bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
HITI!!!!!!!!!!!!!!!!! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5412 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bimmarinn [ Sat 10. Apr 2004 17:19 ] |
Post subject: | HITI!!!!!!!!!!!!!!!!! |
Hjálp ![]() ![]() |
Author: | Bjarki [ Sat 10. Apr 2004 18:48 ] |
Post subject: | |
Er ekki bara of lítið vatn á kerfinu hjá þér. Þú þarft að blæða kerfið, lofttæma það. Of lítið af kælivatni til þess að ná inn í miðstöðvar-elementið og bara heitar gufur sem leika um hitaskynjarann. Nokkrar mismunandi aðferðir við það að blæða kælikerfi en aðalatriðið er að fylla forðabúrið kveikja á bílnum og losa um loftskrúfurnar meðan vélin er að hitna og hleypa öllu lofti á kerfinu út. Tékka svo á forðabúrinu þegar vélin er orðin köld aftur og fylla á. Í sumum kerfum er slanga frá efsta punkti kerfisins yfir í vatnskassann og þegar maður sér vatn renna um hana þá er kerfið lofttæmt. |
Author: | Bimmarinn [ Sat 10. Apr 2004 19:27 ] |
Post subject: | |
var búinn að því líka......... |
Author: | BMWmania [ Sat 10. Apr 2004 23:37 ] |
Post subject: | |
ég á líka e36, og lenti í því að viftukúplingin mín er ónýt, getur verið að þetta tengist því hjá þér? Þá fer hann að ofhita sig, nema í langkeyrslu(eðlilega) Hehe bara svona ábending, hef ekkert vit á þessu ![]() |
Author: | Bimmarinn [ Sun 11. Apr 2004 13:56 ] |
Post subject: | |
Búinn að skipta um hana og það var skipt um vatnslásinn seinasta sumar. |
Author: | jonthor [ Tue 04. May 2004 08:03 ] |
Post subject: | |
Ég lenti einmitt í þessu í umferðarteppu í miðri parís fyrir nokkrum vikum. Það var um 25°C hiti og ég var fastur í 2 tíma án þess að hreyfast mikið, þá allt í einu tók ég eftir því að hitamælirinn var að hækka? Brá ekkert smá. Smellti auðvitað bara miðstöðinni á hita og þá lækkaði það um leið. Hef síðan ekkert séð þetta. Ég hef verið að lesa mikið um þetta á forum-um og ég er nokkuð viss um að þetta sé thermostatið. Það fer víst alltaf í þessum bílum. Athugaðu það. p.s. Veit einhver hversu mikið mál er að skipta um það? BMW verkstæðið ætlar að rukka mig um 400€. Er þetta eitthvað sem er hægt að gera sjálfur? |
Author: | Jss [ Tue 04. May 2004 09:53 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Ég lenti einmitt í þessu í umferðarteppu í miðri parís fyrir nokkrum vikum. Það var um 25°C hiti og ég var fastur í 2 tíma án þess að hreyfast mikið, þá allt í einu tók ég eftir því að hitamælirinn var að hækka? Brá ekkert smá. Smellti auðvitað bara miðstöðinni á hita og þá lækkaði það um leið. Hef síðan ekkert séð þetta.
Ég hef verið að lesa mikið um þetta á forum-um og ég er nokkuð viss um að þetta sé thermostatið. Það fer víst alltaf í þessum bílum. Athugaðu það. p.s. Veit einhver hversu mikið mál er að skipta um það? BMW verkstæðið ætlar að rukka mig um 400€. Er þetta eitthvað sem er hægt að gera sjálfur? Thermostatið/vatnslásinn er mun gjarnari á að festast opinn í BMW sem leiðir til þess að bíllinn verður kaldur. Það að skipta um þetta er ekki svo mikið mál ef þú veist nokkurn veginn hvað þú ert að gera, bara að muna að losa allt loft út af kerfinu eftir að búið er að skipta um vatnslásinn. |
Author: | jonthor [ Tue 04. May 2004 10:09 ] |
Post subject: | |
Þannig að þú heldur að of mikill hiti sé ekki thermostatið? Ég hef reyndar skipt um vatnslás áður, en það var á toyotu corollu '81 ![]() ![]() |
Author: | arnib [ Tue 04. May 2004 10:11 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Ég hef verið að lesa mikið um þetta á forum-um og ég er nokkuð viss um að þetta sé thermostatið. Það fer víst alltaf í þessum bílum. Athugaðu það.
p.s. Veit einhver hversu mikið mál er að skipta um það? BMW verkstæðið ætlar að rukka mig um 400€. Er þetta eitthvað sem er hægt að gera sjálfur? Thermostat og vatnslás er það sama, svo hann er búinn að skipta um hann. Já, það er ekkert mikið mál að skipta um þetta sjálfur. Ég hef reyndar bara gert það á E30 (:)), en ég get ekki ímyndað mér að þetta sé erfiðara á öðrum bílum. 400 Euro eru 35.000 kall, vatnslásinn sjálfur kostar sennilega ekki meira en 5.000 kall, svo það er er 30k í vinnu þarna. ![]() Hérna sérðu hvernig þetta lítur út. Hlutur númer 5 er vatnslásinn, og þú þarft líka númer 6 sem er gúmmíhringur. Mér sýnist vatnslásinn mountast beint inn í heddið í vatnsgöng. Mig minnir að þetta hafi tekið mig einhvern hálftíma hjá mér. |
Author: | Jss [ Tue 04. May 2004 10:18 ] |
Post subject: | |
Þetta tók ca. hálftíma-klukkutíma á mínum þ.e. frá því að bíllinn var settur inn og þangað til hann var tekinn út aftur. ![]() |
Author: | Gunni [ Tue 04. May 2004 11:02 ] |
Post subject: | |
Það þurfti að skipta um vatnslás í mínum um daginn. Það tók ca. 30 mínútur og vatnslásinn kostaði mig 3500 kr. í Tækniþjónustu Bifreiða, að sjálfsögðu með BMWKrafts afslætti! |
Author: | Jss [ Tue 04. May 2004 11:07 ] |
Post subject: | |
Gunni wrote: Það þurfti að skipta um vatnslás í mínum um daginn. Það tók ca. 30 mínútur og vatnslásinn kostaði mig 3500 kr. í Tækniþjónustu Bifreiða, að sjálfsögðu með BMWKrafts afslætti!
Vatnslásinn og pakkningarnar tvær kosta 3378 kr. með BMWKraftsafslætti hjá B&L. ![]() ![]() |
Author: | jonthor [ Tue 04. May 2004 11:10 ] |
Post subject: | |
ok glæsilegt. En nú hitnaði bíllinn minn eins og hans. Er þetta þá nokkuð endilega vatnslásinn? Hann var búinn að skipta um hann. Það er ný reim á honum og ég skipti um kælivökvann fyrir ári síðan. |
Author: | Gunni [ Tue 04. May 2004 13:10 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: Gunni wrote: Það þurfti að skipta um vatnslás í mínum um daginn. Það tók ca. 30 mínútur og vatnslásinn kostaði mig 3500 kr. í Tækniþjónustu Bifreiða, að sjálfsögðu með BMWKrafts afslætti! Vatnslásinn og pakkningarnar tvær kosta 3378 kr. með BMWKraftsafslætti hjá B&L. ![]() ![]() Nú ég fékk uppgefið 4þúsund og eitthvað þegar ég tjékkaði á sínum tíma.... |
Author: | force` [ Wed 05. May 2004 09:14 ] |
Post subject: | |
það tók um 20 mín að skipta um vatnslás í mínum ![]() mér finnst það æði ...... og það var með því að aka honum inn, og aftur út....... ég borgaði eitthvað um 3300 hjá b&l fyrir minn vatnslás. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |