| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Bilanagreina hita í framrúðu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=49944 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Einsii [ Fri 11. Mar 2011 10:32 ] |
| Post subject: | Bilanagreina hita í framrúðu |
Sælir. Þetta ætlar alveg að fara með mig, ég er að reyna að fynna út afhverju hitinn í framrúðunni á 750 bílnum virkar ekki. Það er element undir þurkunum sem á að halda þvi svæði og þurkunum svona mátulega ófrosnu. En hjá mér virðist þetta ekki hitna og held ég að rúðupiss stútarnir sem eiga að fara í gang með rúðunni geri það ekki heldur. Rúðan og elementið er nýtt, ég er búinn að opna gluggapóstinn farþegamegin og sé þar að tengið fyrir elementið er vel í tenginu, klikkaði reyndar á að mæla hvort það kæmi straumur á það því ég var með bílinn inni i 20° hita og þessi búnaður fer ekki í gang fyrren hitinn fer undir 3°. Ég er búinn að skoða öll öryggi sem ég fynn bæði í húddi og skotti, Ég reyndi að mæla útleyðslu á rúðupissstútunum sem mér þótti alveg eins lýkleg skýring, það gekk samt eitthvað illa en miðað við þær mælingar leiðir ekki út. Mér dettur í hug að þetta gæti verið relayið sem á að kveikja á þessu en ég fynna bara hvergi neinn lista yfir relay í bílnum og hvar þau eru, svo er líka spurning hvort stýringin fyrir þetta geti verið með vesen en ég veit ekki hvað stýrir þessu eða þá hvar ég fynn það Einhver hér sem hefur skoðað þetta og er með hugmyndir ? |
|
| Author: | Einsii [ Sat 12. Mar 2011 10:38 ] |
| Post subject: | Re: Bilanagreina hita í framrúðu |
Á ég bara að bíð eftir vorinu og hætta að spá í þessu ? |
|
| Author: | sh4rk [ Sat 12. Mar 2011 10:50 ] |
| Post subject: | Re: Bilanagreina hita í framrúðu |
já ætli það ekki |
|
| Author: | Einsii [ Sat 12. Mar 2011 13:06 ] |
| Post subject: | Re: Bilanagreina hita í framrúðu |
Þetta er bara svo glatað á E38 því þurkurnar fara undir húddið og ekki séns að hreinsa þær eða þetta svæði nema drepa á bílnum þegar þær eru í efstu stöðu og berja svo af þeim. þannig að ef veðrið er einsog það er búið að vera hér fyrir norðan þarf maður að drepa á bílnum í vegkannti til að hreynsa og sjá eitthvað út. |
|
| Author: | ömmudriver [ Sat 12. Mar 2011 20:50 ] |
| Post subject: | Re: Bilanagreina hita í framrúðu |
sh4rk wrote: já ætli það ekki Svínvirkaði í E32 hjá mér og ég er meira að segja búinn að láta skipta um framrúðu í henni |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|