saemi wrote:
Þú segir að hann sé með sprautuklefa en noti hann ekki??? Af hverju ekki?? Ertu nokkuð að blanda saman bökunarofninum og sprautuklefa. Það VERÐUR að sprauta bíl á stað sem er mjög hreinn, annars verður þetta eins og flugnapappír dýft í sand.
Það er alveg hægt að sprauta metallic litum eins og eins þátta litum. það er bara erfiðara að sprauta metallic. Glæran er erfiðasti parturinn. Það er mun auðveldara að sprauta lit eins og hvítt, bæði lekur hann síður og einnig er svo auðvelt að massa hann eftir á niður. Það er ekkert sem jafnast á við heilsprautun að taka smá part eins og sílsa og mála þá. Og hvítt er einna besti litur sem þú færð til að mála, það er svo gott að eiga við hann.
En ég segi að það sé alveg klárt mál að þú færð ekki neitt sem vit er í undir 100 kalli í heilsprautun. Ég myndi miða við 2-300 með öllu rifrildi og samsetningu sjálfur. Þó svo að þú vinnir undirvinnuna eins vel og hægt er að gera, þá er bara vinnan við að sprauta og efnið það dýrt.
Ég myndi ekki hafa neitt að gera við nafnið á þeim manni sem gerir þetta fyrir 50 kall
En.. þetta eru bara mín 5 sent.
Point taken, en það er gott að fá þetta fram til að hjálpa manni - um að gera að vera hreinskilinn
Neibb, hann notaði hann sprautuklefann, það var hinsvegar allt blautt á gólfinu hjá honum.
Ætli sterkasti leikurinn sé þá ekki að fá þetta almennilega gert, taka sem mest af honum sjálfur og fá hvítann eða þennan gula lit til að þetta sé sem pottþéttast
Menn hljóta að vera til í góðan díl vinnulega séð ef þeir hafa t.d. 3 mánuði til að grípa í þetta eftir þörfum

er það ekki smuga?