bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Það snertir enginn bílinn minn aftur !!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4938
Page 1 of 2

Author:  Stefan325i [ Thu 11. Mar 2004 12:43 ]
Post subject:  Það snertir enginn bílinn minn aftur !!!!

Jæja nú er ég byrjaður að rífa 325i í sundur,

það fór hjá mér heddpakning og fór ég með bílinn á verkstæði í Júlí á síðasta ári, Það var smíðuð kopar heddpakning og allt hert saman en samt lak inn í vatnsgang, Þannig að verkstæðið samdi við mig að ég myndi taka bílinn og þá þyrfti ég bara að borga efnið sem var 50.000 (vinnan vara 100.000) og ég tók bílinn.

Verkstæðið sagði við mig að heddið væri sennilega sprungið.
Ég var nú ekkert að kaupa það vegna þess að þeir þrýstiprufuðu heddið og þá var allt í lagi, ég hugsaði bara með mér, helvítis kopar pakningin er bara ekki að þétta.

Og það kom í ljós.. Mér hefði fundist allt í lagi hefði helvítis pakkningin bara ekki virkað, það hefði bara verið góð tilraun til að betrumbæta, en það sem var að voru mannleg mistök hjá samansafni af fólki.

Heddpakiniginn sem þeir létu smíða var hálf kláruð
það vantaði að klára að gera götin fyrir vatnsganginn.
Hvaða hálviti sem er í heiminum hefði séð að heddpakkningin var ekki tilbúin.

Spurnigar :
Hver afhenti pakhninguna svona???
var það gaurinn sem smíðai hana ???
var hann í fríi???
hver tók við henni???
bar bifvélavirkinn pakkninguna ekki saman við gömlu pakkninguna???
bifvélavirkinn sem setti bílinn saman, hvernig fór hann að því að taka ekki eftir þessum mistökum??????????

En þetta verður lagað af mér ég fer aldrei með bílin minn aftur á verkstæið (aldei að segja aldrei :? )

margt annað var að, en ég nenni ekki að þylja það upp. Ég redda þessu bara sjálfur.

Oskard tók myndir í gær, þannig að ef hann er í stuði þá mætti hann alveg pósta þessum fallegu myndum. :D :D eða þannig :evil:

Author:  arnib [ Thu 11. Mar 2004 13:09 ]
Post subject: 

Þetta var mikið sjokk og mikil reiði í mönnum! :x

Author:  oskard [ Thu 11. Mar 2004 13:11 ]
Post subject: 

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  gstuning [ Thu 11. Mar 2004 13:55 ]
Post subject: 

Hneykslun okkar var mikil þegar við sáum að það voru 3mm göt sem áttu að flæða vatn fyrir 100 sinnum stærri göt,

Vatnið hefur bara safnast samann í heddinu þar sem að því er dælt inn áður en það fer í blokkina , en það var bara ekki að gerast þar sem að á mörgum stöðum var 3mm gat sem gerði bara ekki baun, þrýstingurinn leyddi þá bara inní stimpil rýmið og út um pústið í hvítum reyk,,

Eins og sést á myndunum þá eru 10 göt efst á pakkningunni sem vantar að vera all svakalega mikið stærri..
Á sömu mynd er hægt að sjá að það var byrjað að klára pakkninguna og gera rétt göt, byrjar frá vinstra meginn og eru bara 2 cyl að neðan tilbúnir, allt hitt eru hálf eða ekki nálægt því að vera klárað
Image

Bíllinn ef pakkninginn hefði ekki verið svona hefði verið í fullu fjöri allt síðasta haust, og væri að koma á götuna núna,, en ekki verður það alveg strax þá

Author:  bebecar [ Thu 11. Mar 2004 14:03 ]
Post subject: 

Ber ekki verkstæðið skaðan af þessu? Þetta er vægast sagt SKELFILEGT að sjá.

Author:  saemi [ Thu 11. Mar 2004 14:24 ]
Post subject: 

Duhhhh,, þetta er ekkert smá heimskulegt.

Hrikalega svekkjandi og frekar lélegt af samsetningargaurnum að taka ekki eftir þessu :?

Author:  bjahja [ Thu 11. Mar 2004 14:38 ]
Post subject: 

Ertu ekki að grínast. Ég tók meira að segja eftir þessu og ég er ekki mikill bifvélavirki

Author:  Tommi Camaro [ Thu 11. Mar 2004 15:07 ]
Post subject: 

sá sem smiðaði pakkninguna hafði hann eingan samanburð af annar pakknigu. þetta er út í hött. ÞETTA ER 'ASTæÐAn Fyrir því að það fær ekki verkst að snerta bílinn minn.
síðast þegar ég fór með bíllinn minn á verkst þá BRÆDU þeir ´´ur air flow skynjaranum og síðan í seinna skifti þá bökuðu þeir honum á inna verkstæði hja sér.
síðan máluðu þeir skotið hja mér í vitlausum lit .

Author:  Stefan325i [ Thu 11. Mar 2004 18:07 ]
Post subject: 

gaurinn sem smíðai pakninguna var með pakninguna sem var í bílnum sér til hliðsjónar.

hann vara bara ekki ´búiinnað klára hana .

Author:  Djofullinn [ Thu 11. Mar 2004 19:39 ]
Post subject: 

Shit þetta er ömurlegt!!!
Hverjir voru hér að verki ef maður má spurja?

Author:  Tommi Camaro [ Thu 11. Mar 2004 20:04 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
gaurinn sem smíðai pakninguna var með pakninguna sem var í bílnum sér til hliðsjónar.

hann vara bara ekki ´búiinnað klára hana .

hefur alla mina samhúð

Author:  benzboy [ Thu 11. Mar 2004 20:18 ]
Post subject: 

Svona mannskapur á ekki að selja sig út sem fagmenn

Author:  jens [ Fri 12. Mar 2004 07:55 ]
Post subject: 

Þetta er með því verra sem ég hef séð í flokknum "mistök á verkstæði"

Author:  Stefan325i [ Fri 12. Mar 2004 13:47 ]
Post subject: 

Það skiptir ekki máli hvaða verkstæði þetta var, þeir hafa reynst mér ekkert illa fyrir utan þetta þannig að ég ætla ekki að krossfesta neinn og segi bara í staðin.. Þetta reddast :wink:

Þessi mistök kostuðu auðvitað verkstæðið 100.000 kall því þeir gáfu mér vinnuna, því að þetta virkaði ekki. Ég tel það vera mjög rausnarlegt þannig séð. Auðvitað núna er það bara sjálfsagt, en á þeim tíma benti ekkert til að þeir hefðu gert mistök. Svona er lífið :)

Author:  -Siggi- [ Fri 12. Mar 2004 19:54 ]
Post subject: 

Þetta er ekki ástæðan fyrir þesssu, að götin séu of lítil.
Ég hef séð þetta mörgum sinnum áður.
Stundum eru engin göt öðrumeginn.

það sem mér sýnist að sé málið er að gatið sem er á miðri
myndinni er illa borað og alltof nálægt brúninni.
Ég sé ekki betur en að það sjáist hvar það hefur opnast á milli.

Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/