bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pústkerfi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5824
Page 1 of 2

Author:  StoneHead [ Tue 04. May 2004 18:22 ]
Post subject:  Pústkerfi

Ég var að spá, því að ég þarf að fara að skipta um púst hjá mér útaf því að það er orðið ónýtt.

Hvernig væri ef ég myndi láta smíða einhvað undir hann? s.s. tvöfalt kerfi eða einnhvað þannig dótarí?

Vitiði hvaða kútar og svona pústdót kemur best út með 520i E34 sambandi við hljóðið úr þessu?

Ég vill ekkert helvítis prump hljóð og engann hávaða.

Ég vara að spjalla við mann sem var að segja mér frá fyrirtæki sem gæti smíðað tvöfalt kerfi undir bílinn minn með einhverjum "Hot" kútum og sollis fyrir 30-35000 kr og að það væri rosalega flott hljóð í þeim.

Er einhver með einhvað í huga, hvað ég ætti að fá mér.

Ég vill mjúkt hljóð, ekki einhvern hávaða. Ég geri mun á hávaða og fallegu blummblumm gargi í bílnum þegar marr gefur í.

Need little help here

Author:  benzboy [ Tue 04. May 2004 22:55 ]
Post subject: 

Það er Einar (áttavilti) í Kópavoginum eða BJB í Hfj.

Author:  Dr. E31 [ Tue 04. May 2004 23:37 ]
Post subject: 

BJB Hafnafirði. Við gildir kraftsmeðlimir fáum líka einhvern afslátt þar. :D

Author:  StoneHead [ Wed 05. May 2004 00:54 ]
Post subject: 

Já en það er líka spurning, Hvað er best að láta undir hann, hvernig kerfi?

Author:  BMW3 [ Wed 05. May 2004 00:57 ]
Post subject: 

ég myndi mæla með Einari Áttavillta enginn spurning

Author:  Leikmaður [ Wed 05. May 2004 09:57 ]
Post subject: 

...ég mæli hiklaust með Einari :)

Author:  Helgi Joð Bé [ Wed 05. May 2004 14:27 ]
Post subject: 

Einar áttavilti kann ekki neitt hann gæti ekki gert almennilegt pústurör á traktor :!:
Ég fór til hans um dagin og það geri ég ALDREI aftur :evil:

Author:  GHR [ Wed 05. May 2004 16:50 ]
Post subject: 

Einar er fínn!!!!!! BJB sökkar, mennirnir þar kunna ekki mannasiði :?

Author:  BMWRLZ [ Wed 05. May 2004 20:13 ]
Post subject: 

Helgi Joð bé Skrifaði:
Einar áttavilti kann ekki neitt hann gæti ekki gert almennilegt pústurör á traktor
Ég fór til hans um dagin og það geri ég ALDREI aftur.

Hvað gerði Einar þér ef ég mætti spyrja.

Author:  Chrome [ Wed 05. May 2004 20:17 ]
Post subject: 

Aha segi það...hef ekkert nema góða hluti af honum heyrt? :?

Author:  Haffi [ Wed 05. May 2004 20:25 ]
Post subject: 

Einar áttavilti ... nafn með réttu! Maðurinn er :roll:
BJB eru fínir gaurar... bara ekki láta þá ruddast með þig, ruddastu á móti og þá fíla þeir þig ;)

Author:  Chrome [ Wed 05. May 2004 20:27 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
BJB eru fínir gaurar... bara ekki láta þá ruddast með þig, ruddastu á móti og þá fíla þeir þig ;)


sammála haffa þar :) hehe skipti engöngu við þá ;)

Author:  Dr. E31 [ Wed 05. May 2004 20:30 ]
Post subject: 

Ég mæli EKKI með Einari!!

Author:  Djofullinn [ Wed 05. May 2004 21:10 ]
Post subject: 

BJB er Kálið!

Author:  gunnar [ Wed 05. May 2004 23:29 ]
Post subject: 

Hef nú heyrt að Einar áttavillti taki nú oft hressilega í bílana sem hann er að smíða púst undir. Fór og lét setja kút undir minn gamla hjá BJB og þeir voru ekki með neitt ruddaskap og voru bara mjög kurteisir.. Gáfu mér meira segja plastpoka fyrir orginal kútinn! :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/