| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Handbremsan leiðinleg. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5738 |
Page 1 of 2 |
| Author: | hlynurst [ Thu 29. Apr 2004 17:04 ] |
| Post subject: | Handbremsan leiðinleg. |
Fór með bílinn í skoðun og þar koma fram að handbremsan tekur ekki á vinstra megin en hægra megin er lagi. Hefur einhver hugmynd um hvað er í gangi hérna? (efast ekkert um það) |
|
| Author: | Just [ Thu 29. Apr 2004 17:59 ] |
| Post subject: | |
Barkarnir væntanlega farnir, færð þetta í TB |
|
| Author: | bebecar [ Thu 29. Apr 2004 19:28 ] |
| Post subject: | |
Bara taka barkann úr og smyrja hann! |
|
| Author: | Alpina [ Thu 29. Apr 2004 20:14 ] |
| Post subject: | |
bebecar wrote: Bara taka barkann úr og smyrja hann!
Er ekki sammála.............. gormar ofl og líklega RYÐ... þeas of lítil notkun |
|
| Author: | GunniT [ Thu 29. Apr 2004 20:17 ] |
| Post subject: | |
þetta er að sama og var með minn e36 á sínum tíma og ég tók bara bremsunar í sundur og liðkaði þær og þá var þetta í goody |
|
| Author: | bebecar [ Thu 29. Apr 2004 20:24 ] |
| Post subject: | |
Alpina wrote: bebecar wrote: Bara taka barkann úr og smyrja hann! Er ekki sammála.............. gormar ofl og líklega RYÐ... þeas of lítil notkun Líklega rétt - best er að nota alltaf handbremsuna |
|
| Author: | hlynurst [ Thu 29. Apr 2004 20:53 ] |
| Post subject: | |
Nota hana alltaf þegar ég er búinn að drepa á bílnum.. set hann í gír og síðan handbremsu áður en ég sleppi bremsunni. |
|
| Author: | Kull [ Thu 29. Apr 2004 21:02 ] |
| Post subject: | |
Á ekki að sleppa bremsunni fyrst til að bíllinn renni í gírinn, síðan setja handbremsuna á? |
|
| Author: | hlynurst [ Thu 29. Apr 2004 21:09 ] |
| Post subject: | |
Er ekki slæmt að láta bílinn renna í gír? Þ.e. tekur það ekki á gírkassann? |
|
| Author: | Kristjan [ Thu 29. Apr 2004 21:10 ] |
| Post subject: | |
Kull wrote: Á ekki að sleppa bremsunni fyrst til að bíllinn renni í gírinn, síðan setja handbremsuna á?
Rétt hjá kull, það var það sem ökukennarinn sagði mér alltaf að gera. |
|
| Author: | bjahja [ Thu 29. Apr 2004 21:12 ] |
| Post subject: | |
Kristjan wrote: Kull wrote: Á ekki að sleppa bremsunni fyrst til að bíllinn renni í gírinn, síðan setja handbremsuna á? Rétt hjá kull, það var það sem ökukennarinn sagði mér alltaf að gera. Jebb, þetta er það sem ökukennarinn segir, veit ekki hvort er réttara... |
|
| Author: | Kull [ Thu 29. Apr 2004 21:20 ] |
| Post subject: | |
hlynurst wrote: Er ekki slæmt að láta bílinn renna í gír? Þ.e. tekur það ekki á gírkassann?
Ekkert að tala um að koma á 30 og negla í gír, bara láta bílinn setjast í gírinn þannig að hann haldi bílnum. Síðan setur maður handbremsuna á til öryggis ef bíllinn hrykki úr gír. |
|
| Author: | moog [ Thu 29. Apr 2004 21:23 ] |
| Post subject: | |
Ég læt nú bílinn minn alltaf renna í gírinn áður en ég set handbremsuna. Það er bara öryggisatriði að gera það... |
|
| Author: | gstuning [ Thu 29. Apr 2004 21:26 ] |
| Post subject: | |
að renna í gir þarf ekki því að ef handbremsan heldur ekki þá þarf ekki neitt til að koma honum í gír og halda honum þar það er þjappan í bílnum sem er að halda bílnum kyrrum þegar hann er i gír |
|
| Author: | moog [ Thu 29. Apr 2004 21:33 ] |
| Post subject: | |
gstuning wrote: að renna í gir þarf ekki því að ef handbremsan heldur ekki þá þarf ekki neitt til að koma honum í gír og halda honum þar
það er þjappan í bílnum sem er að halda bílnum kyrrum þegar hann er i gír Já, eða það. Ég er bara kettlingur í þessum málum |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|