bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
DIY - Að massa framljós https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=49267 |
Page 1 of 1 |
Author: | Skúli [ Thu 27. Jan 2011 17:21 ] |
Post subject: | DIY - Að massa framljós |
Mig langaði svona í gamni mínu að deila með ykkur hvernig ég massaði hjá mér framljósin. Mjög einfalt og útkoman er frábær. Vill taka það fram að þessi aðferð virkar einungis á ljós sem eru með plastgleri! Efnisvörur: -p1800 sandpappír -p2000 sandpappír -Meguiars spes mössunarkit fyrir framljós. Inniheldur púða fyrir borvél, massa og trefjaklút. Fæst í málningavörum. -Batterýsborvél Verklýsing: -Byrjaði á að pússa framljósin með p1800 pappír og skipti svo yfir í p2000 og spreyjaði vatni á öðru hverju á meðan ég var að pússa. -Næst setti ég púðann í borvél setti massa í púðann og massaði svo vel og vandlega yfir ljósið. Ekki nauðsynlegt að ýta fast á borvélina. -Svo þurrkaði ég ljósið með klútnum sem fylgdi með í pakkanum -Að lokum bónaði ég ljósið með Sonax Svona lítur Mössunarkitið út: ![]() Svona litu framljósin út þegar ég byrjaði: ![]() Búinn að massa hálft framljósið: ![]() Tilbúið: ![]() ![]() |
Author: | tomeh [ Thu 27. Jan 2011 17:23 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Þetta er algjör snilld ![]() |
Author: | Orri Þorkell [ Thu 09. Jun 2011 12:12 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
snilld, er ekki hægt að festa þessa DIY þræði uppi, eða eru þeir kannski of margir |
Author: | Einarsss [ Thu 09. Jun 2011 12:17 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Orri Þorkell wrote: snilld, er ekki hægt að festa þessa DIY þræði uppi, eða eru þeir kannski of margir bara pósta linknum í DIY þráðinn sem er sticky ![]() |
Author: | Orri Þorkell [ Thu 09. Jun 2011 12:26 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
haha shitt hvað ég er eitthvað blindur ![]() |
Author: | birkirfs [ Thu 10. May 2012 13:38 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
hvar fær maður þetta efni ?? |
Author: | Maggi B [ Thu 10. May 2012 14:05 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Keypti svona sett hjá http://www.mothers.is og ákvað að gera smá umfjöllun og test á þessari vöru. Þessi pakki er einhvað sem að allir sem eiga flotta bíla ættu að eiga, það er allveg á hreinu. mig hafði ekki órað fyrir að það væri svona ofboðslega einfalt að gera ljósin eins og ný! Það fylgir með settinu sandpappírspúðar til þess að taka í gegn ljós sem eru illa farin og laga grjótkast. ég notaði ekki þessa púða bara efnið og borvélarpúðann. Pakkinn sem umræðir ![]() Ég byrjaði á því að sápuþvo bílinn og þurrka hann og svo hófst undirbúningur ![]() Svo teipaði ég í kringum ljósið til þess að verja lakkið ![]() ![]() Hér sést það sem kemur í pakkanum ![]() Mælt er með að nota batterís borvél. Best er að setja efnið á miðjann púðann, það þarf ekki mikið ![]() Best er að vinna efnið á miðlungs hraða og ýta þéttings fast á borvélina ![]() þegar búið er að fara yfir allt ljósið er gott að hækka hraðann aðeins og renna yfir það aftur ![]() Svo er bara að þurrka yfir ljósið og endurtaka fyrir hitt ljósið. ![]() Svo er það árangurinn. Fyrir ![]() Eftir ![]() Fyrir ![]() Eftir ![]() Allt í allt tók þetta um 20 mínútur |
Author: | Jónas Helgi [ Sun 13. May 2012 21:27 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Maggi B wrote: Keypti svona sett hjá............ Ég keypti brúsa af þessu efni eitt og sér og nota bara rotary mössunarvélina mína og lítinn púða (40mm á 30 eða 35mm bakplötu) og renni yfir ljósin hjá mér 2-3x á ári, fyrst með millistífum púða (sem maður notar á swirls) og svo mjúkum og fínum púða og það er alltaf eins og nýtt í hvert skipti ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Mon 14. May 2012 01:08 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Flott writeup Maggi og góðar myndir. Hefðirðu þó ekki fengið betri niðurstöður með smá sandpappírsmeðferð? Þetta eru kannski bara einhverjar örskemmdir sem sjást bara á myndavél. |
Author: | sosupabbi [ Mon 14. May 2012 21:21 ] |
Post subject: | Re: DIY - Að massa framljós |
Venjulegur massi hefur virkað fínt fyrir mig ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |