bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
M20B25 neitar að fara í gang? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=56149 |
Page 1 of 6 |
Author: | ömmudriver [ Mon 16. Apr 2012 15:43 ] |
Post subject: | M20B25 neitar að fara í gang? |
Vélin er loksins komin ofan í blæjuna nema það að hún á við vandamál að stríða. Hún fór í gang í fyrsta starti eftir að hún fór ofan í og gekk eðlilegan hægagang svo keyrði ég bílinn út, snéri honum við þannig að eingöngu framendinn væri innandyra. Eftir það gaf ég bílnum inn og hann kokaði við inngjöf og drap á sér næst eftir að ég gaf vélinni inn þegar hún var á leiðinni niður af snúning. Vélin var komin í 3/4 vinnsluhita og var vélin búin að hitna eðlilega. Eftir þetta þurfti ég að gefa bílnum inn til að fá vélina í gang og gekk hún ekki hægagang en gekk vel á snúning án athugasemda og þegar hún var komin í ca. 1200sn. þá drap hún á sér og varð sífelt erfiðara að koma vélinni í gang þar til að hún fór ekki í gang. Prufað var að taka súrefnisskynjarann, ICV, TPS og MAF úr sambandi en það breytti engu. Motoroil ljósið í Check controlinu logaði stöðugt og það rauk vel úr vélinni þegar opnað var olíuáfyllingarlokið og dipstickið var tekið úr en ekkert athugavert við olíu né kælivökva annað en það að það á enn eftir að klára að lofttæma og bæta kælivökva á kælikerfið. Ég skipti um tímareim, strekkjarahjól, gorm, stýripinna og tví og þríathugaði tíman á vélinni og handsnéri henni fjóra hringi án vandræða eftir tímareimaskipti. Ég skipti líka um einn brunninn vír í motorloominu en það var jörðin fyrir olíuhæðarrofan. Er einhver sem veit eða dettur í hug hvað gæti verið að angra kvikindið?? |
Author: | Einarsss [ Mon 16. Apr 2012 15:51 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
check ljósið fyrir olíuna er útaf olíhæðarskynjaranum, ekkert að óttast ef dipstickið segir að það sé næg olía. Hefur bara ekki gleymst að setja slöngu einhversstaðar sem hefur áhrif á vacuumið eða dottið af? |
Author: | Zed III [ Mon 16. Apr 2012 16:01 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
hvað með kertin ? Eru þau orðin svört ? Ég var eitt sinn með ónýtan O2 skynjara og sem gaf of ríka blöndu sem gerði það að verkum að það var alltaf erfðara að starta. Kertin urðu semsagt oll í óbrendu bensíni og einhverri drulllu. Þetta gæti líka passað við lélegan gang. |
Author: | ömmudriver [ Mon 16. Apr 2012 16:04 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Zed III wrote: hvað með kertin ? Eru þau orðin svört ? Ég var eitt sinn með ónýtan O2 skynjara og sem gaf of ríka blöndu sem gerði það að verkum að það var alltaf erfðara að starta. Kertin urðu semsagt oll í óbrendu bensíni og einhverri drulllu. Þetta gæti líka passað við lélegan gang. Ný kerti. |
Author: | Zed III [ Mon 16. Apr 2012 16:10 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
ömmudriver wrote: Zed III wrote: hvað með kertin ? Eru þau orðin svört ? Ég var eitt sinn með ónýtan O2 skynjara og sem gaf of ríka blöndu sem gerði það að verkum að það var alltaf erfðara að starta. Kertin urðu semsagt oll í óbrendu bensíni og einhverri drulllu. Þetta gæti líka passað við lélegan gang. Ný kerti. Ertu búinn að skoða þau eftir að þú settir þau í ? Gætu þau verið orðin drullug ? |
Author: | ömmudriver [ Mon 16. Apr 2012 16:25 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Zed III wrote: ömmudriver wrote: Zed III wrote: hvað með kertin ? Eru þau orðin svört ? Ég var eitt sinn með ónýtan O2 skynjara og sem gaf of ríka blöndu sem gerði það að verkum að það var alltaf erfðara að starta. Kertin urðu semsagt oll í óbrendu bensíni og einhverri drulllu. Þetta gæti líka passað við lélegan gang. Ný kerti. Ertu búinn að skoða þau eftir að þú settir þau í ? Gætu þau verið orðin drullug ? Þau verða skoðuð í kvöld ásamt ýmsu öðru. |
Author: | ömmudriver [ Mon 16. Apr 2012 21:30 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Dettur engum neitt annað í hug sem gæti verið að? |
Author: | srr [ Mon 16. Apr 2012 21:31 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Hversu gamalt bensín var á tryllitækinu ? |
Author: | gstuning [ Mon 16. Apr 2012 21:31 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
ótengdur kælivatnsskynjari , tölvan heldur að það sé ofur kalt og dælir inn of miklu bensíni, nú er hann floodaður. |
Author: | ömmudriver [ Mon 16. Apr 2012 23:09 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
srr wrote: Hversu gamalt bensín var á tryllitækinu ? Það er um tveggja ára gamalt. gstuning wrote: ótengdur kælivatnsskynjari , tölvan heldur að það sé ofur kalt og dælir inn of miklu bensíni, nú er hann floodaður. Hvort er það brúni eða blái? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 17. Apr 2012 00:06 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
ömmudriver wrote: srr wrote: Hversu gamalt bensín var á tryllitækinu ? Það er um tveggja ára gamalt. gstuning wrote: ótengdur kælivatnsskynjari , tölvan heldur að það sé ofur kalt og dælir inn of miklu bensíni, nú er hann floodaður. Hvort er það brúni eða blái? |
Author: | ömmudriver [ Tue 17. Apr 2012 00:43 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Vélin fær neista og kertin líta vel út. Tókum bensínslöngu af fuel railinu og hann fær nóg af bensíni. Hvernig athugar maður hvort að spíssarnir sé að virka? |
Author: | srr [ Tue 17. Apr 2012 00:49 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
ömmudriver wrote: Vélin fær neista og kertin líta vel út. Tókum bensínslöngu af fuel railinu og hann fær nóg af bensíni. Hvernig athugar maður hvort að spíssarnir sé að virka? Það getur samt verið að 2 ára gamla bensínið sé að haga sér svona. Mæli með 10-20 lítrum af nýju bensíni,,,,,,það sakar ekki að prufa það. |
Author: | ömmudriver [ Tue 17. Apr 2012 00:51 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
srr wrote: ömmudriver wrote: Vélin fær neista og kertin líta vel út. Tókum bensínslöngu af fuel railinu og hann fær nóg af bensíni. Hvernig athugar maður hvort að spíssarnir sé að virka? Það getur samt verið að 2 ára gamla bensínið sé að haga sér svona. Mæli með 10-20 lítrum af nýju bensíni,,,,,,það sakar ekki að prufa það. Já ég ætla að prufa það og halda í vonina því núna fer hann ekki gang þó kaldur sé. Finnst samt skrítið að hann hafi farið í gang og gengið á sama bensíninu ![]() |
Author: | ömmudriver [ Tue 17. Apr 2012 01:13 ] |
Post subject: | Re: M20B25 kokar við inngjöf og gengur ekki hægagang...? |
Setti 15l af nýju bensíni á tankinn en engin breyting ![]() |
Page 1 of 6 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |