Eins og kannski einhverjir ykkar vita þá lenti ég í því liðinn vordag að ég lækkaði í græjunum þegar ég var á leið heim úr vinnu og heyrði mér til mikillar undrunar að vélin í bílnum hjá mér var úrbrædd. það vildi svo til að ég var í götuni minni Þannig að ég drap á bílnum og lét hann renna í hlað,
ég poppaði húddinu upp og setti í gang og sá að mótorin gékk alveg fram og aftur í látunum og var greinilega orðin illa úrbræddur,
ég finn vél úr tjónabíl 96 ekin tæplega 60þús, blokkin brotin en innvolsið heilt,
ég kaupi vélina kippi hinni uppúr ríf báðar í frumeyndir og færi stimpla/legur/stangir/sveifarás/höfuðlegur og flr yfir í gömlu blokkina og skipti síðan um pakningar í öllum mótornum, og mála og geri voða fínan og skelli honum síðan ofan í og í gang
, og eins og þið sem þekkjjið til sona verka getið ýmindað ykkur þá var þetta ansi mikil vinna og því mikil ánægjustund þegar bíllin fór í gang, en þegar ég ætla bruna úr skúrnum þá virkar skiptingin ekki, ég rýk undir bílin og kíki á allar leiðslur til og frá skiptinguni oh allt í læi og sé síðan að converterinn er ónýtur, og þar af leiðandi dælan inní skiptinguni líka.. hefur eitthvað náð að hreyfast meðan vélin var sett í.. enda kannski smá læti þar sem ég tók vélina uppúr með höndum og setti ofan í aftur, þannig að núna verð ég að rífa vélina aftur uppúr og fara í skiptinguna.
reyndar búiin að finna 98 skiptingu ekna tæplega 50þús, er að spá í skella mér bara á hana, og þá er líka allt kramið í bílnum orðið ansi gott

engu síður fáránlega mikil vinna í gamla toyotu
