bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

"Wannabe" Xenon perur - einu sinni enn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5386
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Thu 08. Apr 2004 00:18 ]
Post subject:  "Wannabe" Xenon perur - einu sinni enn

Var að lesa að menn eru að mæla með þessum perum fyrir okkur Xenon wannabes

http://www.bmwxenon.com/

Þetta er nú helvíti dýrt, yfir 100$ fyrir parið ef ég skil þetta rétt og þetta er ekki alvöru. Sumir vilja meina að þetta sé samt þess virði því þetta endist víst mjög vel og birtan af þessu á að vera einstök miðað við svona perur.

Þetta er svo náttúrlega Jimmy540 sem maður hefur heyrt misgóðar sögur af...

Author:  ta [ Thu 08. Apr 2004 00:33 ]
Post subject:  Re: "Wannabe" Xenon perur - einu sinni enn

Svezel wrote:
Var að lesa að menn eru að mæla með þessum perum fyrir okkur Xenon wannabes

http://www.bmwxenon.com/

Þetta er nú helvíti dýrt, yfir 100$ fyrir parið ef ég skil þetta rétt og þetta er ekki alvöru. Sumir vilja meina að þetta sé samt þess virði því þetta endist víst mjög vel og birtan af þessu á að vera einstök miðað við svona perur.

Þetta er svo náttúrlega Jimmy540 sem maður hefur heyrt misgóðar sögur af...


ég mundi ekki kaupa þetta, þeir tala nú ekki vel
um jimmy540 á roadfly, fyrir utan það að það er
bara ekki tæknilega hægt að líkja eftir xenon með
halogen. og þær perur sem eru hvað næst þeim í
lit endast ekkert.
ég hef séð góð kit í boði fyrir um 300$ á
www.hidforum.com

Author:  Svezel [ Thu 08. Apr 2004 00:42 ]
Post subject: 

Já þetta gæti aldrei orðið eins og alvöru Xenon þar sem það vantar jú magnarann en ég var einmitt að lesa póst á roadfly þar sem Z3 eigandi var að mæta með þessu.

Hef reyndar lesið það mikið af slæmum umsögnum af Jimmy að ég myndi varla treysta mér í viðskipti við hann.

Author:  jth [ Thu 08. Apr 2004 03:27 ]
Post subject:  Xenon ljós eru snilldin ein!

Svezel wrote:
Já þetta gæti aldrei orðið eins og alvöru Xenon þar sem það vantar jú magnarann


Kveikt er í rafgasinu með yfir 24 þúsund (!) volta spennumun. Þar á eftir keyra Xenon perur á mun minna afli en hefðbundnar Halogen perur, eða um 35 W á móti 55W.

Með Xenon ljósum og rétt hönnuðum projector ljósum er hægt að stjórna ljósgeislanum gríðarlega vel - sumir ykkar hafa e.t.v. tekið eftir því hvað þau lýsa sérlega vel til hliðanna og þegar horft er á ljósgeislan í röku lofti má sjá að fyrir ofan ákveðna (lárétta) línu er nákvæmlega engin lýsing!
Þar fyrir utan á þetta að endast í 10þúsund stundir - en framleiðendur vilja ekkert minnast á hversu hratt það minnkar per "kveikju" á rafgasinu.

Það er hægt að fá gríðarlega góðar Halogen perur í dag, þ.e.a.s. perur sem hannaðar eru til að skila hámarks ljósmagni, en ekki til að skila ákveðnum litablæ.

Ég hef lítið álit á Xenon look a like perum. Allt of margar af þeim eru blálitaðar (húðaðar perur - þ.a.l. minna ljósmagn) og sumar hverjar keyra meira að segja á meira afli, allt frá 65W (held að ég hafi meira að segja heyrt um 110W). Bið spjallverja um að spara peninga sína og láta þessi lituðu ljós vera...en hverjum sitt 8)


Hefur það ekki gerst að 110W perur hafi hreinlega brætt perustæði og ljósker?

Author:  Benzer [ Thu 08. Apr 2004 19:44 ]
Post subject: 

Ég var með 90/100w perur i minum og það svínvirkaði...þetta bræðir plastljósaker en ekki gler...

Author:  Thrullerinn [ Sun 11. Apr 2004 22:02 ]
Post subject: 

Ef maður vill fá Xenon ljós á nýjan bíl þá verður maður að taka "ljósaþvott" með, sem kostar margar krónur aukalega :( Mig minnir 45000 kall eða svo.. :?

Author:  jth [ Mon 12. Apr 2004 03:47 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Ef maður vill fá Xenon ljós á nýjan bíl þá verður maður að taka "ljósaþvott" með, sem kostar margar krónur aukalega :( Mig minnir 45000 kall eða svo.. :?


Hárrétt, skv. Evrópu reglugerð (hef ekki hugmynd hvaða Evrópu-stofnun reglugerðin tilheyrir) þurfa bílar með Xenon ljós að vera útbúnir sjálfvirkri hæðarstillingu og þvotti á ljóskerum.

Við pöntuðum bíl með Xenon ljósum hjá B&L '99, þeim var ekki kunnugt um reglugerðina og bíllinn mætti engu að síður með sprautum á framljósum (okkur að kostnaðarlausa að sjálfsögðu :wink: ).

Þessar sprautur eru hrikalegt dæmi, í 5ta hvert skipti sem rúðupiss er notað fer þetta í gang (engin leið að komast hjá því) og sprautar ferlegu magni á framljósin. Er ekki lítrinn af rúðupissi dýrari en bensínlítri :?:

Áhugavert að sjá að B&L leggja einna minnst á Xenon ljós, ljósin sjálf eru á 80k og ljóskerjasprauturnar á 40k. (Kostar uþb 30k meiri í A4).
http://www.bmw.is/bmw/upload/files/annad/3_series_(e46)_coupe.pdf - síða 16
http://www.hekla.is/nyir_bilar/aukahlutir/audi/default.asp

Author:  arnib [ Mon 12. Apr 2004 13:54 ]
Post subject: 

Rúðupiss kostar ekki baun í bala... :)

Author:  Thrullerinn [ Tue 13. Apr 2004 18:39 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Rúðupiss kostar ekki baun í bala... :)


Reyndar þegar maður þrífur bílana í nágrenninu í leiðinni þá kostar þetta nokkrar krónur... :)

Author:  jth [ Tue 13. Apr 2004 23:28 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Rúðupiss kostar ekki baun í bala... :)


Ég man ekki hvernig verðið er á þessu heima, en hér kostar rúðupissið 2svar sinnum meira heldur en bensínið (hvort sem það er nú verði á rúðupissi eða bensíni að þakka :lol: )

En eins og Thrullerinn segir - það munar um minna þegar þetta ljósapiss fer í gang, maður hefur varla við að fylla á tankinn ;)

Author:  force` [ Tue 13. Apr 2004 23:36 ]
Post subject: 

arnib wrote:

En eins og Thrullerinn segir - það munar um minna þegar þetta ljósapiss fer í gang, maður hefur varla við að fylla á tankinn ;)



TELL ME ABOUT IT!!

sorry en mér finnst þetta djöfull pirrandi að vera sífyllandi á tankinn og
ef ég toga aðeins í stöngina þá bara úðar hann alveg endalaust á helvítis ljósin. ég sé ekki tilhvers, ég sé ekkert betur þó hann geri það.....
þó þetta kosti bara skítogkanil, þá er ekkert leiðinlegra en að vera síhellandi á þetta.

Author:  Gunni [ Thu 29. Apr 2004 21:21 ]
Post subject: 

Stilling býður meðlimum BMWKrafts 20% afslátt af Philips Blue Vision perum. Framvísa þarf meðlimaskírteini við kaup!

Nánar hér:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=5741

Author:  Alpina [ Thu 29. Apr 2004 22:01 ]
Post subject: 

force` wrote:
arnib wrote:

En eins og Thrullerinn segir - það munar um minna þegar þetta ljósapiss fer í gang, maður hefur varla við að fylla á tankinn ;)



TELL ME ABOUT IT!!

sorry en mér finnst þetta djöfull pirrandi að vera sífyllandi á tankinn og
ef ég toga aðeins í stöngina þá bara úðar hann alveg endalaust á helvítis ljósin. ég sé ekki tilhvers, ég sé ekkert betur þó hann geri það.....
þó þetta kosti bara skítogkanil, þá er ekkert leiðinlegra en að vera síhellandi á þetta.




HAHAHAHAHAHA ertu ekki með ...........þvottaprogram.....

það eru margir ,,,,VELbúnir BMW með það ,,,,er hissa ef svo er ekki hjá ,þér

Author:  jth [ Fri 30. Apr 2004 16:55 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
...þvottaprogram...


:lol: Forthvottur, adalthvottur og skolun :lol:

Er haegt ad stjorna thessu a E39? A E46 fer hreinsun framljosa sjalfkrafa i gang i 5 hvert skipti sem rudupiss er notad!

Author:  Gunni [ Fri 30. Apr 2004 17:29 ]
Post subject: 

jth wrote:
:lol: Forthvottur, adalthvottur og skolun :lol:

Er haegt ad stjorna thessu a E39? A E46 fer hreinsun framljosa sjalfkrafa i gang i 5 hvert skipti sem rudupiss er notad!


Það er líka þannig á E36. Ég efast um að það sé hægt að stilla þetta eitthvað, nema það sé bara sér sprautustýrir fyrir ljósin :?:

Allavega á einum E36 sem ég átti vantaði sprautuna fyrir ljósið öðrumegin og það kom af og til ansi þykk buna sem bunaðist LANGT þegar maður þreif rúðurnar :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/