olíu á stæðið hjá mér, (fucking drulla) og ég er ekki alveg viss hvað þetta er. Mig grunar að þetta sé skiptingardót jafnvel. Er eins og ég sagði ekki alveg viss, það er olía alveg fremst á bĺinum, undir stuðaranum eiginlega.

Tók nokkrar myndir, vélin varð batteríslaus áður en ég náði að taka fleirri þannig þessar verða að duga, tók líka myndi af húddinu hjá mér, kannski þið væruð til í að gera hring utan um þar sem maður athuga með skiptingarolíu/vökva ?

Image

Image

Image

Image

Image


Image

Minni myndir komnar :wink: :wink:

Author:  GK [ Sun 09. May 2004 18:50 ]
Post subject: 

Eins gott að þetta eru ekki stærstu myndir í heimi :lol:

Author:  Leikmaður [ Sun 09. May 2004 19:44 ]
Post subject: 

..það mætti nú alveg fara að strjúka af vélinni ;)

Author:  gunnar [ Sun 09. May 2004 20:31 ]
Post subject:  Re: Smá hjálp

gunnar wrote:
Og já, ekki nefna neitt um vélarþvott!! ég á eftir að þvo hann almennilega :twisted: :twisted:

Author:  force` [ Sun 09. May 2004 21:02 ]
Post subject: 

þetta eru svo stórar myndir að mig svimar við að reyna að sjá eitthvað af þessu.....
nenniru ekki að minnka myndirnar þannig að þær passi svona ca inní skjáinn hjá manni án þess að þurfa að scrolla í nokkrar mín :?

Author:  gunnar [ Sun 09. May 2004 21:47 ]
Post subject: 

Án þess að móðga neinn þá er mér nú eiginlega slétt sama um hvaða stærð er á þessum myndum þar sem ég hef meiri áhyggjur af bílnum hjá mér. Hvort það leki eitthver glussi eða eitthvað. Ég veit það ekki.. :cry:

Og ég er að nota linux þannig ég er ekki með photoshop til að minnka þetta, er með forrit í linux sem er svipað en er ekkert alltof klár á það, þannig ef eitthver nennir þá má hann alveg minnka þetta

Vonandi tekur enginn þessu nærri sér. Bara hræddur um elskuna mína

Author:  Heizzi [ Sun 09. May 2004 22:27 ]
Post subject: 

Smá ábending gunnar, alltaf þegar einhver spyr um e-h svona í Tæknilegar umræður þá eru yfirleitt komnar nokkrar hugmyndir um hvað gæti verið að, mjög fljótlega.

Það er ekki lengi gert að minnka myndir, þekki nú ekki mikið inn á Linux, en ég veit fyrir víst að það er hægt að minnka myndir í hinu algjörlega basic myndvinnsluforriti Paint, einnig er það hægur leikur í ACDSEE... ætti ekki að vera mjög flókið í Photoshop heldur...

Ég held einfaldlega að menn nenni ekki að pæla í þessum myndum þegar þær eru svona fu**** HUGE, ég meina ég er með upplausnina 1920x1440 og ég þarf aðeins að scrolla... :o

Ekki taka þessu illa, skil alveg að þú sért stressaður yfir bílnum þínum en í guðanna bænum....

... HELP US HELP YOU :!: :wink:

Author:  iar [ Sun 09. May 2004 23:15 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Og ég er að nota linux þannig ég er ekki með photoshop til að minnka þetta, er með forrit í linux sem er svipað en er ekkert alltof klár á það, þannig ef eitthver nennir þá má hann alveg minnka þetta


Minnka myndina niður í 25% af upprunalegri stærð:

Code:
convert -geometry 25% stormynd.jpg litilmynd.jpg


Og í gimp þá er það undir Image -> Scale.

Það er líka eitt við svona stórar myndir að texti skiptist ekki á milli lína og það nenna ekki margir að skrolla hægri-vinstri bara til að lesa textann.

Minnkaðu þetta og þá ertu í góðum málum því ég er nokk viss um að einhver hefur hugmynd hvað er að. :-)

Author:  jonthor [ Mon 10. May 2004 07:11 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara standard pakkdósarleki? Ef svo er þá þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur, þarft bara að fylgjast vel með að það sé nóg af olíu í pakkdósinni og láta síðan skipta um hana þegar þú hefur tíma.

Author:  gunnar [ Mon 10. May 2004 07:20 ]
Post subject: 

Hvar sé ég olíuna í pakkdósinni ?

Author:  gunnar [ Mon 10. May 2004 18:58 ]
Post subject: 

Búinn að minnka myndirnar, vonandi hjálpar þetta ykkur..

Ég er að hugsa um að kíkja með bílinn annars niður í T.B á morgun ef ég fæ ekkert að vita

Author:  Bjarki [ Mon 10. May 2004 20:31 ]
Post subject: 

Ég heyrði það einu sinni að maður ætti að þvo vélina vel til að staðsetja olíuleka held það sé mjög sniðug aðferð. Þegar svo allt er orðið hreint þá er bara að fylgjast vel með öllu og sjá hvar rót vandans liggur.
Það er allt í lagi með bílinn ef það er nóg af öllum vökvum og ekkert aðvörunarljós.

Author:  RA [ Mon 10. May 2004 23:25 ]
Post subject: 

Fáðu þér bara Benz næst 8)

Author:  Haffi [ Mon 10. May 2004 23:48 ]
Post subject: 

RA wrote:
Fáðu þér bara Benz næst 8)


ef þú hefur ekkert gáfulegt til málana að leggja.. ÞEGIÐU ÞÁ! :twisted:

Author:  gunnar [ Tue 11. May 2004 00:18 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
RA wrote:
Fáðu þér bara Benz næst 8)


ef þú hefur ekkert gáfulegt til málana að leggja.. ÞEGIÐU ÞÁ! :twisted:


Guð minn góður hvað ég er sammála þér Haffi minn...

Steinhaltu þér bara saman!!! :D hehehe nei nei ég segi svona :) Mig langar því miður bara ekki rassgat í bEnz.. ( ekki alla vega þangað til ég er orðinn 50 ára )

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/