bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=59038
Page 1 of 1

Author:  antonkr [ Tue 27. Nov 2012 20:26 ]
Post subject:  Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

1) Þetta kemur aðeins fyrir þegar það er frost úti. dyrnar aflæstast og oppnast ekkert mál. en það er mál að skella þeim lokuðum, Þetta virkar eins og að halda haldfanginu uppi og skella hurðinni, hurðarnar vill bara ekki skellast lokaðar, það sem ég geri er að setja hana alveg upp við bílinn og ýti á læsi takkann þannig að hún er eins og illa skelt hurð, þarf alltaf að bíða þangað til bíllinn hefur hittnað til að geta skellt henni lokaðari (allar hurðirnar hegða sér svona).

2)Núna hefur annað komið uppá, einn morgun dag þegar ég og kærastan vorum á leiðinni í skólan og ég aflæsti bílnum, vildi hurðin farþegamegin framí ekki oppnast, maður tók í haldfangið innan frá og utan en ekkert ské, ekki heldur eftir rúman klukkutíma runkt.

þannig að spurning er hvað er að olla því að þær skellast ekki, fyrr en bíllinn hefur hittnað og hvernig er það lagað?
svo er það hvernig næ ég hurðinni frammí opni og hvernig laga ég það?
vil helst ekki þurfa hlaupa í umboðið með einhver svona smá vandamál.
hefur einhver af ykkur lent í þessu og er tilbúinn að deila því með mér hvernig ég ferð að?
allar skoðanir og tillaugur velkomnar :)

Author:  Ívarbj [ Tue 27. Nov 2012 23:40 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

Þetta gerðist hjá mér á einni hurðinni á mínum, nákvæmlega eins og þú lýsir þessu.

Ég smurði læsinguna og ekkert mál síðan þá.

Author:  antonkr [ Tue 27. Nov 2012 23:53 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

Ívarbj wrote:
Þetta gerðist hjá mér á einni hurðinni á mínum, nákvæmlega eins og þú lýsir þessu.

Ég smurði læsinguna og ekkert mál síðan þá.

Lentiru nokkuð í því að dyrnar oppnuðust ekki? er smá að panic'a yfir því. annars flottur 535 sem þú ert með þarna, beinskiptur og læti, er alveg smá abbó með það ef ég á að segja eins og er ^^

Author:  odinn88 [ Wed 28. Nov 2012 02:53 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

ég lenti í þessu með 540 sem að ég átti nánast alltaf þegar það var frost úti var alveg ömurlegt að loka annari afturhurðinni

Author:  íbbi_ [ Wed 28. Nov 2012 13:30 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

haha.. shit hvað ég kannast við þetta.

E32/4 og E39/8 hafa allir þjáðst massíft af þessu hjá mér.

ég lenti í þessu á e32 735i fyrir mörgum árum , afturhurðin v/m lokaðist ekki og ég áhvað að halda henni bara og keyrði af stað. og svo í næstu hægri beygju náði ég ekki að halda henni og dróst aftur í og endaði öfugur hálfur út úr bílnum út í vegkanti

Author:  Zed III [ Wed 28. Nov 2012 16:24 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

íbbi_ wrote:

ég lenti í þessu á e32 735i fyrir mörgum árum , afturhurðin v/m lokaðist ekki og ég áhvað að halda henni bara og keyrði af stað. og svo í næstu hægri beygju náði ég ekki að halda henni og dróst aftur í og endaði öfugur hálfur út úr bílnum út í vegkanti


:rofl:

Author:  sosupabbi [ Wed 28. Nov 2012 17:58 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

Lenti í þessu á E32 hjá mér núna um daginn, fór bara á næstu bensínstöð og keypti lása olíu og setti í skráargötin og á læsinguna, hefur ekki verið vandamál síðan. Hef fengið sama árangur á bæði E34 og E38 svo ég myndi klárlega skoða þetta.

Author:  crashed [ Wed 28. Nov 2012 19:59 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

lenti í þessu á mínum og ástæðann var sú að frá ytra handfanginu er barki í læsinguna og hann var frosinn fastur, hafði komist rakki í hann voða gaman eða þannig

Author:  Alpina [ Thu 29. Nov 2012 18:44 ]
Post subject:  Re: Dyrnar á bmw e39 '98 í bullinu

crashed wrote:
lenti í þessu á mínum og ástæðann var sú að frá ytra handfanginu er barki í læsinguna og hann var frosinn fastur, hafði komist rakki í hann voða gaman eða þannig


Voff ??

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/