bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
'99 E39 540, miðstöð bílstjóramegin köld, farþegamegin heit! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59143 |
Page 1 of 1 |
Author: | geirisk8 [ Wed 05. Dec 2012 18:49 ] |
Post subject: | '99 E39 540, miðstöð bílstjóramegin köld, farþegamegin heit! |
Hefur einhver lent í því að miðstöðin í E39 taki upp á að blása heitu og góðu lofti farþegamegin en bílstjóramegin kemur bara kalt (já eða alveg öfugt)? Það sem gerist hjá mér er að vélin hitnar og er við rétt hitastig en bílstjóramegin kemur einungis kalt loft, alveg sama hvað ég reyni og fikta í miðstöðvarstillingunum. Miðstöðin helst alltaf heit og góð farþegamegin og svo kemur fyrir af og til að miðstöðin hitni aðeins bílstjóramegin, en aldrei alveg eins og það á að vera. Öll hjálp og allar upplýsingar eru vel þegnar. Ég væri til í að laga þetta sjálfur, eins og mest allt annað í bílnum þar sem slík þjónusta er allt of dýr hér á landi fyrir minn smekk =) ps. Það þarf ekkert að nefna neitt um vatnskerfið því það er í góðu standi og ég er búinn að athuga hvort það séu loftbólur í því. |
Author: | BMW_Owner [ Wed 05. Dec 2012 20:14 ] |
Post subject: | Re: '99 E39 540, miðstöð bílstjóramegin köld, farþegamegin h |
það eru 2 litlar rafmagnsspólur sem hafa þann eiginleika að festast eða ákveða einn daginn að hlutverki sínu sé lokið. þetta lítur út eins og 2 silfurlitaðir lóðréttir rafmagnsmótorar uppvið hvalbakinn og í þetta er tengdar litlar svartar slöngur sem liggja frá vélinni annarsvegar og innan í miðstöðina. ódýra aðferðin við að laga þetta er að stilla allt á hita innan í bílnum hjá þér og hafa bílinn vel heitann, og slá í þetta með litlu röri í von um að það "losni" um þetta, en dýra aðgerðin og tvímælalaust betri er að kaupa þetta frá einhverjum eða nýtt í umboðinu og skipta um þetta. það ætti að vera tiltölulega auðvelt að komast að þessu, en þetta er líklegast á hvalbaknum bílstjórameginn. p.s það getur vel verið að það sé eitthvað tölvu vandamál í miðstöðinni hjá þér en þar sem þessar miðstöðvartölvur voru þróaðar af nasa og álíka búnaður er notaður í geimbílum og þannig dóti þá myndi ég biðja til guðs um að þetta rafmagnsmótora/spólu dót sé það sem er að angra miðstöðina þína. kv. |
Author: | Doror [ Thu 06. Dec 2012 12:25 ] |
Post subject: | Re: '99 E39 540, miðstöð bílstjóramegin köld, farþegamegin h |
Ég leysti þetta hjá mér á sínum tíma í E36 323 með því að kaupa þykka sokka handa konunni. |
Author: | Bartek [ Fri 07. Dec 2012 13:30 ] |
Post subject: | Re: '99 E39 540, miðstöð bílstjóramegin köld, farþegamegin h |
Doror wrote: Ég leysti þetta hjá mér á sínum tíma í E36 323 með því að kaupa þykka sokka handa konunni. 2 ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |