bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e34 525i bílakaup?? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=5123 |
Page 1 of 2 |
Author: | zneb [ Mon 22. Mar 2004 23:12 ] |
Post subject: | e34 525i bílakaup?? |
Ég er alvarlega að velta því fyrir mér að skella mér á svona grip. Prófaði einn ´89 módel um daginn. Virkaði vel og virtist vera í toppformi þrátt fyrir mikinn akstur (320þús. reyndar aðallega í Þýskalandi). Algjör schnilld að keyra þetta ![]() Var að spá hvernig þessir bílar væru að standa sig (varðandi viðhald, endingu og rekstrarkostnað) og hvað þarf að skoða sérstaklega. Veit að 520 bílarnir frá þessu tímabili eru oft með sprungin hedd en hef ekki heyrt það um 525. Hvernig er ykkar reynsla af þessum bílum? Öll komment varðandi þessa bíla (525i) þáðar með þökkum ![]() |
Author: | Eggert [ Mon 22. Mar 2004 23:17 ] |
Post subject: | |
Ætli við séum þá ekki tveir að slást um hann.... ![]() |
Author: | Bjarkih [ Mon 22. Mar 2004 23:19 ] |
Post subject: | |
E-34 er náttúrulega skotheldir bílar. Hérna er smá upplýsingar http://www.unixnerd.demon.co.uk/e34.html og hérna eru leiðbeningar frá total BMW Magazine http://www.totalbmwmag.co.uk/Buying/BuyingJan01.PDF |
Author: | Djofullinn [ Mon 22. Mar 2004 23:40 ] |
Post subject: | |
Persónulega mundi ég fá mér '90+ bíl með M50 vél. |
Author: | zneb [ Tue 23. Mar 2004 07:15 ] |
Post subject: | |
Ég myndi líka frekar vilja m50 vélina en þetta er náttúrulega allt spurning um peninga. Hef ekki fundið neinn með m50 vél sem mér líst á, á viðráðanlegu verði ennþá ![]() Ef einhver veit um önnur fín eintök af svona bíl til sölu væru allar upplýsingar vel þegnar. |
Author: | zneb [ Thu 25. Mar 2004 23:41 ] |
Post subject: | |
Finnst ykkur 350 þús of mikið fyrir svona bíl? Ekinn 320þús, svartur, svart leður, bsk, 16" álf, cd. Búinn að tala við fullt af fólki (m.a. einhvern sem er nokkuð hátt settur í bmw deildinni á verskstæði b&l eða e-ð) og allir segja 250 sanngjarnt. En gaurinn vill ekki fara krónu neðar ![]() |
Author: | Eggert [ Fri 26. Mar 2004 08:36 ] |
Post subject: | |
350 þúsund ca$h fyrir svona bíl er of mikið að mínu mati já. Það er ýmislegt opið fyrir manni með 350 kall í rassvasanum... ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 26. Mar 2004 11:05 ] |
Post subject: | |
Mín persónulega skoðun er bara gleymdu þessu, getur fundið þér skárri bíll á þennan pening. Hann er nátturulega ekinn alveg drullumikið. En þó á nú ekki að skipta ef þetta er gott eintak. Er bara að segja mitt álit á þessu, mér finnst 350 þúsund ALLTOF mikið fyrir hann. |
Author: | GHR [ Fri 26. Mar 2004 11:43 ] |
Post subject: | |
Það er náttúrulega of hátt verð, en mér finnst skrýtið að eigandinn vilji ekki lækka sig gegn staðgreiðslu ![]() Mér gat nefnilega fengið bílinn á 300þús og það er búið að keyra bílinn töluvert síðan ![]() Mættu bara á staðinn með peningana og hann tekur þessu ![]() En ef ekki láttu bara vaða ef þú hefur nógu mikinn áhuga, peningar eru bara pappír og færi þér enga ánægju nema þú notir þá ![]() |
Author: | Eggert [ Fri 26. Mar 2004 12:11 ] |
Post subject: | |
GHR meikar alveg sense, og ég veit sjálfur að bíllinn er fallegur. Ég var að skoða hann og gerði eigandanum tilboð sem hann hafnaði. Það var svosem raunhæft tilboð, en ég væri að fá hann á mikið minna en 350. Mig langar í BMW og þessvegna myndi ég sætta mig við það. Verst þótti mér samt sem áður að bíllinn er ekinn ávið leigubíl og núverandi eigandi veit ekkert hvað/hvort hefur verið átt við vél eða kassa. Gangi þér vel og vona að bíllinn reynist vel ef að þú kaupir hann. |
Author: | Eggert [ Sat 27. Mar 2004 12:51 ] |
Post subject: | |
Ég sé að umræddur BMW er í helgarblaðinu núna á 400 þús ásett... gekk ekkert að semja við rússann ? ![]() |
Author: | zneb [ Sun 28. Mar 2004 14:53 ] |
Post subject: | |
Nei. Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir að henda peningum þannig að ég kaupi hann ekki á meira en aðrir myndi kaupa hann á. Veit ekki alveg hvað gaurinn er að pæla með því að hækka verðið. Hlítur að vera búinn að sjá að hann getur ekki selt á 350. Hvað þá 400!! Kannski vonast hann þá til að fólk prútti jafn mikið og vanalega og þá fái hann meira fyrir bílinn. En það er náttúrulega erfiðara að selja því lengur sem bíllinn er til sölu. Fór einmitt með bílinn í skoðun. Gaurinn búinn að fullyrða að bíllinn væri 100% fyrir utan að rafmagn virkar ekki í farþegahurð og vill selja á 300 þannig og ég var að spá í að taka því. En þar kemur hitt og þetta í ljós (slit í festingum fyrir jafnvægisstöng, hjólspyrnufóðring skemmd báðum megin aftan, diskar illa farnir aftan, frostþol kælivökva ófullnægjandi, smá olíuleki og ýmislegt annað smávægilegt, als 20 atriði!!). Og þá segist gaurinn vera til í að gera við allt ef ég borgi 350. Semsagt búinn að hækka verðið um 50 kall en selur fyrir 300 ef ég kaupi varahluti!! Hann segir að ekkert sé búið að eiga við vél né kassa ef ég skildi hann rétt. Veit ekki hvað maður gerir í þessu. Er bara að leita að svörtum e34 með l6 vél og í fínu standi í kringum 2-300 kall ![]() Þetta eru einfaldlega einu bílarnir sem mig langar í í dag. |
Author: | Eggert [ Sun 28. Mar 2004 15:24 ] |
Post subject: | |
Það er erfitt að díla við þennan gaur, sérstaklega þar sem hann talar ekki ensku og skilur eginlega ekki íslensku heldur. Ég hef ekki hugmynd um hvort að gaurinn viti nokkuð hvað ég bauð honum gott tilboð í bílinn. Ég bauð honum skipti á dýrari bíl, með listaverð uppá 780 þúsund. Hann tæki við áhvílandi láni en ég fengi BMWinn. Ef hann fengi listaverð fyrir bílinn minn, þá fengi hann útúr honum 440 þúsund. Hann neitaði, mér til frekar mikillar undrunar. En svona er þetta bara, hann er með ágætan bíl, en engan gullmola einsog hann virðist halda. ![]() |
Author: | zneb [ Sun 28. Mar 2004 15:54 ] |
Post subject: | |
Já, sammála því. Þegar ég bauð honum 250 sagði hann það vera út í hött þar sem ég gæti fengið toyota druslu fyrir það sem er alveg rétt. Málið er bara það að það er auðvelt að fá varahluti í þær, þær haldast súper vel í verði, auðveldar í sölu og þar með ódýrt að reka. En alveg hundleiðinlegir bílar! Þannig að ég bíð bara þolinmóður. Hann er með símanúmerið mitt og ég með peningana (og kannski aðeins meiri) þannig að ég bíð bara rólegur þar til hann hefur samband eða þá að ég finni annan. Annars ætla ég að þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin. Þetta er snillldar klúbbur ![]() |
Author: | oskard [ Sun 28. Mar 2004 15:56 ] |
Post subject: | |
það ætti nú að vera auðvelt að fá varahluti í e34 líka sko ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |