bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

skipta um sjálf skipti barka í e32??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=53133
Page 1 of 1

Author:  Joibs [ Wed 28. Sep 2011 01:08 ]
Post subject:  skipta um sjálf skipti barka í e32??

þarf ég að rífa allt í sundur að innan??
og hvernig er eiginlega best að gera þetta?? :?

Author:  ömmudriver [ Wed 28. Sep 2011 05:08 ]
Post subject:  Re: skipta um sjálf skipti barka í e32??

Danni og Skúli(srr) gerðu þetta úti í rigningunni og notuðu til þess einn tjakk og gerðu þetta neðan frá :)

Author:  srr [ Wed 28. Sep 2011 07:23 ]
Post subject:  Re: skipta um sjálf skipti barka í e32??

Þetta er easy peasy.
Þarft að taka frá cover plötuna að ofanverðu sem skiptistöngin kemur upp úr. (borðið á center console'inu).
Til þess að ná henni þarft handfangið á skiptistönginni sjálfri að fara af.
Til að ná því er ein sexkants stoppskrúfa sem heldur því á.
Þegar coverið er svo komið af þá sérðu hvar barkinn er festur með splitti á endann á skiptistönginni.
Þarft að losa splittið og svo tvær 13mm rær sem halda barkanum föstum að ofanverðu.

Ferð svo undir bíl og losar þar tvær 13mm rær sem halda barkanum föstum á skiptilever utan á sjálfskiptingunni sjálfri.
Svo er þar aðeins ofar á barkanum ein 13mm ró sem heldur barkanum föstum þarna niðri.

Barkinn er stífaður í gegnum boddý með gúmmíhulsu sem er stundum mjög stíf.
Mér gekk best að nota stórt flatt skrúfjárn og ýta á gúmmíhulsuna að ofanverðu þangað til að barkinn fór þá niður í gegn.
Sama gerði ég þegar ég setti nýja barkann í.

:thup:

Author:  Joibs [ Wed 28. Sep 2011 18:41 ]
Post subject:  Re: skipta um sjálf skipti barka í e32??

flotter, algjör snillingur :thup:
veit ekki hversu mikið þú ert búinn að hjálpa mér við þetta vesen en það er alveg heill hellingur!! 8)
átt klárlega skilið eithver verðlaun :lol:

Author:  srr [ Wed 28. Sep 2011 19:23 ]
Post subject:  Re: skipta um sjálf skipti barka í e32??

Joibs wrote:
flotter, algjör snillingur :thup:
veit ekki hversu mikið þú ert búinn að hjálpa mér við þetta vesen en það er alveg heill hellingur!! 8)
átt klárlega skilið eithver verðlaun :lol:

Ekkert að þakka :thup:

Author:  BMW_Owner [ Mon 03. Oct 2011 17:46 ]
Post subject:  Re: skipta um sjálf skipti barka í e32??

skiptir hann ekki um sig sjálfur þessi barki? Sjálf-Skipti-Barki haha :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/