bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=50368
Page 1 of 7

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Apr 2011 22:38 ]
Post subject:  Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

Held að ég hafi nú sett inn spurningu varðandi þetta áður

En núna er kominn annar maf í hann, breyttist ekkert, einnig er búið að skipta um loom eins og það leggur sig

Testaði áðan að skipta um tölvu ( fékk lánað hjá Zed III :thup: )

En hann gengur alveg eins, rokkar í lausaganginum frekar gróft, pústið sjóðhitnar einnig.
Svo er hann þannig á gjöf að hann kokar einhvernveginn og missir niður snúning og ekkert hægt að gefa inn, tekur ekkert við sér.

Þegar honum er stungið í samband við tölvu þá kemur hann með villur á Output Stage en enga nánari lýsingu.

Þetta er farið að verða fáránlega þreytt :thdown:

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Apr 2011 22:39 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Gott að bæta við að stundum keyrir hann alveg fullkomnlega og það er ekki fyrr en hann fer í lausagang að hann fer að ganga illa

Author:  300+ [ Mon 04. Apr 2011 22:47 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Hvarfakúturinn að stíflast :?

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Apr 2011 22:50 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Mundi útskýra kokið

En ekki lausaganginn, það er eldra vesen

Author:  Jón Ragnar [ Mon 04. Apr 2011 22:58 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Fékk auðvitað pústið notað og henti því í heilulagi undir

Gæti þessvegna útskýrt hversvegna það hitnar svona sjúklega þegar hann er búinn að ganga í lausagangi lengi

Author:  gstuning [ Mon 04. Apr 2011 23:16 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Hvar sjóðhitnar pústið?

Er það rauðglóandi heitt?

Áttu einhvern séns á að mæla voltin á MAFinu á meðan þú ert að keyra hann?

Author:  tinni77 [ Mon 04. Apr 2011 23:19 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Kerti ?

Eru svona lausagangspungar á M50 ?

Ef svo, er hann í lagi ?


P.S. Ætla ekki að vera með nein leiðindi, en ertu ekki með M50B25 í gula ? :)

Author:  IngóJP [ Tue 05. Apr 2011 02:18 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Það er alltaf eitthvað sem segir pústið hef oftar en einu sinni verið með svona leiðinlegan gang hvarfi stíflaður hlýtur að vera

Author:  gunnar [ Tue 05. Apr 2011 06:35 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Hvaða árgerð er þessi bíll? Af hverju hendir þú ekki hvörfunum bara undan ?

Author:  Jón Ragnar [ Tue 05. Apr 2011 10:36 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B20 Non Vanos

Auðvitað er þetta B25

En bíllinn er 96 árgerð
Ég ætla samt að henda hvörfum undir og setja túpur bara,

Hef ekki ennþá mælt maf gaurinn á ferð

Author:  GunniT [ Tue 05. Apr 2011 15:32 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

Búin að prófa að aftengja súrefnisskynjaran??

Author:  Jón Ragnar [ Tue 05. Apr 2011 15:33 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

Nei, en maður hefur oft lesið um að hann sé ekkert svo mikilvægur, allavega hefur hann ekki bein áhrif á ganginn svona mikið

Author:  Zed III [ Tue 05. Apr 2011 18:04 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

my money er á maf-inn

Author:  GunniT [ Tue 05. Apr 2011 18:18 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

ég lennti í því með m50 að súrefnisskynjari sá til þess að billinn gekk ílla, kokaði þegar honum hentaði og og missti allt afl.. Ekki mikið mál að plögga hann úr sambandi til þess að prófa..

Author:  Jón Ragnar [ Wed 06. Apr 2011 08:58 ]
Post subject:  Re: Gangtruflanir í M50B25 Non Vanos

GunniT wrote:
ég lennti í því með m50 að súrefnisskynjari sá til þess að billinn gekk ílla, kokaði þegar honum hentaði og og missti allt afl.. Ekki mikið mál að plögga hann úr sambandi til þess að prófa..



Þetta er samt eiginlega 3ðji o2 sensor síðan þetta byrjaði :thdown:

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/