bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gums til að laga lekavörn í hurð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=58130
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Mon 17. Sep 2012 10:59 ]
Post subject:  Gums til að laga lekavörn í hurð

Það lekur hjá mér inn í bíl þar sem kíttisgumsið sem heldur rakahlífinni hefur gefið sig. Þetta:

Image

Hvar fæ ég dót til að laga þetta ? Ég er búinn að tékka í málningarvörum en það var ekkert til þar.

Author:  Aron Andrew [ Mon 17. Sep 2012 18:01 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Færð td Gluggakítti frá Wurth og eflaust fleirum

Author:  Axel Jóhann [ Mon 17. Sep 2012 18:07 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Nei nota svona klístur sem þornar aldrei, eflaust til í wurth

Author:  slapi [ Mon 17. Sep 2012 22:04 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Þú getur oftast notað þetta aftur með að fara með hitabyssuna á þetta.
Annars kemur þetta á rúllu frá BMW , geðveikt gott stuff.

Author:  Zed III [ Mon 17. Sep 2012 22:21 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

slapi wrote:
Þú getur oftast notað þetta aftur með að fara með hitabyssuna á þetta.
Annars kemur þetta á rúllu frá BMW , geðveikt gott stuff.


Sá að menn voru ekki að mæla með því að hita þetta á erledrum spjallsíðum, endingin væri svo léleg. Ég væri alveg til í að hafa þetta í góðu lagi.

Eigið þið þetta stöff til ?

Author:  olinn [ Tue 18. Sep 2012 00:11 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Ætlaði einmitt að gera þráð um daginn um þetta, væri fínt að vita hvar hægt að fá gott svona.....efni

Author:  Twincam [ Tue 18. Sep 2012 01:13 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Getið fengið svona tjöruklístur á rúllu í Poulsen, kostaði sama og ekkert þegar ég keypti svoleiðis síðast.

Klístrast vel og helst klístrað þó þið rífið þetta upp og lokið aftur.

Author:  Zed III [ Tue 18. Sep 2012 08:37 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Twincam wrote:
Getið fengið svona tjöruklístur á rúllu í Poulsen, kostaði sama og ekkert þegar ég keypti svoleiðis síðast.

Klístrast vel og helst klístrað þó þið rífið þetta upp og lokið aftur.


Snilld, ég í Poulsen.

Author:  gardara [ Tue 18. Sep 2012 09:54 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Ég keypti límkítti í verkfærasölunni, virkar ljómandi vel og kostaði ekki mikið

Author:  Zed III [ Tue 18. Sep 2012 10:28 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Fór í Paulsen, fékk 23 metra rúllu af svona kítti á 1520 krónur með staðgreiðsluafslætti.

Algjört bargain, vona bara að þetta haldi.

Author:  slapi [ Tue 18. Sep 2012 21:49 ]
Post subject:  Re: Gums til að laga lekavörn í hurð

Orginal kíttið eigum við til og það er með þræði í miðjunni til að bæta styrk.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/