bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 19:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

Haldið þið að maður gæti heilsprautað sjálfur?
Ekki séns, alltof vandasamt 38%  38%  [ 19 ]
Gæti gengið ef þú sættir þig við örlitla galla 26%  26%  [ 13 ]
Yrði örugglega ekki verra en víða, auk þess hægt að prófa aftur! 12%  12%  [ 6 ]
Bara sniðugt, þú átt þá græjurnar til að nota í viðgerðir 14%  14%  [ 7 ]
Marg borgar sig, EF þú hefur aðstöðu 10%  10%  [ 5 ]
Total votes : 50
Author Message
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:12 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég fékk geggjaða hugmynd áðan.

Heilsprautun sýnist mér kosta á bilinu 300-500 þúsund krónur.

Ef maður hefur góða aðstöðu, ætti maður þá ekki allavega að pæla í því að gera þetta sjálfur. Kaupa eða leigja græjurnar sem til þarf. Ef maður kaupir þá á maður græjurnar (loftpressuna hægt að nota í margt annað) og gæti því sprautað hvenær sem er ef eitthvað kemur uppá eða ef maður er ekki alveg ánægður.

Fyrir 300 þúsund kall er hægt að fá ágæta loftpressu, sprautugræjur og fleira :roll: bara að spekúlera sko :lol:

Já og mér datt þetta í hug vegna þess að ég hef séð á netinu að mjög margir sprauta bílana sína sjálfir, og hafa meira segja fengið verðlaun fyrir "concourse" bíla þrátt fyrir það.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Ekki illa meint.....en

1) Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður, skalt þú og þeim gjöra :idea: :idea:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:20 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Alpina wrote:
Ekki illa meint.....en

1) Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður, skalt þú og þeim gjöra :idea: :idea:


Einmitt - þessvegna spyr maður til að fá hreinskilin svör :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þú getur gert þetta sjálfur, en þá verður þú að vera mjög heppin og laghentur.

Ég hef heilsprautað bíl sjálfur og þetta kom "allt í lagi" út. Ekkert sem ég myndi gera við barnið mitt, en eitthvað sem hægt er að láta sjá sig á.

Þó þetta hljómi bara eins og að gluða yfir bílinn, þá er heilmikil fræði að baki þessu, ekkert sem hver sem er gerir bara 1-2 og 3

Bara efnið í þetta verður alltaf á bilinu 50-70 kall.

Þú getur ekki losnað við rykkorn úr lakkinu nema vera með MJÖG góða aðstöðu - sprautuklefa sem sagt.

Þú þarft að hafa mjög stóran loftkút og aflmikla pressu til að missa ekki andan, það dugir ekki hvaða apapressa sem er í heilsprautun.

Þetta er mjög tímafrekt.

Bottom line, NEI, maður heilsprautar ekki Porsche sjálfur.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Ég hef einu sinni heilsprautað bíl sjálfur og það eru ákveðinn vandamál við að sprauta sjálfur.
Þegar maður er ekki í þar til gerðum klefa til sprautunar þá færðu alltaf ryk í lakkið, þetta ryk verður til við sprautunina sjálfa, lakk sem þornar áður en það lendir á fletinum sem er verið að sprauta. Og ef þú ætlar að sprauta sjálfur verðuru að halda þig við grunn liti ekki sanseraða liti ( metalik). En það eru líka kostir við að gera hlutina sjálfur eins og td. að oftast eru hlutirnir betur gerðir hjá manni sjálfum en þeim sem eru að vinna í tilboðs vinnu. En það eru áræðanlega einhverir sprautarar á spjallinu sem geta sagt þér allt um þetta.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Last edited by jens on Sun 28. Mar 2004 21:33, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Sammála Sæma.

Sprautuklefi og alvöru græjur kosta sitt og svo þarf að læra að gera þetta vel...

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:32 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
saemi wrote:
Þú getur gert þetta sjálfur, en þá verður þú að vera mjög heppin og laghentur.

Ég hef heilsprautað bíl sjálfur og þetta kom "allt í lagi" út. Ekkert sem ég myndi gera við barnið mitt, en eitthvað sem hægt er að láta sjá sig á.

Þó þetta hljómi bara eins og að gluða yfir bílinn, þá er heilmikil fræði að baki þessu, ekkert sem hver sem er gerir bara 1-2 og 3

Bara efnið í þetta verður alltaf á bilinu 50-70 kall.

Þú getur ekki losnað við rykkorn úr lakkinu nema vera með MJÖG góða aðstöðu - sprautuklefa sem sagt.

Þú þarft að hafa mjög stóran loftkút og aflmikla pressu til að missa ekki andan, það dugir ekki hvaða apapressa sem er í heilsprautun.

Þetta er mjög tímafrekt.

Bottom line, NEI, maður heilsprautar ekki Porsche sjálfur.


Ég hef fylgst með sprautun og hafði mjög gaman af því, sá gaur var reyndar með sprautuklefa en sagðist aldrei nota hann, sprautuvinnan var óaðfinnanlega og ekki séns að sjá hvar nýja lakkið var og hvar var gamalt og það á gömlum bíl.

Nei, þetta er sennilega ekkert grín en myndi samt ekki skipta miklu máli í hvaða lit sprautað er. T.d. ef það er hvítur. Ég náði að massa "spreybrúsa" sprautunina þannig að það var ekki séns að sjá að ég hefði komið nálægt þessu (þar sem mössunin tókst :lol: ).

Þetta virðist vera algengt á Porsche síðunum að menn sprauti sjálfir.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:34 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 18. Aug 2003 21:41
Posts: 148
Location: Suðurnes
ekki sprauta sjálfur, milu frekar vinna allt sjálfur fyrir sprautun , og láta fagmann mála,, ég er með tilboð í almálun á minn 50þ kall, þ.e. bara að grunna og mála, + efni sem er 20-30þ


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:36 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Gulag wrote:
ekki sprauta sjálfur, milu frekar vinna allt sjálfur fyrir sprautun , og láta fagmann mála,, ég er með tilboð í almálun á minn 50þ kall, þ.e. bara að grunna og mála, + efni sem er 20-30þ


Bloody hell - fyrir þann pening þá þýðir ekkert að pæla í þessu.

EN á þessu verði, verður þetta almennilega gert? Og eitt í viðbót, vinnur þú hann undir þetta alveg niður í stál eða bara svo gott sem? Og væri ekki lang best ef maður gæti sandblásið parta? Þá kæmi loftpressan sér allavega vel... :roll:

BLESSAÐUR láttu mig hafa nafnið á manninum! :shock:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Sprautaðu bara löduna sjálfur.. við erum varla að tala um Porsche eða BMW er það?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Fer náttúrlega alveg eftir því hvað þú ætlar þér með bílinn. Sprautun er samt ekki alveg bara spurning um bestu græjurnar heldur líka smá færni. Fyrsta projectið myndi pottþétt ekki verða fullkomið. Ég fékk svona áhuga á því að sprauta í fyrra og pantaði mér bók af amazon og kynnti mér þetta aðeins. Svo sprautaði ég aðeins á bílnum mínum um jólinn. Pottþétt betra en ryðið en það sést alveg að byrjandi var á ferð. En það eru líka ótal atriði sem ég mun gera betur næst þegar ég tek könnu í hönd þannig þetta á bara eftir að batna. Myndi samt varla leggja í það að sprauta topp á bíl, húdd eða eitthvað þannig. Hlutir eins og að fade'a samskeyti eru líka mjög erfiðir. En ef maður hefur gaman af þessu því ekki að leika sér smá. Ég er með litla hobby loftpressu en pro HVLP könnu frá DeVilbiss.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 21:48 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Bjarki wrote:
Fer náttúrlega alveg eftir því hvað þú ætlar þér með bílinn. Sprautun er samt ekki alveg bara spurning um bestu græjurnar heldur líka smá færni. Fyrsta projectið myndi pottþétt ekki verða fullkomið. Ég fékk svona áhuga á því að sprauta í fyrra og pantaði mér bók af amazon og kynnti mér þetta aðeins. Svo sprautaði ég aðeins á bílnum mínum um jólinn. Pottþétt betra en ryðið en það sést alveg að byrjandi var á ferð. En það eru líka ótal atriði sem ég mun gera betur næst þegar ég tek könnu í hönd þannig þetta á bara eftir að batna. Myndi samt varla leggja í það að sprauta topp á bíl, húdd eða eitthvað þannig. Hlutir eins og að fade'a samskeyti eru líka mjög erfiðir. En ef maður hefur gaman af þessu því ekki að leika sér smá. Ég er með litla hobby loftpressu en pro HVLP könnu frá DeVilbiss.


Þetta er eftir allt spurning um peninga, eflaust er best að leita bara eftir hagstæðu tilboði, taka bílinn í sundur og undirbúa sjálfur. Fá svo pottþétta sprautun.

Ef ég fengi sprautun á undir 100 þús eins og Gulag talar um þá færi ég skoð í þetta í sumar - ef þetta er 300 kall þá verð ég að taka nokkra mánuði í vetur í þetta verkefni.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 22:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þú segir að hann sé með sprautuklefa en noti hann ekki??? Af hverju ekki?? Ertu nokkuð að blanda saman bökunarofninum og sprautuklefa. Það VERÐUR að sprauta bíl á stað sem er mjög hreinn, annars verður þetta eins og flugnapappír dýft í sand.

Það er alveg hægt fyrir amatöra að sprauta metallic litum eins og eins þátta litum. Bíllinn sem ég heilsprautaði var með metallic lit. Það er bara erfiðara að sprauta metallic. Glæran er erfiðasti parturinn.

Það er mun auðveldara að sprauta lit eins og hvítt, bæði lekur hann síður og einnig er svo auðvelt að massa hann eftir á niður. Það er ekkert sem jafnast á við heilsprautun að taka smá part eins og sílsa og mála þá. Og hvítt er einna besti litur sem þú færð til að mála, það er svo gott að eiga við hann.

En ég segi að það sé alveg klárt mál að þú færð ekki neitt sem vit er í undir 100 kalli í heilsprautun. Ég myndi miða við 2-300 með öllu rifrildi og samsetningu sjálfur. Þó svo að þú vinnir undirvinnuna eins vel og hægt er að gera, þá er bara vinnan við að sprauta og efnið það dýrt.

Ég myndi ekki hafa neitt að gera við nafnið á þeim manni sem gerir þetta fyrir 50 kall :roll:

En.. þetta eru bara mín 5 sent.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 22:05 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
saemi wrote:
Þú segir að hann sé með sprautuklefa en noti hann ekki??? Af hverju ekki?? Ertu nokkuð að blanda saman bökunarofninum og sprautuklefa. Það VERÐUR að sprauta bíl á stað sem er mjög hreinn, annars verður þetta eins og flugnapappír dýft í sand.

Það er alveg hægt að sprauta metallic litum eins og eins þátta litum. það er bara erfiðara að sprauta metallic. Glæran er erfiðasti parturinn. Það er mun auðveldara að sprauta lit eins og hvítt, bæði lekur hann síður og einnig er svo auðvelt að massa hann eftir á niður. Það er ekkert sem jafnast á við heilsprautun að taka smá part eins og sílsa og mála þá. Og hvítt er einna besti litur sem þú færð til að mála, það er svo gott að eiga við hann.

En ég segi að það sé alveg klárt mál að þú færð ekki neitt sem vit er í undir 100 kalli í heilsprautun. Ég myndi miða við 2-300 með öllu rifrildi og samsetningu sjálfur. Þó svo að þú vinnir undirvinnuna eins vel og hægt er að gera, þá er bara vinnan við að sprauta og efnið það dýrt.

Ég myndi ekki hafa neitt að gera við nafnið á þeim manni sem gerir þetta fyrir 50 kall :roll:

En.. þetta eru bara mín 5 sent.


Point taken, en það er gott að fá þetta fram til að hjálpa manni - um að gera að vera hreinskilinn :D

Neibb, hann notaði hann sprautuklefann, það var hinsvegar allt blautt á gólfinu hjá honum.

Ætli sterkasti leikurinn sé þá ekki að fá þetta almennilega gert, taka sem mest af honum sjálfur og fá hvítann eða þennan gula lit til að þetta sé sem pottþéttast :?:

Menn hljóta að vera til í góðan díl vinnulega séð ef þeir hafa t.d. 3 mánuði til að grípa í þetta eftir þörfum :?: er það ekki smuga?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. Mar 2004 22:40 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það er einmitt mjög gott að fá á þetta díl þannig að það sé gripið í þetta og láta bílinn liggja hjá þeim yfir vetrartímann þegar það er minnst að gera.

Ef þú lætur fagmann um þetta þarftu ekkert að vera hræddur við metallic liti, þeir eru engir aukvisar með könnuna ;)

Það er einmitt helsta ráðið, bleyta allt, gólfið veggi osfrvs (samt ekki bílinn :lol: )

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group