bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Útleyðsla
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=54078
Page 1 of 1

Author:  elfarv [ Sat 26. Nov 2011 00:15 ]
Post subject:  Útleyðsla

Sælir,,

ég er í smá brasi er með M5 árgerð 99 og það er einhver útleyðsla í gangi, ég veit það er ekki hægt að benda á bara eitthvað eitt sem leiðir út, það getur verið svo ótrúlega margt, en langaði bara athuga hjá ykkur, með tillögur að einhverju sérstöku sem gæti verið að leiða út, kannski er eitthvað algengar en eitthvað annað :)

kv. Elfar

Author:  Danni [ Sat 26. Nov 2011 03:06 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Það er ýmislegt sem getur verið að. Algengir hlutir til að bila eru miðstöðvarmótstaðan (Final Stage Unit) en þegar hún bilar þá slekkur hún stundum ekki á miðstöðinni, þó að það slökknar á LCD skjánnum í stillingar panelnum.

Síðan getur þetta verið svissbotninn en þegar hann klikkar þá fara allskonar furðulegir hlutir að gerast sem geta tæmt raflhlöðuna.

Ég átti einusinni E39 540i þar sem svissbotninn var farinn að klikka og þá hagaði hann sér þannig að stundum slökknaði á innbyggða símanum og stundum ekki. Það slökknaði ekki á útvarpinu fyrr en inniljósin slökknuðu eftir að ég drap á bílnum. Gat ekkert stjórnað útvarpinu eftir að ég tók lykilinn úr, þó að það var kveikt á því. Stundum kviknaði á því aftur þegar ég fór inní bíl og inniljósin kviknuðu.

Þegar þetta var í gangi þá var það bara misjafnt hvort ég þurfti að gefa bílnum start á morgnanna eða ekki. Stundum dugaði hann margar vikur í lagi og síðan allt í einu var hann rafmagnslaus á einni nóttu og stundum varð hann rafmagnslaus marga morgna röð.

Author:  Einsii [ Sat 26. Nov 2011 09:28 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Ég var að brasa í svona með sjöuna um daginn.
Eina almenilega leiðin er að setja straummæli (A) inn á rafkerfið á bílnum og plokka svo öryggin úr eitt í einu þangað til að straumflæðið dettur niður í sirka 50mA

Það sem þú þarft að hafa í huga er.
Að bíllinn getur verið sirka korter að sofna eftir að þú drepur á honum, Eftir þann tíma á hann að vera að draga hámark í kringum 50mA ef allt er í lagi.
Þú verður að tengja mælirinn inn á rásina ánþess að missa straum af bílnum, Tengdu plúsinn á mælinu í einhverja góða jörð og mínusinn á honum kemurðu fyrir á mínuspól á rafgeimi, aftengu svo rafgeiminn frá boddyinu án þess að mæla tengslin rofni, þannig geturðu verið viss um að hann fari í eðlilegt sleep mode.
Passaðu að mælirinn þoli sirka 10A eða meira.
Ef bíllinn er sjálfskiptur getur þú notað P ljósið við skiptirinn sem ágætt merki um hvenar bíllinn sofnar, ljósið á að deyja.
Þegar þú ferð að rífa öryggin úr, ekki setja þau í aftur jafnóðum því þá getur þú vakið bílinn aftur. Taktu frekar ljósmynd svo þú vitir hvernig allt á að vera og ekki verra að stinga þeim í réttri röð í pappaspjald.
Og gefðu mælinu einhverjar sekúntur til að skila niðurstöðu við hvert öryggi, það getur tekið smá stund fyrir strauminn að falla.

Sumt af þessu á kanski bara við E38, ég er ekki viss en mig grunar að E39 sé svipaður að þessu leiti enda af sömu kynslóð.

Já BTW þá var þetta síminn sem var að stríða mínum, Ég ætla að redda því með að setja relay á hann sem rífur alveg af honum strauminn þegar bíllinn er ekki í gangi.

Author:  slapi [ Sat 26. Nov 2011 13:41 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Síminn getur verid meira en klukktíma ad sofna , ekkert ad marka mælinguna fyrr eftir um 70min

Author:  Einsii [ Sat 26. Nov 2011 14:29 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

slapi wrote:
Síminn getur verid meira en klukktíma ad sofna , ekkert ad marka mælinguna fyrr eftir um 70min

Eru þá ekki líkur á að eitthvað sé að. Eins og að orginal motorola þráðlausa símanum hafi verið skipt út fyrir tól sem er ekki með rétt firmware?

Author:  slapi [ Sat 26. Nov 2011 14:42 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Nei , símaboxin eru bara svona lengi að sofna.

Author:  Alpina [ Sat 26. Nov 2011 14:48 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

OK,,

Þú þarft að vera með ALVÖRU mæli..

ég lenti í sambærilegu á gula ,, og er með MEGA geymi........... 110 ah

allright...... bíllinn var ekki að ná start-power eftir 3 daga ,,kyrr..
fékk Þórir Garðars , ÞórirG

að öðrum ólöstuðum einn mesti rafmagns-snillingur sem ég veit um,, til að aðstoða mig..
á pólunum sýndi mælirinn 350 milliamper útleiðslu ,,,,sem er feitt mikið...... næsta skref var að fara fram í öryggjabox og taka ,, hvert einasta öryggi úr sambandi ,, eins og búið er að benda á ,((og ekkert annað en lógísk hugsun)).. jæja ekkert kom í ljós. þannig að aftursætið var tekið úr bílnum,, og VOILA,, þegar öryggið fyrir bílstjórasætið fór úr ,,datt spennan niður um 270-280 milliamper.. jæja sökudólgurinn var þá fundinn,, eins og staðan er ,,þá er bílstjórasætið í minni stöðu :lol: :P og öryggið tekið úr sambandi,,


mæli með þessari aðferð,, gott að vera 2 að þessu :mrgreen:

Author:  Axel Jóhann [ Sat 26. Nov 2011 15:56 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Iss, óþarfa lúxus að hafa rafmagn í sætum! :D :thup:

Author:  Danni [ Sun 27. Nov 2011 02:02 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

slapi wrote:
Nei , símaboxin eru bara svona lengi að sofna.


En ef maður ýtir á takkanum á símanum til að slökkva á honum, er þá símaboxið ennþá í gangi þrátt fyrir það?

Author:  slapi [ Sun 27. Nov 2011 07:53 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla


Author:  elfarv [ Wed 30. Nov 2011 20:33 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Takk kærlega fyrir þetta, ég kíkti rétt aðeins á þetta áðan ,en hafði ekki nægan tíma í þetta þannig maður lagði sig ekki allan í þetta.

en smá pælingar, hvernig er best að ná að tengja mælirinn inní kerfið, og taka síðan af - pólnum af geyminum án þess að sambandið rofni ?, og á ég ekki bara slökkva á bílnum taka lykklana úr, tengja mælirin við , og bíða svo til að öll ljós slökni eða ? það er nátturleg alltaf ljós í gangi þegar ég er með skottið opið og líka inní bílnum þegar hurðarnar eru opnar og svo í hanskahólfinu..

og svo tók ég eftir því að það er búið að bæta viðnámi við parkperurnar , einhver sem getur sagt mér af hverju það er ?
búið að setja facelift ljós á bílinn..

og svo tók ég líka eftir því að þegar ég var með kveikt á bílnum og engin ljós á honum þá blikkuðu númeraljósin og afturljósin til skiptis með smá millibili, einhver sem hefur lent í því ??

kv. Elfar

Author:  elfarv [ Tue 06. Dec 2011 00:28 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

heyrðu ég prufaði að mæla og hann datt í 0.2 A er það of mikið ??

Author:  slapi [ Tue 06. Dec 2011 06:56 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Já það er of mikið.
Þumalputtareglan er að hann á að fara undir 50mA og sársaukamörkin 90-100mA

Author:  elfarv [ Tue 06. Dec 2011 16:14 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

takk fyrir það, ég prufaði að rífa öll öryggin úr í skottinu hægrameigin, og svo í hannskahólfinu, og það fór aldreij neðar en 0,2 A getur einhver sagt mér hvar hin öryggin eru ?

Author:  slapi [ Tue 06. Dec 2011 19:31 ]
Post subject:  Re: Útleyðsla

Það eru stofnöryggi. Undir teppinu við lappirnar á farþeganum frammí.
Síðan eru öryggi fyrir vél og sjálskiptingu í heilaboxinu frammí húddi.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/