bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=55363
Page 1 of 1

Author:  Wigelund [ Thu 23. Feb 2012 08:15 ]
Post subject:  Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Sælir, ég er í svolitlu veseni með bílinn minn núna.

Ég er á e46 318 99' - og fyrir 2 mánuðum byrjaði hann með gangtruflanir þegar ég kveiki á honum fyrst.. fór með hann til TB og fékk hann til baka alveg eins, nema að vatnskassaljósið kom sama kvöld.
Fór með hann aftur og þeir fóru yfir hann og sögðust hafa skipt um eh síur og svona og ljósið var farið.
Tók bílinn.. og 3 dögum síðar þá er ég á leiðinni á æfingu og það byrjar að reykja hrikalega mikið hvítblár reykur aftan úr honum og bíllinn hitnar alveg uppí rautt.

Fer en og aftur með bílinn til þeirra og þá var Heddið farið, þeir skiptu um heddið og allskonar hluti og sögðu þetta ætti að vera í lagi nuna.

Tveimur dögum síðar byrjar bíllinn aftur að reykja og gangtruflanir ennþá.. ég keyri bilinn beint til þeirra og þeir eru með hann í 2 daga, sögðust hafa "lofttæmt" eitthvað og gert eh þannig þetta ætti að vera í lagi nuna.. þetta var fyrir 3 dögum og nuna er Vatnskassaljósið komið aftur, bíllinn er með miklar gangtruflanir í byrjun og reykir miðlungsmikið þegar bíllinn er að hitna.. ætla með hann aftur til þeirra en ég er kominn með nóg af þessu og ætlaði að athuga hvort EINHVER væri með eh uppl. fyrir mig..
Er kominn uppí 340.000kr í viðgerðir hjá þeim.

mbk,
Gunnar Wigelund.

Author:  krayzie [ Thu 23. Feb 2012 23:49 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

hefðir átt að byrja að fara með bílinn í eðalbíla, þá hefðiru eflaust fengið hann í topplagi úr fyrstu viðgerðinni :thup:

hef heyrt alltof margar slæmar viðgerðarsögur hjá TB og myndi aldrei senda bílinn minn þangað í viðgerð þó svo ég versli flesta ef ekki alla varahluti frá þeim.

annars mæli ég bara með að þú farir með hann í eðalbíla og segir þeim allt sem hefur gengið á og biður þá um að tjékka á þessu fyrir þig.

Author:  Wigelund [ Sun 26. Feb 2012 21:46 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Já hafði heyrt það slæma núna eftirá..

En haldiði að það sé eitthvað sem ég get gert í skaðanum?.. vill helst ekki fara að borga 200K+ viðgerð hjá eðalbílum þegar þeir eru bara að gera við fuckups hjá TB..

Sá spyr sem ekki veit.

mbk

Author:  krayzie [ Sun 26. Feb 2012 22:43 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

ef ég væri þú þá myndi ég bara fara með hann í eðalbíla og láta þá athuga hann, þá er ég ekki að meina að láta þá endilega laga bílinn heldur athuga hvað sé að og hvað þeir myndu rukka fyrir að laga það.

eða jafnvel fara í TB og heimta endurgreiðslu þar sem þeir eru greinilega ekkert búnir að laga og hafa rukkað þig í öll skiptin sem þú komst aftur með bílinn? þetta eru skíta vinnubrögð að mínu mati

Author:  Wigelund [ Mon 27. Feb 2012 03:59 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Algjörlega, ætla fara í eðalbíla á morgun og gera eins og þú segir.. og svo spila ég þetta þaðan.

Takk kærlega fyrir hjálpina, fæ kannski meiri hjálp hérna þegar lengra dregur.

mbk

Author:  Mazi! [ Mon 27. Feb 2012 15:45 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Magnað hvað maður er að heyra oft um fokköpp þarna í TB og svo redda eðalbílar vandamálinu einsog ekkert sé


er svona mikil vankunátta í gangi þarna ??

Author:  HaffiG [ Mon 27. Feb 2012 17:50 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

TB eru í ruglinu. Eiga aldrei neitt af því sem þeir eru með á vörulista nema mögulega einhverjar gamlar birgðir. Svo ef maður spyr hvort von sé á hlutnum á næstunni þá gefa þeir bara mjög loðin svör, og ef maður biður þá um að panta eitthvað, þá segjast þeir ekki geta það.

Keypti öndunarmembru fyrir hedd hjá þeim og hún dugði í mánuð, keypti aðra og hún dugði í mánuð, keypti OEM hjá B&L og hún dugar enn, meira en hálfu ári seinna.

Svo heyrir maður mjög mikið af svona sögum um að þeir hafi klúðrað málum í viðgerðum.

My guess: þeir eru að fara í hundana.
Annars þjöppumældu þeir bílinn minn í fyrra og rukkuðu ekkert fyrir það, það var smá gott move.

Sorry offtopic samt

Author:  Subbi [ Sat 10. Mar 2012 15:47 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

lenti í því að vélarhlífin undir bílnum hjá mér losnaði og dróst eftir götnuni hentu honu á lyftu fyrir mig löguðu í hvelli og redduðu því og kostaði ekkert nema takk fyrir

Author:  Wigelund [ Mon 02. Apr 2012 15:14 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Fór með bílinn uppí Eðalbíla og lét þá taka vélina í sundur og mynda hana og sjá hvað er að.
Í ljós kom að headdið sjálft er farið.. nýtt kostar um 680.000kr, í ljós kom líka að frágangur hjá TB hefði ekki verið uppá marga fiska og mjög fúskaralega gengið frá öllu inní vélinni.

Fæ myndir sendar í kvöld frá Eðalbílum, en ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu..

Einhver sem hefur vit eða reynslu af svona og getur gefið mér upplýsingar hverngi ég get skriðið sem best úr þessu?

mbk,
Gunnar Wigelund.

Author:  ömmudriver [ Mon 02. Apr 2012 15:45 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

Wigelund wrote:
Fór með bílinn uppí Eðalbíla og lét þá taka vélina í sundur og mynda hana og sjá hvað er að.
Í ljós kom að headdið sjálft er farið.. nýtt kostar um 680.000kr, í ljós kom líka að frágangur hjá TB hefði ekki verið uppá marga fiska og mjög fúskaralega gengið frá öllu inní vélinni.

Fæ myndir sendar í kvöld frá Eðalbílum, en ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu..

Einhver sem hefur vit eða reynslu af svona og getur gefið mér upplýsingar hverngi ég get skriðið sem best úr þessu?

mbk,
Gunnar Wigelund.


Talaði við FÍB þeir eru þokkaleg sjóaðir í bílamálum og með lögfræðinga á sínum snærum.

Author:  Zed III [ Mon 02. Apr 2012 16:07 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir + Reykir í hitun + Vatnskassaljós

ömmudriver wrote:
Wigelund wrote:
Fór með bílinn uppí Eðalbíla og lét þá taka vélina í sundur og mynda hana og sjá hvað er að.
Í ljós kom að headdið sjálft er farið.. nýtt kostar um 680.000kr, í ljós kom líka að frágangur hjá TB hefði ekki verið uppá marga fiska og mjög fúskaralega gengið frá öllu inní vélinni.

Fæ myndir sendar í kvöld frá Eðalbílum, en ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu..

Einhver sem hefur vit eða reynslu af svona og getur gefið mér upplýsingar hverngi ég get skriðið sem best úr þessu?

mbk,
Gunnar Wigelund.


Talaði við FÍB þeir eru þokkaleg sjóaðir í bílamálum og með lögfræðinga á sínum snærum.


og keyptu þér svo notað hedd (jafnvel heila vél). Þetta er oft á lausu, ættir líka að auglýsa eftir heddi í óskast keypt hér á spjallinu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/