bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Losa bolta á bremsudælu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=56882
Page 1 of 1

Author:  AronT1 [ Sun 03. Jun 2012 17:38 ]
Post subject:  Losa bolta á bremsudælu?

Jæja, er að skipta um klossa og diska á bílnum hja mer, en boltinn sem er efst á dæluni er svo gott sem piiikkfastur, erum búnir að prufa eiginlega allt nema loft. Hefur einhver hugmyndir um hvernig best sé að losa svona pikkfastann bolta?

Author:  Hrannar E. [ Sun 03. Jun 2012 17:41 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

Búinn að prufa að hita þetta ?

Author:  AronT1 [ Sun 03. Jun 2012 22:19 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

já við reyndum að hita þetta en ekkert gerðist :/

Er lika í svolitlu veseni, annar klossinn losnaði og datt niður.. er þetta spindill sem sést hérna á myndini ásamt klossanum ?
Ef svo er, er mikið mál að fixa þetta ?


Image
Image

Author:  BjarkiHS [ Sun 03. Jun 2012 23:19 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

Ertu að reyna að losa bremsudæluna með bílinn á hjólunum ? (þ.e. án þess að tjakka upp og taka dekkið undan)
Og eins.. ertu viss um að þið séuð að losa réttan bolta (sexkant)? þ.e. ekki boltann í mounting bracketinu (17 eða 19mm) sem dælan festist svo á.


Er þetta að framan ?
Ef svo er þá myndi ég halda að þetta væri stýrisendi sem sést þarna

Author:  AronT1 [ Sun 03. Jun 2012 23:33 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

haha já nei, þetta er vinstramegin að framan, vorum að reyna losa boltan hægra megin, en svo tók ég eftir þessu. En jú erum að losa réttan bolta ;) (eða reyna það haha)

Author:  Axel Jóhann [ Mon 04. Jun 2012 11:13 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

HÉRNA.

Og skiptum felgur á bílnum þar sem að þessi er ónýt.


http://www.bmwe36blog.com/2006/12/26/re ... rake-pads/

Author:  Raggi_K [ Mon 11. Jun 2012 21:47 ]
Post subject:  Re: Losa bolta á bremsudælu?

Þetta tekst alltaf fyrir rest ef maður þjösnast nógu mikið á þessu. Hver kannast ekki við það að eyða 90% af tímanum sem bílaviðgerð tekur í að berjast við ryðgaða bolta? Fáðu þér bara sígó og vertu þolinmóður ;). En ef hausinn er ekki ónýtur gengur þetta örugglega best með sexkants-toppi og átaksskafti.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/