bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gengur 12cyl BMW stundum á 6cyl?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5165
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Thu 25. Mar 2004 00:33 ]
Post subject: 

Langaði að koma með smá spurningu, ganga ekki sumir 12 cyl bílar á 6 cyl þegar ekki er verið að nota bensínpedalinn?

Author:  Dr. E31 [ Thu 25. Mar 2004 00:54 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Langaði að koma með smá spurningu, ganga ekki sumir 12 cyl bílar á 6 cyl þegar ekki er verið að nota bensínpedalinn?


NEI.

Author:  oskard [ Thu 25. Mar 2004 01:03 ]
Post subject: 

ekki BMW ... gerði benz ekki svona sem virkaði allveg svakalega
illa... eða var það annar bílaframleiðandi

Author:  GHR [ Thu 25. Mar 2004 01:39 ]
Post subject: 

Þetta er nefnilega mjög stór miskilningur og mjög margir halda þetta en eins og dr.E31 segir........NEI :!:

Author:  Austmannn [ Thu 25. Mar 2004 09:40 ]
Post subject: 

Þetta er bara rangt hjá ykkur, S600 bílinn frá bens var með þessu kerfi, þú gast slökkt á 6 cyl, ef þú vildir það, en um leið og þú TRAMP-aðir bílinn þú ruku þeir í gang. Las þetta sjálfur í bæklingi niðirí ræsi, og fékk þetta staðfest af sölumanni.

Author:  GHR [ Thu 25. Mar 2004 10:58 ]
Post subject: 

Þetta er EKKI Í BMW, hef ekki hugmynd með Benz :wink:

Author:  iar [ Thu 25. Mar 2004 11:08 ]
Post subject: 

Gadem hvað þið getði verið miklir bullukollar :lol: stoppa aðeins og anda, pósta svo á rétta staði. :-D

Einhver bandaríski framleiðandinn var líka með svona vél fyrir 3-4 árum í concept bíl, man ekki cylindrafjöldan en hann átti að ganga á helmingnum til að spara bensín. Þyrfti að grafa í blaðabunka í geymslunni til að ryfja upp hvaða framleiðandi þetta var. :oops:

Author:  Svezel [ Thu 25. Mar 2004 11:15 ]
Post subject: 

Cadillac var með svona í kringum 1970, var víst alltaf bilað

Author:  benzboy [ Thu 25. Mar 2004 11:30 ]
Post subject: 

Þessi búnaður kom í s600 fyrst og fremst sem svona "limp mode" þ.e.a.s. til þess að hægt væri að komast "heim" ef bíllinn bilaði - málið er bara að þetta er Benz = bilar ekki :wink:

Author:  fart [ Thu 25. Mar 2004 11:52 ]
Post subject: 

S600 er ekki ML benz og bilar því ekki.

Author:  Benzari [ Thu 25. Mar 2004 12:38 ]
Post subject: 

ML er e-ð sem Daimler-Chrysler á allann Óheiðurinn af og verður aldrei viðurkenndur sem sjæní stjarna í mínum augum :cry:

Bara að grínast :? sorglegt hvernig fór með þetta slyddujeppadrasl til að byrja með, veit ekki hvernig seinni tíma árgerðir koma út.

Author:  Jss [ Thu 25. Mar 2004 13:21 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
ML er e-ð sem Daimler-Chrysler á allann Óheiðurinn af og verður aldrei viðurkenndur sem sjæní stjarna í mínum augum :cry:

Bara að grínast :? sorglegt hvernig fór með þetta slyddujeppadrasl til að byrja með, veit ekki hvernig seinni tíma árgerðir koma út.


Seinni tíma árgerðirnar eru skv. því sem ég hef heyrt töluvert betri en þeir sem á undan komu en jafnast samt ekki á við X5. 8) :D

Author:  Dinan [ Thu 25. Mar 2004 21:24 ]
Post subject: 

Einn vinnufélagi minn á 750 e32 og hann vill meina það að á langkeyrslu þá dettur út 6 cyl og spari þar af leiðandi einhverja dropa... hef þetta bara frá honum, þekki þetta ekki sjálfur :wink:

Author:  Dr. E31 [ Thu 25. Mar 2004 22:57 ]
Post subject: 

Ég tók einu sinni MAF (Mass Airflow Sensor) úr sambandi og þá dettur auðvitað annar helmingurinn af vélinni út og hann gekk á sex zilendrum og það var enginn kraftur í bílnum það fór meirihlutinn af aflinu í að knýa þá sex "dauðu" zilendra. Ég náði varla 50km hraða þannig.
Dinan: vinnufélagi þinn er örugglega á biluðum 750 ef að sex zilendrar detta út í langkeyrslu. :wink:

Author:  gunnar [ Fri 26. Mar 2004 11:06 ]
Post subject: 

Hehe snilld, kannski hann ljúgi þessu bara að fólki svo það haldi ekki að bíllinn sé bilaður :D nei nei allt í djóki :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/