bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
rakaproblaem á nýlegri fimmu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5309 |
Page 1 of 1 |
Author: | bmw1 [ Thu 01. Apr 2004 11:20 ] |
Post subject: | rakaproblaem á nýlegri fimmu |
sælir bræður og systur. fékk svo góð viðbrögð við síðustu spurningu minni að ég ætla að láta aðra vaða. Þannig er að ég á 2000 módel af 523 og það er komið upp rakavandamál í gólfinu hjá hægri afturfarþega ![]() ![]() |
Author: | ramrecon [ Thu 01. Apr 2004 13:14 ] |
Post subject: | Re: rakaproblaem á nýlegri fimmu |
bmw1 wrote: sælir bræður og systur. fékk svo góð viðbrögð við síðustu spurningu minni að ég ætla að láta aðra vaða.
Þannig er að ég á 2000 módel af 523 og það er komið upp rakavandamál í gólfinu hjá hægri afturfarþega ![]() ![]() Hvernig raka vandamál ? lekur þéttingin eða hvar kemur vatnið inní bílinn ? |
Author: | Gunni [ Thu 01. Apr 2004 14:45 ] |
Post subject: | |
Þetta kom fyrir í bíl sem ég átti. Ef þú kíkir undir bílinn þá ætti að vera tappi ca. fyrir miðju á gólffleti (bæði hægra og vinstra megin). Ef það er ekki tappi þá er það vandamálið, og þá er leiðinlegt að laga það. Þú þarft að lyfta teppinu upp og smella nýjum tappa í. Athugaðu þetta og segðu mér hvort það vanti tappann, þá get ég hjálpað þér meira. |
Author: | Dr. E31 [ Thu 01. Apr 2004 14:53 ] |
Post subject: | |
Kunningi minn lenti í því að það vantaði 3 tappa í gólfið hjá honum á '95 740 bíl, það tók ekki nema 5 sólarhringa það þurrka teppið, svampinn undir teppinu með blásara og laga rið sem hafði myndast. Major Payne. |
Author: | grettir [ Sun 04. Apr 2004 18:55 ] |
Post subject: | |
Ég lenti í þessu á e36. Vantaði tappa og allt varð rennblautt afturí ![]() Þegar tappinn var kominn í, setti ég haug af fréttablöðum undir teppið og skipti um þau daglega í einhverja viku, eða þar til allt var orðið þurrt. Sem betur fer var ekkert farið að ryðga, en svampurinn litaðist aðeins af prentsvertu. Það verður kúl að lesa fréttirnar af honum ef maður skiptir um teppi einhvern tímann ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |