bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Miðstöð í x5 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=58045 |
Page 1 of 1 |
Author: | Langanes [ Sun 09. Sep 2012 23:56 ] |
Post subject: | Miðstöð í x5 |
Hefur einhver lent í því að miðstöðin hefur hætt að virka í x5? hún bara neitar að hækka blásturs-stillinguna og er alltaf bara eins og að það sé slökkt á miðstöðinni |
Author: | saemi [ Mon 10. Sep 2012 09:26 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Ekki ólíklegt að það sé hraðastillirinn. Ekki óalgengt að það fari. Byrjar oft með að blásturshraðinn er síbreytilegur. Svo hætti miðstöðin að virka um daginn hjá mér í eitt skipti áður en ég skipti um þetta. |
Author: | HrannarG [ Mon 09. Mar 2015 20:16 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Aðeins að bömpa þessum upp. Miðstöðin hætti að virka hjá mér í dag í c.a. 20 mínútur, panellinn virkaði alveg og hægt að gera allt á honum en mótorinn virkaði ekki. Eftir smá akstur hrökk miðstöðin í gang. Er þetta mótstaðan að gefa sig? Er hún staðsett undir hanskahólfinu eða á því svæði? |
Author: | saemi [ Mon 09. Mar 2015 22:58 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Það er þessi hræðilega óvissa. og já við seinni spurningunni.. eða á því svæði. Google my friend. |
Author: | Angelic0- [ Wed 11. Mar 2015 10:44 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
hefur borið á leguískri ![]() Ef að þú heyrir mótorinn byrjaðan að ískra (tísta) þá er líklegt að mótorinn sé að fara að fara... og ef að hann festist, og þú slekkur ekki innan skamms, máttu búast við íkveikju... eða í það minnsta reyk... |
Author: | HrannarG [ Wed 11. Mar 2015 20:36 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Það hefur komið ískur já, á lágum blæstri og þá helst í beygju. Fann reyndar að dropi af teflon olíu myndi koma því í liðinn og virka til lengri tíma. En eftir smá netsurf eru tvennar sögur af því hvort það þurfi að taka hanskahólfið úr til að skipta um mótstöðuna. Og að það sé eitthvað möndl að ná hanskahólfinu úr, hef ekki haft tíma til að skoða þetta en miðstöðin er í góðu lagi núna reyndar. |
Author: | saemi [ Wed 11. Mar 2015 23:59 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Það ískraði í mótornum mínum í yfir ár, svo ég myndi ekki hafa áhyggjur af íkveikju út af því strax |
Author: | Lindemann [ Thu 12. Mar 2015 23:26 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
ég skipti um mótstöðu í svona bíl einhverntíman og það var voða lítið mál.....man reyndar ekki hvort ég þurfti að taka hanskahólfið úr envar allavega enga stund að komast að henni. Ég keypti mótstöðuna í BL og var boðið að fá landrover mótstöðu sem kostaði 1/3 af verðinu. Það var sama mótstaðan í öðrum pakkningum. |
Author: | slapi [ Fri 13. Mar 2015 19:48 ] |
Post subject: | Re: Miðstöð í x5 |
Það þarf ekki að taka hanskahólfið úr heldur bara hliðina úr stokknum sem nær framyfir takkana. PN á LR mótstöðunni (sem er BMW mótstaða í LR kassa) JGO000021 |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |