bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

318is tunning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5481
Page 1 of 1

Author:  jens [ Wed 14. Apr 2004 23:26 ]
Post subject:  318is tunning

Þessir bílar eru 136 hö ef ég man rétt. Hver er auðveldasta leiðinn til að auka hö í þessari vél. Byrjum á ódýru lausnunum...

Author:  gunnar [ Wed 14. Apr 2004 23:54 ]
Post subject: 

mm það sem ég myndi halda væri.. opið púst, ný sía, jafnvel flækjur (þeir eru samt 4 cyl ? ) kannski smt6 tölva eins og gstuning og þeir eru með ? þó ég veit ekki :)

Author:  Svezel [ Thu 15. Apr 2004 00:03 ]
Post subject: 

Það eru flækjur orginal á 318is vélinni svo það er lítið úr því að hafa. Ætli þetta venjulega sía, púst(burt með hvarfakúta) og kubbur sé ekki það ódýrasta en það gefur náttúrlega ekki mikið.

Svo er náttúrlega nítró....

Author:  jens [ Thu 15. Apr 2004 00:11 ]
Post subject: 

Þetta var ekkert sem kom á óvart, var að vonast eftir einhverju töfra, en hvað ætli sé verið að setja sver púst undir svona 2.5" eða 3". Hvað ætli kosti með öllu svona tunning sett með ísetningu.

Author:  Svezel [ Thu 15. Apr 2004 00:16 ]
Post subject: 

Allt yfir 2.25" er nú bara rugl á svona vél, svo mikið er víst nema að menn séu bara að sækjast eftir hávaða og togleysi.

Author:  vallio [ Thu 15. Apr 2004 01:06 ]
Post subject: 

persónulega.... 318is er svona sparneytinn en samt sæmilega kraftaður bíll.
hann togar vel og er skemmtilegur í akstri. undir honum eru original flækjur og gott púst og sé ég nú engan tilgang í því að vera að reyna að breyta því eitthvað því hann togar það skemmtilega (stærra púst þá myndi hann líklega bara missa eitthvað tog).

ef það er verið að sækjast eftir krafti og meiri krafti þá myndi ég persónulega fara í 6 cyl bílinn og koma bara líklega niður á sama stað peningalega séð :D

eins og þegar ég keypti minn þá var ég að hugsa um að fá bíl (BMW) sem væri skemmtilegur í akstri og eyðslugrannur (þar sem maður er nú í skóla). og fann þá að 4 cyl vélin er allt það, fann mikinn mun á eyðslu í 6 cyl og 4 cyl.....

en aftur... þetta er bara mitt persónulega álit :D

Author:  Svezel [ Thu 15. Apr 2004 01:11 ]
Post subject: 

Sammála vallio, fara frekar í 6cyl en að vera henda peningum í þetta

Author:  GK [ Thu 15. Apr 2004 01:18 ]
Post subject: 

ég á svona 318is E30 bíl og það eina sem ég hef fundið um túníngar á þessum mótor hingað til eru þessar hérna http://www.r3vlimited.com/Tech/318is.htm :D

Author:  oskard [ Thu 15. Apr 2004 02:19 ]
Post subject: 

fínar vélar til að turboa eru twincam og flowa vel 8)

annars bara chip sem hækkar revlimiterinn pínu og cold air intake

Author:  Einsii [ Thu 15. Apr 2004 08:15 ]
Post subject: 

Einhvar kubbur frá bosch setur sona bíl í 149 hö

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/