bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þarf að skipta um ljósapakkningu hvernig geri ég það?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5592
Page 1 of 1

Author:  BMW3 [ Wed 21. Apr 2004 05:23 ]
Post subject:  Þarf að skipta um ljósapakkningu hvernig geri ég það?

Ég er með bmw 97 árgerð e36 body málið er það að ég þarf víst að skipta pakkningu fyrir aðalljósið vegna þess að það er kominn raki inn í ljósið hvernig fer ég að því að skipta um þessa pakkningu?


Svo er vandamál með afturljósinn eins og er á öllum Bmw e 36 body málið er það að það virðist vera alltaf sambandsleysi með bremsuljósinn hvað get ég gert til þess að laga þetta sambandsleysi fyrir utan það að kaupa ný ljós?

Author:  BMW_Owner [ Wed 21. Apr 2004 12:34 ]
Post subject: 

minn er svipaður eitt afturljósið allt í raka og svo er ég búinn að venja mig á að banka alltaf í ljósin þegar ég er að fara á bílnum en ekki hef ég hugmynd um hvernig á að skipta um þessa pakkningu ekki hálfa en ég myndi bara fikra mig áfram á nþess að brjóta eitthvað....

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  XenzeR [ Wed 21. Apr 2004 15:28 ]
Post subject:  ljósa

Já ég er líka með einn e36 og það er komin raki inn í annað framljósið og eitt ljósið af aftan virkar ekki (sambandsleysi). þannig að vonandi kemur einhver e36 gúru og segir hvernig það er hægt að redda þessu :D

Author:  Heizzi [ Wed 21. Apr 2004 16:54 ]
Post subject: 

já þessi ljós eru sorp, þ.e.a.s. afturljósin, leiðinlegar tengingar í þessu og rakavandamál, jafnvel í nýlegum E36

Author:  hlynurst [ Wed 21. Apr 2004 18:24 ]
Post subject: 

Svona áttu að taka framljósið af.

Author:  gunnar [ Wed 21. Apr 2004 19:22 ]
Post subject: 

Segið mér það er smá raki í framljósinu á bimmanum hjá mér, (BMW E36, 320ia. 1997).

Er hægt að ná þessu úr ? Varla þarf maður að skipta um allt draslið ?

Author:  BMW3 [ Wed 21. Apr 2004 20:25 ]
Post subject: 

ég aflaði mér upplýsingar um það að skipta um pakninguna á framljósinu

Author:  BMW3 [ Wed 21. Apr 2004 20:32 ]
Post subject: 

það þarf bara að taka ljósið úr og svo eru 4 álspennur á ljósinu sem maður sér strax tekur þær úr og þá á glerið að vera komið af þetta var mér sagt í dag þannig að ég fór og pantaði þesa pakningu í dag.

Author:  BMW3 [ Sun 25. Apr 2004 03:51 ]
Post subject: 

þarf maður ekki að hita framljósin þegar maður tekur það í sundur og ætlar að skipta um þessa pakningu svo þessi raki kemst ekki inn í ljósið?

Author:  Gunni [ Sun 25. Apr 2004 11:21 ]
Post subject: 

BMW3 wrote:
þarf maður ekki að hita framljósin þegar maður tekur það í sundur og ætlar að skipta um þessa pakningu svo þessi raki kemst ekki inn í ljósið?


Það er örugglega alveg nóg að þurrka það vel. Það sakar kannski ekkert að hlýja því aðeins með hárþurrku eða eitthvað, en hitt ætti að duga.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/