Já núna hef ég rekið mig í eitthvað vandamál að ég held.. sko þannig er málið að þegar ég fer út í bíl t.d. og set hann í gang og byrja að keyra eitthvað áfram þá kemur það fyrir stundum (alveg uppúr þurru) að spólvarnar ljósið og ABS ljósið og upphrópunarmerki með hring utanum (svipað handbremsu ljósi) þá kveiknar á þessum 3 ljósum í mælaborði og það er alveg þangað til að ég drep á bílnum, síðan næst þá kemur það ekki. Á meðan þessi ljós eru í mælaborðinu get ég spólað eins og vitleysingur og abs aftengt og svona, ég hef farið með bílinn í svona rafmagns test uppí B&L og þeir sögðu að þetta gæti verið einn af 2 rofum fyrir ofan fótstigs bremsuna einhverjir rofar þar, ég veit ekki en gæti þetta verið eitthvað stórt vandamál því þetta poppar upp alltíeinu bara í venjulegum akstri t.d.
Kannast einhver við svona
ps. Ég var líka að velta fyrir mér HVAR tekur maður ABS úr sambandi og spólvörnina ? eru einhverjir takkar eða eitthvað sem maður kippir úr sambandi, ekki hika við að commenta.
Þetta er e39 540 '99 árg.