bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 320D Touring
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=50555
Page 1 of 1

Author:  jens [ Thu 14. Apr 2011 18:04 ]
Post subject:  E46 320D Touring

Veit að einhverjir eru með reynslu af þessum bílum hér, eru þetta ekki skemmtilegir bílar.
Hvað er þetta að endast t.d turbína, hvað þarf maður að varast ?
Hvað er þetta að eyða ?

Author:  ppp [ Thu 14. Apr 2011 18:37 ]
Post subject:  Re: E46 320D Touring

Túrbínurnar eru bara happ og glapp skilst mér. Fer samt væntanlega eftir því hversu vel bíllinn hefur verið keyrður. T.d. hvort að túrbínuni sé leyft að kæla sig aðeins áður en drepið er á bílnum, og eins hvort það sé eitthvað verið að þrykkja hana í botn ískaldri.

En það fyrsta sem þú ættir að gera er að fjarlægja swirl flaps úr vélinni. Það skaðar ekki performance, heldur hefur eitthvað að gera með emission quality skilst mér.



Eyðsla? Tja minn 330d automatic er að fara upp í 9 hæðst þegar ég keyri mjög hressilega innanbæjar, og/eða það er þrusu kalt og bíllinn ekki orðinn heitur -- og svona sirka 5-6 á langkeyrslu, þannig að manual 320d hlýtur að eyða sirka engu.

Author:  joiS [ Mon 18. Apr 2011 15:21 ]
Post subject:  Re: E46 320D Touring

á einn svona sem hefur verið bilaður síðan í júli, frábær aksturbíll en allgjör gallagripur, mitt mat , motorinn er hreinlega gallaður í þessum bíl

Author:  vikingur112 [ Mon 18. Apr 2011 22:03 ]
Post subject:  Re: E46 320D Touring

Kælikerfið er gallað í þessum bílum eins og í flestum 99-2002-3 módelum. það er svona það eina sem mér dettur í hug.

Author:  Einarsss [ Tue 19. Apr 2011 08:28 ]
Post subject:  Re: E46 320D Touring

átti 2004 árg af 320d touring, var alveg að fíla hann :thup: Ekkert vesen á honum í þetta eina ár sem ég átti hann. Hinsvegar hafa þessar bínur verið að fara í kringum 120-150k

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/