bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e39 skoTT vandamál
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=48456
Page 1 of 3

Author:  oddur11 [ Mon 06. Dec 2010 03:14 ]
Post subject:  e39 skoTT vandamál

þanig er það að ég get ekki opnað skoTTið á bílnum e39, hvort sem ég reini að gera það með þvi að ýtta á takan inní bíl eða bara með takanum á skoTTinu, lykkilinn gerir ekkert nema bara aflæsa og læsa bílnum.

svo kemur bara svaka hljóð "kkhhhh"

kemst ekki í skoTTið :cry:

Author:  Danni [ Mon 06. Dec 2010 04:19 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Ertu búinn að snúa lyklinum til hægri, sem aflæsir, og síðan aðeins lengra eftir það? Ef að það virkar ekki til að opna skottið þá er örugglega ónýt læsingin og ég veit ekkert hvernig á að laga það. Er í sama vandamáli með hurð á mínum E39, ekkert hægt að opna hana.

Author:  oddur11 [ Mon 06. Dec 2010 04:40 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Danni wrote:
Ertu búinn að snúa lyklinum til hægri, sem aflæsir, og síðan aðeins lengra eftir það? Ef að það virkar ekki til að opna skottið þá er örugglega ónýt læsingin og ég veit ekkert hvernig á að laga það. Er í sama vandamáli með hurð á mínum E39, ekkert hægt að opna hana.


skráin á skotinu nær bara að snúast þanig að það aflæstist og læsist allt :(

Author:  Jón Ragnar [ Mon 06. Dec 2010 09:16 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

SKOTTIÐ!!! :argh:

Author:  Vlad [ Mon 06. Dec 2010 10:09 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

John Rogers wrote:
SKOTTIÐ!!! :argh:


Mikið er ég sammála þer...

Annars virkar það á E34 að setja lykilinn í gatið og hjakkast aðeins í skránni ( þetta hljómar BARA illa :lol: ).

Annars er það bara gamla góða kúbeinið.

Author:  Joibs [ Mon 06. Dec 2010 10:11 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

er akkurat líka með þetta vanda mál (nema er með e32) bara alltí einu er ekki hægt að opna skottið :argh:

Author:  Vlad [ Mon 06. Dec 2010 10:14 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Joibs wrote:
er akkurat líka með þetta vanda mál (nema er með e32) bara alltí einu er ekki hægt að opna skottið :argh:


Festiru takkann inni? ef svo er, settu lykilinn í skránna og juðaðu honum til.

Author:  Joibs [ Mon 06. Dec 2010 10:34 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

það byrjaði nú barra þannig að takkin festist inni... en ég gerði þetta og reindi aftur og aftur en ekkert gerðist :?
gæti nokkuð verið að þetta tengist eithvað rafmagninu?
það er nefnilega einginn rafgeimir í honum núna :lol:

Author:  oddur11 [ Mon 06. Dec 2010 12:43 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

John Rogers wrote:
SKOTTIÐ!!! :argh:


hver kaus þig sem stafsetningar löggu kraftsins?

Author:  Jón Ragnar [ Mon 06. Dec 2010 12:58 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Enginn, tók þetta að mér sjálfur bara :lol:

Author:  oddur11 [ Mon 06. Dec 2010 12:59 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Góður :thup:

Author:  Axel Jóhann [ Mon 06. Dec 2010 13:10 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Taktu - skrúfjárn og hamar og lemdu skrúfjárnið inn í skott cylinderinn.

Author:  Danni [ Mon 06. Dec 2010 14:10 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Axel Jóhann wrote:
Taktu - skrúfjárn og hamar og lemdu skrúfjárnið inn í skott cylinderinn.


Græðir lítið á því á E39, skemmir bara cylinderinn. Læsingin sjálf er á allt öðrum stað og það er læsingin sem er föst.

Author:  saemi [ Mon 06. Dec 2010 14:21 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

Ég tek nú alveg undir með honum Jóni.

Það er ekki alveg það sama að vera með skot vandamál og skott vandamál. Ég skildi ekki baun hvað þú varst að fara fyrr en ég var búinn að lesa mig niður póstinn þinn

Alveg hægt að bæta við einu t-i, hvað þá eftir ábendingu :thdown:

Author:  oddur11 [ Mon 06. Dec 2010 14:59 ]
Post subject:  Re: e39 skot vandamál

saemi wrote:
Ég tek nú alveg undir með honum Jóni.

Það er ekki alveg það sama að vera með skot vandamál og skott vandamál. Ég skildi ekki baun hvað þú varst að fara fyrr en ég var búinn að lesa mig niður póstinn þinn

Alveg hægt að bæta við einu t-i, hvað þá eftir ábendingu :thdown:


BÚIN AÐ LAGA :squint:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/