bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ÓHEPPNI DAUÐANS?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5903
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Sat 08. May 2004 17:59 ]
Post subject:  ÓHEPPNI DAUÐANS?

Eins og kannski einhverjir ykkar vita þá lenti ég í því liðinn vordag að ég lækkaði í græjunum þegar ég var á leið heim úr vinnu og heyrði mér til mikillar undrunar að vélin í bílnum hjá mér var úrbrædd. það vildi svo til að ég var í götuni minni Þannig að ég drap á bílnum og lét hann renna í hlað,
ég poppaði húddinu upp og setti í gang og sá að mótorin gékk alveg fram og aftur í látunum og var greinilega orðin illa úrbræddur,
ég finn vél úr tjónabíl 96 ekin tæplega 60þús, blokkin brotin en innvolsið heilt,
ég kaupi vélina kippi hinni uppúr ríf báðar í frumeyndir og færi stimpla/legur/stangir/sveifarás/höfuðlegur og flr yfir í gömlu blokkina og skipti síðan um pakningar í öllum mótornum, og mála og geri voða fínan og skelli honum síðan ofan í og í gang
, og eins og þið sem þekkjjið til sona verka getið ýmindað ykkur þá var þetta ansi mikil vinna og því mikil ánægjustund þegar bíllin fór í gang, en þegar ég ætla bruna úr skúrnum þá virkar skiptingin ekki, ég rýk undir bílin og kíki á allar leiðslur til og frá skiptinguni oh allt í læi og sé síðan að converterinn er ónýtur, og þar af leiðandi dælan inní skiptinguni líka.. hefur eitthvað náð að hreyfast meðan vélin var sett í.. enda kannski smá læti þar sem ég tók vélina uppúr með höndum og setti ofan í aftur, þannig að núna verð ég að rífa vélina aftur uppúr og fara í skiptinguna.
reyndar búiin að finna 98 skiptingu ekna tæplega 50þús, er að spá í skella mér bara á hana, og þá er líka allt kramið í bílnum orðið ansi gott 8) engu síður fáránlega mikil vinna í gamla toyotu :evil:

Author:  bebecar [ Sat 08. May 2004 18:08 ]
Post subject: 

Þú ert ekki sérlega heppinn í japönsku bílunum :shock:

Author:  íbbi_ [ Sat 08. May 2004 18:28 ]
Post subject: 

alls ekki!, sá þriðji sem vélin hjá Mér fer í. samt hugsa ég vel um mína bíla. og sona til að kóróna þetta þá féru heddpakningarnar í vettuni sona viku eftir að vélin hrundi í rolluni. ætlaði að fara í það um helgina en datt í það í gær þannig að ég reikna með að liggja með tærnar útí loftið þessa helgina :) 8) :lol:

Author:  Kristjan [ Sat 08. May 2004 18:35 ]
Post subject: 

Taktu þessa rollu og seldu hana!

Þetta er óheillabíll.. svipað og Golfinn var. Ég var búinn að eiga Justy í eitt ár og aldrei var ég tekinn fyrir umferðalagabrot á honum, né lenti í neinum árekstri. En svo þegar ég skipti yfir í Golfinn þá er ég tekinn að meðaltali einusinni á tveggja mánaða fresti og lenti í óhappi þriðja hvern mánuð.

Author:  íbbi_ [ Sat 08. May 2004 18:45 ]
Post subject: 

neinei.. þetta er bara óheppni. þegar ég fékk bílin þá brenndi hann álíka mikilli olíu og bensíni, og hafði ég ekki hugmynd um það. en þessar vélar af árgerðini 93 og 94 gera það. þessvegna bræddi ég úr bílnum. sá það síðan þegar ég reif mótorin úr að plöggið í olíuskynjaran var ónýtt,
þegar ég setti mótorinn ofan í hefur converterinn greinilega skekkst aðeins og ef hann snýst þannig þá eyðileggst hann.

en eftir þessa meðferð held ég að það sé fínt að eiga þennan bíl bara. kramið eins og nýtt frá a-ö, innvolsið í mótornum sme ég reif var gjörsamlega eins og nýtt ekki vottur af sliti, mótorinn er bókstaflega eins og nýr enda er mjög fallegt hljóð í honum

myndi kannski skipta á þessu og jeppa :?:

Author:  gunnar [ Sat 08. May 2004 19:48 ]
Post subject: 

úff heppnin er ekki með þér drengur, en vonandi gengur þér vel með þetta :twisted:

Author:  Djofullinn [ Sat 08. May 2004 19:50 ]
Post subject: 

Shit mér fannst þú fyrst vera að tala um Corvettuna :)

Author:  Svezel [ Sat 08. May 2004 19:53 ]
Post subject: 

Toyota - tákn um gæði...

Ættir að vera kominn með nokkuð solid bíl eftir þetta allt saman

Author:  Djofullinn [ Sat 08. May 2004 20:01 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Toyota - tákn um gæði...

Ættir að vera kominn með nokkuð solid bíl eftir þetta allt saman

Hehe ;)

Author:  íbbi_ [ Sat 08. May 2004 20:32 ]
Post subject: 

já hannætti að verða nokkuð góður, plúsin í þesus er kannski að e´g fékk bílin að það góðu verði að hann verður samt ekki komin í það sem toyota setur á sona bíla.

nei það var nú ekki corvettan sem ég var að tala um, hefði samt alveg mátt vera hún því a´ð þá færi hún bara í skúr og byrjað á henni, rollan átti að vera dótið sem ég nota. corvettan er andstæðan við praktískan bíl og maður verður þreyttur á að nota hana daglega.. allavega ég... en hún er næst.. smá verkefni að skipta um pakningarnar í henni svo rosalega mikið sem ég þarf að rífa

Author:  benzboy [ Sun 09. May 2004 18:47 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Shit mér fannst þú fyrst vera að tala um Corvettuna :)


Sama hér :?

Author:  Wolf [ Mon 10. May 2004 01:11 ]
Post subject:  .

Sem fyrri eigandi umræddrar Corollu, verð ég að votta Íbba alla mína samúð með þetta allt..... :( Ég held reyndar að ég geti varla sofið eftir að lesa þetta. Mig minnir að ég hafi sagt þér það sem mér var sagt, þ.e að fyrsta vélin í þessum bíl hafi brætt úr sér á brautinni, örugglega vegna þessa olíubrennsluvandamáls, svo var sett í hana vél úr tjónabíl áður en ég fekk hann. (það var örugglega 93 árg líka) Þannig að ég hélt að þessi vél væri ágæt, sem hún var greinilega ekki. Ég reyndar keyrði hann ekki mikið, þannig að ég þurfti aldrei að bæta mikilli olíu á hann, en vissulega tók maður eftir að hann brenndi olíu (sem að ég held alveg örugglega að ég hafi í hreinskilni minni sagt frá við söluna) En maður hélt bara, eins og maður hefur oft heyrt, að þetta væri týpískt vandamál fyrir gamlar Corollur, þannig að maður kanski hafði ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta var kannski ekki dýr bíll, en mér finnst þetta samt mjög leiðinlegt.....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/