Svezel wrote:
Já þetta gæti aldrei orðið eins og alvöru Xenon þar sem það vantar jú magnarann
Kveikt er í rafgasinu með yfir 24 þúsund (!) volta spennumun. Þar á eftir keyra Xenon perur á mun minna afli en hefðbundnar Halogen perur, eða um 35 W á móti 55W.
Með Xenon ljósum og rétt hönnuðum projector ljósum er hægt að stjórna ljósgeislanum gríðarlega vel - sumir ykkar hafa e.t.v. tekið eftir því hvað þau lýsa sérlega vel til hliðanna og þegar horft er á ljósgeislan í röku lofti má sjá að fyrir ofan ákveðna (lárétta) línu er nákvæmlega engin lýsing!
Þar fyrir utan á þetta að endast í 10þúsund stundir - en framleiðendur vilja ekkert minnast á hversu hratt það minnkar per "kveikju" á rafgasinu.
Það er hægt að fá gríðarlega góðar Halogen perur í dag, þ.e.a.s. perur sem hannaðar eru til að skila hámarks ljósmagni, en ekki til að skila ákveðnum litablæ.
Ég hef lítið álit á Xenon look a like perum. Allt of margar af þeim eru blálitaðar (húðaðar perur - þ.a.l. minna ljósmagn) og sumar hverjar keyra meira að segja á meira afli, allt frá 65W (held að ég hafi meira að segja heyrt um 110W). Bið spjallverja um að spara peninga sína og láta þessi lituðu ljós vera...en hverjum sitt
Hefur það ekki gerst að 110W perur hafi hreinlega brætt perustæði og ljósker?