Nei. Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir að henda peningum þannig að ég kaupi hann ekki á meira en aðrir myndi kaupa hann á.
Veit ekki alveg hvað gaurinn er að pæla með því að hækka verðið. Hlítur að vera búinn að sjá að hann getur ekki selt á 350. Hvað þá 400!! Kannski vonast hann þá til að fólk prútti jafn mikið og vanalega og þá fái hann meira fyrir bílinn. En það er náttúrulega erfiðara að selja því lengur sem bíllinn er til sölu.
Fór einmitt með bílinn í skoðun. Gaurinn búinn að fullyrða að bíllinn væri 100% fyrir utan að rafmagn virkar ekki í farþegahurð og vill selja á 300 þannig og ég var að spá í að taka því.
En þar kemur hitt og þetta í ljós (slit í festingum fyrir jafnvægisstöng, hjólspyrnufóðring skemmd báðum megin aftan, diskar illa farnir aftan, frostþol kælivökva ófullnægjandi, smá olíuleki og ýmislegt annað smávægilegt, als 20 atriði!!).
Og þá segist gaurinn vera til í að gera við allt ef ég borgi 350. Semsagt búinn að hækka verðið um 50 kall en selur fyrir 300 ef ég kaupi varahluti!!
Hann segir að ekkert sé búið að eiga við vél né kassa ef ég skildi hann rétt.
Veit ekki hvað maður gerir í þessu. Er bara að leita að svörtum e34 með l6 vél og í fínu standi í kringum 2-300 kall
Þetta eru einfaldlega einu bílarnir sem mig langar í í dag.