bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

DIY - Að massa framljós
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=49267
Page 1 of 1

Author:  Skúli [ Thu 27. Jan 2011 17:21 ]
Post subject:  DIY - Að massa framljós

Mig langaði svona í gamni mínu að deila með ykkur hvernig ég massaði hjá mér framljósin. Mjög einfalt og útkoman er frábær.

Vill taka það fram að þessi aðferð virkar einungis á ljós sem eru með plastgleri!

Efnisvörur:

-p1800 sandpappír
-p2000 sandpappír
-Meguiars spes mössunarkit fyrir framljós. Inniheldur púða fyrir borvél, massa og trefjaklút. Fæst í málningavörum.
-Batterýsborvél

Verklýsing:

-Byrjaði á að pússa framljósin með p1800 pappír og skipti svo yfir í p2000 og spreyjaði vatni á öðru hverju á meðan ég var að pússa.
-Næst setti ég púðann í borvél setti massa í púðann og massaði svo vel og vandlega yfir ljósið. Ekki nauðsynlegt að ýta fast á borvélina.
-Svo þurrkaði ég ljósið með klútnum sem fylgdi með í pakkanum
-Að lokum bónaði ég ljósið með Sonax

Svona lítur Mössunarkitið út:

Image

Svona litu framljósin út þegar ég byrjaði:

Image

Búinn að massa hálft framljósið:

Image

Tilbúið:

Image

Image

Author:  tomeh [ Thu 27. Jan 2011 17:23 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Þetta er algjör snilld :thup:

Author:  Orri Þorkell [ Thu 09. Jun 2011 12:12 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

snilld, er ekki hægt að festa þessa DIY þræði uppi, eða eru þeir kannski of margir

Author:  Einarsss [ Thu 09. Jun 2011 12:17 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Orri Þorkell wrote:
snilld, er ekki hægt að festa þessa DIY þræði uppi, eða eru þeir kannski of margir



bara pósta linknum í DIY þráðinn sem er sticky ;)

Author:  Orri Þorkell [ Thu 09. Jun 2011 12:26 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

haha shitt hvað ég er eitthvað blindur :lol:

Author:  birkirfs [ Thu 10. May 2012 13:38 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

hvar fær maður þetta efni ??

Author:  Maggi B [ Thu 10. May 2012 14:05 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Keypti svona sett hjá http://www.mothers.is og ákvað að gera smá umfjöllun og test á þessari vöru.

Þessi pakki er einhvað sem að allir sem eiga flotta bíla ættu að eiga, það er allveg á hreinu. mig hafði ekki órað fyrir að það væri svona ofboðslega einfalt að gera ljósin eins og ný!
Það fylgir með settinu sandpappírspúðar til þess að taka í gegn ljós sem eru illa farin og laga grjótkast. ég notaði ekki þessa púða bara efnið og borvélarpúðann.

Pakkinn sem umræðir

Image

Ég byrjaði á því að sápuþvo bílinn og þurrka hann og svo hófst undirbúningur

Image

Svo teipaði ég í kringum ljósið til þess að verja lakkið

Image

Image

Hér sést það sem kemur í pakkanum

Image

Mælt er með að nota batterís borvél. Best er að setja efnið á miðjann púðann, það þarf ekki mikið

Image

Best er að vinna efnið á miðlungs hraða og ýta þéttings fast á borvélina

Image

þegar búið er að fara yfir allt ljósið er gott að hækka hraðann aðeins og renna yfir það aftur

Image

Svo er bara að þurrka yfir ljósið og endurtaka fyrir hitt ljósið.

Image

Svo er það árangurinn.

Fyrir
Image

Eftir
Image

Fyrir
Image

Eftir
Image

Allt í allt tók þetta um 20 mínútur

Author:  Jónas Helgi [ Sun 13. May 2012 21:27 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Maggi B wrote:
Keypti svona sett hjá............


Ég keypti brúsa af þessu efni eitt og sér og nota bara rotary mössunarvélina mína og lítinn púða (40mm á 30 eða 35mm bakplötu) og renni yfir ljósin hjá mér
2-3x á ári, fyrst með millistífum púða (sem maður notar á swirls) og svo mjúkum og fínum púða og það er alltaf eins og nýtt í hvert skipti ;) Fínasta efni þetta hjá Mothers.

Author:  SteiniDJ [ Mon 14. May 2012 01:08 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Flott writeup Maggi og góðar myndir.

Hefðirðu þó ekki fengið betri niðurstöður með smá sandpappírsmeðferð? Þetta eru kannski bara einhverjar örskemmdir sem sjást bara á myndavél.

Author:  sosupabbi [ Mon 14. May 2012 21:21 ]
Post subject:  Re: DIY - Að massa framljós

Venjulegur massi hefur virkað fínt fyrir mig :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/